Messi náði metinu en Suarez var fljótur að ná honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 10:30 Lionel Messi og Luis Suarez. Vísir/Getty Liðsfélagarnir hjá Barcelona, Lionel Messi og Luis Suarez, deila nú metinu yfir flest skoruð mörk í Suður-Ameríku hluta undankeppni HM í fótbolta. Barcelona-stjörnurnar mæta brosandi aftur til Katalóníu enda búnir að tryggja sínum þjóðum sæti á HM auk þess að næla sér í eitt met í leiðinni. Lionel Messi byrjaði á því að bæta markametið með því að skora þrennu í 3-1 sigri Argentínumanna á Ekvador en Luis Suarez jafnaði við hann með því að skora tvisvar í seinni hálfleik í 4-2 sigri Úrúgvæ á Bólivíu. Þeir félagar hafa nú báðir skorað 21 mark í undankeppni HM. Argentínumaðurinn Hernan Crespo átti áður metið (19 mörk) en Luis Suarez náði honum þegar hann skoraði sitt nítjánda mark fyrir ári síðan.21 - Luis #Suárez and Lionel #Messi are now the historical joint-top scorers in South American WC Qualifiers history. Brothers. pic.twitter.com/Uwl5YjLDJd — OptaJavier (@OptaJavier) October 11, 2017 Það gekk hinsvegar ekkert hjá Suarez að komast einn í efsta sætið enda var hann ekki búinn að skora í undankeppninni síðan í október 2016. Messi stakk sér síðan framúr þeim báðum þegar hann kom til bjargar eftir að Argentína lenti 1-0 undir í nótt í leik upp á líf eða dauða fyrir HM-drauma argentínsku þjóðarinnar. Þrenna Messi reddaði málunum og Argentína verður með okkur Íslendingum á HM næsta sumar. Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani var hinsvegar markahæstur maðurinn í þessari undankeppni Suður-Ameríku riðilsins með 10 mörk. Lionel Messi skoraði sjö mörk eins og Sílemaðurinn Alexis Sánchez og Ekvadormaðurinn Felipe Caicedo. #Messi and @LuisSuarez9 became the first players to breach the 20-goal mark in #CONMEBOL qualifiers history. #WCQhttps://t.co/xZJ4MJ05qh — Sportstar (@sportstarweb) October 11, 2017Lionel Messi og Luis Suarez.Vísir/GettyLionel Messi og Luis Suarez.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Liðsfélagarnir hjá Barcelona, Lionel Messi og Luis Suarez, deila nú metinu yfir flest skoruð mörk í Suður-Ameríku hluta undankeppni HM í fótbolta. Barcelona-stjörnurnar mæta brosandi aftur til Katalóníu enda búnir að tryggja sínum þjóðum sæti á HM auk þess að næla sér í eitt met í leiðinni. Lionel Messi byrjaði á því að bæta markametið með því að skora þrennu í 3-1 sigri Argentínumanna á Ekvador en Luis Suarez jafnaði við hann með því að skora tvisvar í seinni hálfleik í 4-2 sigri Úrúgvæ á Bólivíu. Þeir félagar hafa nú báðir skorað 21 mark í undankeppni HM. Argentínumaðurinn Hernan Crespo átti áður metið (19 mörk) en Luis Suarez náði honum þegar hann skoraði sitt nítjánda mark fyrir ári síðan.21 - Luis #Suárez and Lionel #Messi are now the historical joint-top scorers in South American WC Qualifiers history. Brothers. pic.twitter.com/Uwl5YjLDJd — OptaJavier (@OptaJavier) October 11, 2017 Það gekk hinsvegar ekkert hjá Suarez að komast einn í efsta sætið enda var hann ekki búinn að skora í undankeppninni síðan í október 2016. Messi stakk sér síðan framúr þeim báðum þegar hann kom til bjargar eftir að Argentína lenti 1-0 undir í nótt í leik upp á líf eða dauða fyrir HM-drauma argentínsku þjóðarinnar. Þrenna Messi reddaði málunum og Argentína verður með okkur Íslendingum á HM næsta sumar. Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani var hinsvegar markahæstur maðurinn í þessari undankeppni Suður-Ameríku riðilsins með 10 mörk. Lionel Messi skoraði sjö mörk eins og Sílemaðurinn Alexis Sánchez og Ekvadormaðurinn Felipe Caicedo. #Messi and @LuisSuarez9 became the first players to breach the 20-goal mark in #CONMEBOL qualifiers history. #WCQhttps://t.co/xZJ4MJ05qh — Sportstar (@sportstarweb) October 11, 2017Lionel Messi og Luis Suarez.Vísir/GettyLionel Messi og Luis Suarez.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira