Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðson og Birkir Bjarnason fagna marki á móti Kósóvó. Vísir/Anton Þeir voru aðeins 90 mínútum frá því að komast á Heimsmeistaramótið í Brasilíu fyrir fjórum árum og sjokkið var svo mikið að það sást á leik lykilmanna landsliðsins langt fram eftir tímabilinu. Þarna í nóvembermánuði 2013 var íslenska landsliðið komið inn á topp fimmtíu á styrkleikalista FIFA og hafði aldrei áður verið nær því að komast inn á stórmót.Nei, toppnum var ekki náð Margir fróðir menn töldu toppinum vera kannski náð og að litla Ísland myndi aldrei komast nær því að spila á HM eða EM. Það sem fáir vissu þá en allir í dag er að þetta eru engir venjulegir karakterar. Áfallið var vissulega mikið fyrir fjórum árum en liðið var ekkert á því að gefa eftir. Þeir voru ungir enn og vissu að fleiri tækifæri myndu bjóðast. Íslenska liðið vann fyrstu þrjá leiki undankeppni EM 2016 þar af þann síðasta 2-0 á móti bronsliði Hollendinga frá heimsmeistaramótinu sem þeir voru svo nálægt því að komast á. Eftir sigur á Tékkum í júní var liðið í dauðafæri að komast á stórmót í fyrsta sinn og eftirminnilegur sigur á Hollendingum í Amsterdam nánast gulltryggði EM-sætið.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/AntonHeilluðu allan heiminn Strákarnir voru ekkert sáttir við bara að komast á EM og mættu þangað til að ná árangri. Áður en við vissum voru bæði leikmenn og stuðningsfólkið búin að heilla allan heiminn og Ísland komið í átta liða úrslit á sínu fyrsta EM. Aftur freistuðust einhverjir til að efast um að nú væri toppinum náð. Lars Lagerbäck ætlaði að skilja Heimi Hallgrímsson einan eftir og liðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018. Það var því ekkert allt of bjart útlit um miðjan seinni hálfleik á heimavelli á móti Finnlandi þegar liðið var 2-1 undir. Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu öll þrjú stigin og íslenska liðið sundurspilaði Tyrki á sama stað í leiknum á eftir. Aftur var það eftirminnilegur sigur á sterkri þjóð (nú Króötum) í júníbyrjun sem kom íslenska liðinu í dauðafæri á að komast á HM í fyrsta sinn og þrátt fyrir óvænt tap í Finnlandi í fyrsta leik haustsins tryggði íslenska liðið sér sögulegt HM-sæti með því að vinna þrjá síðustu leikina sína í riðlinum með markatölunni 7-0. Síðan Aron Einar Gunnarsson tók við fyrirliðabandinu og íslenska liðið mætti í sína fyrstu undankeppni með þennan kjarna í aðalhlutverki hefur Ísland unnið alls átján leiki í undankeppni og bætt metið yfir sigurleiki í undankeppni þrisvar sinnum. Íslenska landsliðið tók fyrst þátt í undankeppni fyrir stórmót árið 1957 og hafði fram að undankeppni HM 2014 „aðeins“ unnið 34 af 169 leikjum sínum í undankeppni HM og EM. Það gerir 20 prósent leikjanna.Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins. Vísir/EyþórÁtján sigrar á sex árum Í síðustu þremur undankeppnum hefur íslenska liðið unnið 18 af 32 leikjum sínum eða 56 prósent leikjanna. Þessir átján sigrar á sex árum eru nú meira en þriðjungur allra sigurleikja íslenska karlalandsliðsins í undankeppnum HM og EM frá upphafi og frá haustmánuðum 2011 hefur þetta landslið okkar í dag unnið 53 prósent þeirra sigurleikja sem íslenska landsliðið vann á árunum fyrstu 53 árum sínum í undankeppnum stórmóta (1957 til 2010). Nú tekur bara við bið. Fyrst bið eftir því að dregið verði í riðla 1. desember og svo meira en sex mánaða bið eftir fyrsta leik á HM í Rússlandi. Strákarnir okkar þurfa að haldast heilir á þessum tíma og geta vonandi mætt hundrað prósent klárir í lokaundirbúninginn næsta vor. Draumurinn um að spila á HM er orðinn að veruleika en þessir landsliðsstrákar eru ekkert hættir því að skrifa íslensku fótboltasöguna.Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fjögur af mörkum íslenska landsliðsins í undankeppninni. Vísir/ErnirÍsland í undankeppnum HM og EM 1957-2017Á árunum 1957 til 2010 22 undankeppnir 34 sigrar í 169 leikjum 20 prósent leikja unnust Markatalan: -184Besti árangur í riðlakeppni 3. sæti HM 1994 og EM 2004Á árunum 2011 til 2017 3 undankeppnir 18 sigrar í 32 leikjum 56 prósent leikja unnust Markatalan: +20Besti árangur í riðlakeppni 1. sæti HM 2018 2. sæti EM 2016 og HM 2014 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira
Þeir voru aðeins 90 mínútum frá því að komast á Heimsmeistaramótið í Brasilíu fyrir fjórum árum og sjokkið var svo mikið að það sást á leik lykilmanna landsliðsins langt fram eftir tímabilinu. Þarna í nóvembermánuði 2013 var íslenska landsliðið komið inn á topp fimmtíu á styrkleikalista FIFA og hafði aldrei áður verið nær því að komast inn á stórmót.Nei, toppnum var ekki náð Margir fróðir menn töldu toppinum vera kannski náð og að litla Ísland myndi aldrei komast nær því að spila á HM eða EM. Það sem fáir vissu þá en allir í dag er að þetta eru engir venjulegir karakterar. Áfallið var vissulega mikið fyrir fjórum árum en liðið var ekkert á því að gefa eftir. Þeir voru ungir enn og vissu að fleiri tækifæri myndu bjóðast. Íslenska liðið vann fyrstu þrjá leiki undankeppni EM 2016 þar af þann síðasta 2-0 á móti bronsliði Hollendinga frá heimsmeistaramótinu sem þeir voru svo nálægt því að komast á. Eftir sigur á Tékkum í júní var liðið í dauðafæri að komast á stórmót í fyrsta sinn og eftirminnilegur sigur á Hollendingum í Amsterdam nánast gulltryggði EM-sætið.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/AntonHeilluðu allan heiminn Strákarnir voru ekkert sáttir við bara að komast á EM og mættu þangað til að ná árangri. Áður en við vissum voru bæði leikmenn og stuðningsfólkið búin að heilla allan heiminn og Ísland komið í átta liða úrslit á sínu fyrsta EM. Aftur freistuðust einhverjir til að efast um að nú væri toppinum náð. Lars Lagerbäck ætlaði að skilja Heimi Hallgrímsson einan eftir og liðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018. Það var því ekkert allt of bjart útlit um miðjan seinni hálfleik á heimavelli á móti Finnlandi þegar liðið var 2-1 undir. Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu öll þrjú stigin og íslenska liðið sundurspilaði Tyrki á sama stað í leiknum á eftir. Aftur var það eftirminnilegur sigur á sterkri þjóð (nú Króötum) í júníbyrjun sem kom íslenska liðinu í dauðafæri á að komast á HM í fyrsta sinn og þrátt fyrir óvænt tap í Finnlandi í fyrsta leik haustsins tryggði íslenska liðið sér sögulegt HM-sæti með því að vinna þrjá síðustu leikina sína í riðlinum með markatölunni 7-0. Síðan Aron Einar Gunnarsson tók við fyrirliðabandinu og íslenska liðið mætti í sína fyrstu undankeppni með þennan kjarna í aðalhlutverki hefur Ísland unnið alls átján leiki í undankeppni og bætt metið yfir sigurleiki í undankeppni þrisvar sinnum. Íslenska landsliðið tók fyrst þátt í undankeppni fyrir stórmót árið 1957 og hafði fram að undankeppni HM 2014 „aðeins“ unnið 34 af 169 leikjum sínum í undankeppni HM og EM. Það gerir 20 prósent leikjanna.Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins. Vísir/EyþórÁtján sigrar á sex árum Í síðustu þremur undankeppnum hefur íslenska liðið unnið 18 af 32 leikjum sínum eða 56 prósent leikjanna. Þessir átján sigrar á sex árum eru nú meira en þriðjungur allra sigurleikja íslenska karlalandsliðsins í undankeppnum HM og EM frá upphafi og frá haustmánuðum 2011 hefur þetta landslið okkar í dag unnið 53 prósent þeirra sigurleikja sem íslenska landsliðið vann á árunum fyrstu 53 árum sínum í undankeppnum stórmóta (1957 til 2010). Nú tekur bara við bið. Fyrst bið eftir því að dregið verði í riðla 1. desember og svo meira en sex mánaða bið eftir fyrsta leik á HM í Rússlandi. Strákarnir okkar þurfa að haldast heilir á þessum tíma og geta vonandi mætt hundrað prósent klárir í lokaundirbúninginn næsta vor. Draumurinn um að spila á HM er orðinn að veruleika en þessir landsliðsstrákar eru ekkert hættir því að skrifa íslensku fótboltasöguna.Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fjögur af mörkum íslenska landsliðsins í undankeppninni. Vísir/ErnirÍsland í undankeppnum HM og EM 1957-2017Á árunum 1957 til 2010 22 undankeppnir 34 sigrar í 169 leikjum 20 prósent leikja unnust Markatalan: -184Besti árangur í riðlakeppni 3. sæti HM 1994 og EM 2004Á árunum 2011 til 2017 3 undankeppnir 18 sigrar í 32 leikjum 56 prósent leikja unnust Markatalan: +20Besti árangur í riðlakeppni 1. sæti HM 2018 2. sæti EM 2016 og HM 2014
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Sjá meira