Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðson og Birkir Bjarnason fagna marki á móti Kósóvó. Vísir/Anton Þeir voru aðeins 90 mínútum frá því að komast á Heimsmeistaramótið í Brasilíu fyrir fjórum árum og sjokkið var svo mikið að það sást á leik lykilmanna landsliðsins langt fram eftir tímabilinu. Þarna í nóvembermánuði 2013 var íslenska landsliðið komið inn á topp fimmtíu á styrkleikalista FIFA og hafði aldrei áður verið nær því að komast inn á stórmót.Nei, toppnum var ekki náð Margir fróðir menn töldu toppinum vera kannski náð og að litla Ísland myndi aldrei komast nær því að spila á HM eða EM. Það sem fáir vissu þá en allir í dag er að þetta eru engir venjulegir karakterar. Áfallið var vissulega mikið fyrir fjórum árum en liðið var ekkert á því að gefa eftir. Þeir voru ungir enn og vissu að fleiri tækifæri myndu bjóðast. Íslenska liðið vann fyrstu þrjá leiki undankeppni EM 2016 þar af þann síðasta 2-0 á móti bronsliði Hollendinga frá heimsmeistaramótinu sem þeir voru svo nálægt því að komast á. Eftir sigur á Tékkum í júní var liðið í dauðafæri að komast á stórmót í fyrsta sinn og eftirminnilegur sigur á Hollendingum í Amsterdam nánast gulltryggði EM-sætið.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/AntonHeilluðu allan heiminn Strákarnir voru ekkert sáttir við bara að komast á EM og mættu þangað til að ná árangri. Áður en við vissum voru bæði leikmenn og stuðningsfólkið búin að heilla allan heiminn og Ísland komið í átta liða úrslit á sínu fyrsta EM. Aftur freistuðust einhverjir til að efast um að nú væri toppinum náð. Lars Lagerbäck ætlaði að skilja Heimi Hallgrímsson einan eftir og liðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018. Það var því ekkert allt of bjart útlit um miðjan seinni hálfleik á heimavelli á móti Finnlandi þegar liðið var 2-1 undir. Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu öll þrjú stigin og íslenska liðið sundurspilaði Tyrki á sama stað í leiknum á eftir. Aftur var það eftirminnilegur sigur á sterkri þjóð (nú Króötum) í júníbyrjun sem kom íslenska liðinu í dauðafæri á að komast á HM í fyrsta sinn og þrátt fyrir óvænt tap í Finnlandi í fyrsta leik haustsins tryggði íslenska liðið sér sögulegt HM-sæti með því að vinna þrjá síðustu leikina sína í riðlinum með markatölunni 7-0. Síðan Aron Einar Gunnarsson tók við fyrirliðabandinu og íslenska liðið mætti í sína fyrstu undankeppni með þennan kjarna í aðalhlutverki hefur Ísland unnið alls átján leiki í undankeppni og bætt metið yfir sigurleiki í undankeppni þrisvar sinnum. Íslenska landsliðið tók fyrst þátt í undankeppni fyrir stórmót árið 1957 og hafði fram að undankeppni HM 2014 „aðeins“ unnið 34 af 169 leikjum sínum í undankeppni HM og EM. Það gerir 20 prósent leikjanna.Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins. Vísir/EyþórÁtján sigrar á sex árum Í síðustu þremur undankeppnum hefur íslenska liðið unnið 18 af 32 leikjum sínum eða 56 prósent leikjanna. Þessir átján sigrar á sex árum eru nú meira en þriðjungur allra sigurleikja íslenska karlalandsliðsins í undankeppnum HM og EM frá upphafi og frá haustmánuðum 2011 hefur þetta landslið okkar í dag unnið 53 prósent þeirra sigurleikja sem íslenska landsliðið vann á árunum fyrstu 53 árum sínum í undankeppnum stórmóta (1957 til 2010). Nú tekur bara við bið. Fyrst bið eftir því að dregið verði í riðla 1. desember og svo meira en sex mánaða bið eftir fyrsta leik á HM í Rússlandi. Strákarnir okkar þurfa að haldast heilir á þessum tíma og geta vonandi mætt hundrað prósent klárir í lokaundirbúninginn næsta vor. Draumurinn um að spila á HM er orðinn að veruleika en þessir landsliðsstrákar eru ekkert hættir því að skrifa íslensku fótboltasöguna.Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fjögur af mörkum íslenska landsliðsins í undankeppninni. Vísir/ErnirÍsland í undankeppnum HM og EM 1957-2017Á árunum 1957 til 2010 22 undankeppnir 34 sigrar í 169 leikjum 20 prósent leikja unnust Markatalan: -184Besti árangur í riðlakeppni 3. sæti HM 1994 og EM 2004Á árunum 2011 til 2017 3 undankeppnir 18 sigrar í 32 leikjum 56 prósent leikja unnust Markatalan: +20Besti árangur í riðlakeppni 1. sæti HM 2018 2. sæti EM 2016 og HM 2014 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Þeir voru aðeins 90 mínútum frá því að komast á Heimsmeistaramótið í Brasilíu fyrir fjórum árum og sjokkið var svo mikið að það sást á leik lykilmanna landsliðsins langt fram eftir tímabilinu. Þarna í nóvembermánuði 2013 var íslenska landsliðið komið inn á topp fimmtíu á styrkleikalista FIFA og hafði aldrei áður verið nær því að komast inn á stórmót.Nei, toppnum var ekki náð Margir fróðir menn töldu toppinum vera kannski náð og að litla Ísland myndi aldrei komast nær því að spila á HM eða EM. Það sem fáir vissu þá en allir í dag er að þetta eru engir venjulegir karakterar. Áfallið var vissulega mikið fyrir fjórum árum en liðið var ekkert á því að gefa eftir. Þeir voru ungir enn og vissu að fleiri tækifæri myndu bjóðast. Íslenska liðið vann fyrstu þrjá leiki undankeppni EM 2016 þar af þann síðasta 2-0 á móti bronsliði Hollendinga frá heimsmeistaramótinu sem þeir voru svo nálægt því að komast á. Eftir sigur á Tékkum í júní var liðið í dauðafæri að komast á stórmót í fyrsta sinn og eftirminnilegur sigur á Hollendingum í Amsterdam nánast gulltryggði EM-sætið.Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/AntonHeilluðu allan heiminn Strákarnir voru ekkert sáttir við bara að komast á EM og mættu þangað til að ná árangri. Áður en við vissum voru bæði leikmenn og stuðningsfólkið búin að heilla allan heiminn og Ísland komið í átta liða úrslit á sínu fyrsta EM. Aftur freistuðust einhverjir til að efast um að nú væri toppinum náð. Lars Lagerbäck ætlaði að skilja Heimi Hallgrímsson einan eftir og liðið lenti í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM 2018. Það var því ekkert allt of bjart útlit um miðjan seinni hálfleik á heimavelli á móti Finnlandi þegar liðið var 2-1 undir. Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu öll þrjú stigin og íslenska liðið sundurspilaði Tyrki á sama stað í leiknum á eftir. Aftur var það eftirminnilegur sigur á sterkri þjóð (nú Króötum) í júníbyrjun sem kom íslenska liðinu í dauðafæri á að komast á HM í fyrsta sinn og þrátt fyrir óvænt tap í Finnlandi í fyrsta leik haustsins tryggði íslenska liðið sér sögulegt HM-sæti með því að vinna þrjá síðustu leikina sína í riðlinum með markatölunni 7-0. Síðan Aron Einar Gunnarsson tók við fyrirliðabandinu og íslenska liðið mætti í sína fyrstu undankeppni með þennan kjarna í aðalhlutverki hefur Ísland unnið alls átján leiki í undankeppni og bætt metið yfir sigurleiki í undankeppni þrisvar sinnum. Íslenska landsliðið tók fyrst þátt í undankeppni fyrir stórmót árið 1957 og hafði fram að undankeppni HM 2014 „aðeins“ unnið 34 af 169 leikjum sínum í undankeppni HM og EM. Það gerir 20 prósent leikjanna.Heimir Hallgrímsson, þjálfari landsliðsins. Vísir/EyþórÁtján sigrar á sex árum Í síðustu þremur undankeppnum hefur íslenska liðið unnið 18 af 32 leikjum sínum eða 56 prósent leikjanna. Þessir átján sigrar á sex árum eru nú meira en þriðjungur allra sigurleikja íslenska karlalandsliðsins í undankeppnum HM og EM frá upphafi og frá haustmánuðum 2011 hefur þetta landslið okkar í dag unnið 53 prósent þeirra sigurleikja sem íslenska landsliðið vann á árunum fyrstu 53 árum sínum í undankeppnum stórmóta (1957 til 2010). Nú tekur bara við bið. Fyrst bið eftir því að dregið verði í riðla 1. desember og svo meira en sex mánaða bið eftir fyrsta leik á HM í Rússlandi. Strákarnir okkar þurfa að haldast heilir á þessum tíma og geta vonandi mætt hundrað prósent klárir í lokaundirbúninginn næsta vor. Draumurinn um að spila á HM er orðinn að veruleika en þessir landsliðsstrákar eru ekkert hættir því að skrifa íslensku fótboltasöguna.Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fjögur af mörkum íslenska landsliðsins í undankeppninni. Vísir/ErnirÍsland í undankeppnum HM og EM 1957-2017Á árunum 1957 til 2010 22 undankeppnir 34 sigrar í 169 leikjum 20 prósent leikja unnust Markatalan: -184Besti árangur í riðlakeppni 3. sæti HM 1994 og EM 2004Á árunum 2011 til 2017 3 undankeppnir 18 sigrar í 32 leikjum 56 prósent leikja unnust Markatalan: +20Besti árangur í riðlakeppni 1. sæti HM 2018 2. sæti EM 2016 og HM 2014
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira