Heimir og Lars vilja vináttulandsleik á milli Íslands og Noregs fyrir HM Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. október 2017 19:20 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson náðu flottum árangri saman með íslenska landsliðið. vísir/afp „Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni: HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
„Fyrir utan smá hausverk eftir gærkvöldið er lífið bara yndislegt“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í samtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hann talaði þar um að ástæða þess að hann stóð ekki upp og fagnaði fyrra markinu í gær hafi verið að hann var að ofhugsa hlutina á þeim tímapunkti. Hann segir að áður en fyrra markið kom hafi stemningin á bekknum ekki verið mjög góð, liðið hafi ekki verið að spila vel.Ákváðu að taka áhættur „Enginn af okkur var sáttur við þetta. Ég held að það verði nú oft að þegar mikið er í húfi þá vill enginn vera gæinn sem að skemmir möguleika Íslands á að komast í lokakeppnina, þannig að menn voru of passívir.“ Í hálfleik ákvað hópurinn svo að breyta aðeins hugarfarinu og sást það vel í seinni hálfleik. „Við ákváðum það bara sjálfir og allir saman að taka fleiri áhættur.“ Heimir segir að hann hafi fengið mikið af hamingjuóskum en ætlar að gefa sér tíma til þess að svara þeim á morgun. Hann hafði fengið skilaboð frá Lars Lagerbäck í gærkvöldi og fékk svo símtal frá honum snemma í morgun. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag sendi fyrrum þjálfari landsliðsins KSÍ og Íslendingum kveðju í dag í tilefni af því að íslenska landsliðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.Stefna á vináttulandsleik Lars er nú þjálfari norska landsliðsins og sagði Heimir að í dag hafi þeir rætt um að landsliðin tvö ættu að mætast á næstu mánuðum. „Það var nú eiginlega rætt í þessu símtali í morgun að við ættum að fara að spila vináttulandsleik við Noreg.“ Heimir sagði að ekki væri búið að negla niður dagsetningu en það væri gaman að hafa þennan leik á Laugardalsvelli áður en íslenska landsliðið fer til Rússlands að spila á HM næsta sumar. „Það væri dálítið skemmtilegt,“ sagði Heimir í viðtalinu í dag. Hann sagði mikið skipulag og undirbúning framundan vegna HM þar sem Rússland sé stórt land og leikirnir fari fram á stærra svæði og svo þurfi að taka tímamismun og annað inn í reikninginn. „Núna fara bara næstu vikur bara í það í að skipuleggja bæði leiki og æfingar og ferðalög.“ Heimir útilokar ekki að breytingar verði á hópnum fyrir HM. „Það er alltaf möguleiki á að það komi inn nýir leikmenn fyrir næsta sumar. Maður veit aldrei hver á eftir að standa sig vel næstu mánuði. Vonandi verður einhver eða einhverjir sem taka stökk og bætast kannski við hópinn.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið í Reykjavík síðdegis í heild sinni:
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira