Messi náði metinu en Suarez var fljótur að ná honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 10:30 Lionel Messi og Luis Suarez. Vísir/Getty Liðsfélagarnir hjá Barcelona, Lionel Messi og Luis Suarez, deila nú metinu yfir flest skoruð mörk í Suður-Ameríku hluta undankeppni HM í fótbolta. Barcelona-stjörnurnar mæta brosandi aftur til Katalóníu enda búnir að tryggja sínum þjóðum sæti á HM auk þess að næla sér í eitt met í leiðinni. Lionel Messi byrjaði á því að bæta markametið með því að skora þrennu í 3-1 sigri Argentínumanna á Ekvador en Luis Suarez jafnaði við hann með því að skora tvisvar í seinni hálfleik í 4-2 sigri Úrúgvæ á Bólivíu. Þeir félagar hafa nú báðir skorað 21 mark í undankeppni HM. Argentínumaðurinn Hernan Crespo átti áður metið (19 mörk) en Luis Suarez náði honum þegar hann skoraði sitt nítjánda mark fyrir ári síðan.21 - Luis #Suárez and Lionel #Messi are now the historical joint-top scorers in South American WC Qualifiers history. Brothers. pic.twitter.com/Uwl5YjLDJd — OptaJavier (@OptaJavier) October 11, 2017 Það gekk hinsvegar ekkert hjá Suarez að komast einn í efsta sætið enda var hann ekki búinn að skora í undankeppninni síðan í október 2016. Messi stakk sér síðan framúr þeim báðum þegar hann kom til bjargar eftir að Argentína lenti 1-0 undir í nótt í leik upp á líf eða dauða fyrir HM-drauma argentínsku þjóðarinnar. Þrenna Messi reddaði málunum og Argentína verður með okkur Íslendingum á HM næsta sumar. Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani var hinsvegar markahæstur maðurinn í þessari undankeppni Suður-Ameríku riðilsins með 10 mörk. Lionel Messi skoraði sjö mörk eins og Sílemaðurinn Alexis Sánchez og Ekvadormaðurinn Felipe Caicedo. #Messi and @LuisSuarez9 became the first players to breach the 20-goal mark in #CONMEBOL qualifiers history. #WCQhttps://t.co/xZJ4MJ05qh — Sportstar (@sportstarweb) October 11, 2017Lionel Messi og Luis Suarez.Vísir/GettyLionel Messi og Luis Suarez.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Liðsfélagarnir hjá Barcelona, Lionel Messi og Luis Suarez, deila nú metinu yfir flest skoruð mörk í Suður-Ameríku hluta undankeppni HM í fótbolta. Barcelona-stjörnurnar mæta brosandi aftur til Katalóníu enda búnir að tryggja sínum þjóðum sæti á HM auk þess að næla sér í eitt met í leiðinni. Lionel Messi byrjaði á því að bæta markametið með því að skora þrennu í 3-1 sigri Argentínumanna á Ekvador en Luis Suarez jafnaði við hann með því að skora tvisvar í seinni hálfleik í 4-2 sigri Úrúgvæ á Bólivíu. Þeir félagar hafa nú báðir skorað 21 mark í undankeppni HM. Argentínumaðurinn Hernan Crespo átti áður metið (19 mörk) en Luis Suarez náði honum þegar hann skoraði sitt nítjánda mark fyrir ári síðan.21 - Luis #Suárez and Lionel #Messi are now the historical joint-top scorers in South American WC Qualifiers history. Brothers. pic.twitter.com/Uwl5YjLDJd — OptaJavier (@OptaJavier) October 11, 2017 Það gekk hinsvegar ekkert hjá Suarez að komast einn í efsta sætið enda var hann ekki búinn að skora í undankeppninni síðan í október 2016. Messi stakk sér síðan framúr þeim báðum þegar hann kom til bjargar eftir að Argentína lenti 1-0 undir í nótt í leik upp á líf eða dauða fyrir HM-drauma argentínsku þjóðarinnar. Þrenna Messi reddaði málunum og Argentína verður með okkur Íslendingum á HM næsta sumar. Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani var hinsvegar markahæstur maðurinn í þessari undankeppni Suður-Ameríku riðilsins með 10 mörk. Lionel Messi skoraði sjö mörk eins og Sílemaðurinn Alexis Sánchez og Ekvadormaðurinn Felipe Caicedo. #Messi and @LuisSuarez9 became the first players to breach the 20-goal mark in #CONMEBOL qualifiers history. #WCQhttps://t.co/xZJ4MJ05qh — Sportstar (@sportstarweb) October 11, 2017Lionel Messi og Luis Suarez.Vísir/GettyLionel Messi og Luis Suarez.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira