Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2017 11:30 Vatnavextir í Suðursveit ollu miklum skemmdum á Steinavatnabrúnni þannig að þjóðvegurinn fór í sundur. Landhelgisgæslan/Teitur Gunnarsson Tjón af völdum flóða á austanverðu landinu síðustu mánuði nema á þriðja hundrað milljóna króna. Loftslagslíkön benda til þess að úrkoma eflist eftir því sem líður á öldina, ekki síst á svæðum sem eru úrkomusöm fyrir. Vegagerðin hefur undanfarin ár byrjað að hanna umferðarmannvirki fyrir stærri flóð en áður. Mikil úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum í seinni hluta september olli flóðum og aurskriðum sem urðu meðal annars til þess að fé drukknaði á túnum og kaffærðist í aur. Mesta tjónið varð hins vegar þegar brúin yfir Steinavötn í Suðursveit skemmdist verulega í vatnavöxtunum svo reisa þurfti nýja bráðabirgðabrú. Samkvæmt upplýsingum Viðlagatryggingar Íslands er áætlað að tjónið sem þær muni bæta nemi um 200 milljónum króna, fyrst og fremst vegna brúarinnar. Ekki verður þú fullljóst hversu tjónið er mikið fyrr en lokið verður við að reka fé af fjöllum. Fyrr í sumar varð um þrjátíu milljón króna tjón á Seyðisfirði og Eskifirði í vatnavöxtum í úrhellisrigningu þar.Rignir meira þegar á annað borð rignir Þó að úrkoman fyrir austan hafi verið veruleg var hún ekki sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Vísbendingar eru aftur á móti til um að úrkomuákafinn muni fara vaxandi eftir því sem líður á öldina. Ein afleiðing hnattrænnar hlýnunar er aukin úrkoma, bæði í heildina og í einstökum úrkomuatburðum. Þessi forspá byggist á þeirri einföldu eðlisfræði að hlýtt loft getur tekið í sig meiri raka en svalara og uppgufun úr höfunum eykst eftir því sem þau hlýna. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi frá 2008 kom þannig fram að gert séð ráð fyrir 0,4-0,8% aukningu í úrkomu á áratug. Spáð sé 2-3% aukningu úrkomu fyrir hverja gráðu sem hiti hækkar.Hlíðarendaá á Eskifirði breyttist í brúnleitt stórfljót í rigningum þar í júní.Snorri AðalsteinssonÚrkomunni gæti hins vegar verið misskipt. Þannig gera líkön ráð fyrir að þurr svæði gætu orðið enn skorpnari en blaut svæði enn votviðrasamari. „Almennt má segja að þau svæði þar sem rignir mikið, þá getur rignt meira. Það er í raun og veru aðalatriðið í þessu. Almennt hafa menn áhyggjur af því að samfara loftslagsbreytingum muni rigna meira á þeim svæðum þar sem þegar rignir mikið og að það verði aukin tíðni atburða með aftakaúrkomu,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna Veðurstofunnar, tekur í sama streng. Á breiddargráðum Íslands sé því spáð að í flestum úrkomuflokkum rigni meira í framtíðinni, jafnvel þó að þurrkadögum geti fjölgað á sama tíma. „Það sem gerist þá er að þegar rignir á annað borð rignir meira,“ segir hann.Vísbendingar frá Noregi geta haft gildi á Íslandi Veruleg óvissa leikur hins vegar á hvernig þróunin verður nákvæmlega hér á landi næstu áratugina og út öldina. Vísbendingarnar fram að þessu eru ekki afgerandi. Þannig segir Halldór að þó að úrkomuákefð hafi þokast upp á við á Íslandi sé aukningin varla marktæk. Lega Íslands í norðanverðu Atlantshafi nærri meginskilum heits lofts í suðri og svalara í norðri þar sem lægðir myndast á færibandi þýðir að mikla sveiflur geta verið í úrkomu hér sem gerir erfiðara að greina leitni í henni. Þó að óvissan sé mikil bendir Einar á rannsóknir sem Norðmenn hafa gert á þróun úrkomu í Vestur-Noregi. Niðurstöður þeirra voru að heildarúrkoma muni aukast töluvert og að auknar líkur séu á aftakaúrkomuatburðum. Einar segir að úrkoma í Vestur-Noregi og suðaustan – og austanverðu Íslandi fylgist að. Þannig gætu niðurstöður Norðmanna haft gildi fyrir spár um þróun hér á landi.Suðausturland er eitt úrkomusamasta svæði landsins enda liggur það í vegi helstu úrkomuátta á Íslandi. Loftslagslíkön benda til að úrkoma aukist á votviðrasömum svæðum á þessari öld.LoftmyndirSmíða brýr fyrir stærri flóð en áður Þegar rætt er um Austur-Skaftafellssýslu og Suðausturland í þessu samhengi horfa menn frekar til stórra úrkomuatburða en aukningar ársúrkomu. Þrátt fyrir að merkin um aukna úrkomu á Íslandi fram að þessu séu ekki afgerandi hefur Vegagerðin þokast í átt að því að gera ráð fyrir kröftugari flóðum við hönnun á mannvirkjum eins og brúm. Þannig segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, að stofnunin hafi notað svonefnd fimmtíu ára flóð sem viðmið fyrir hönnun brúa og hversu miklu vatni þær geta hleypt undir sig. Fimmtíu ára flóð þýðir að 2% líkur eru á að flóð af þeirri stærðargráðu verði á tilteknu ári. Undanfarin ári hafi Vegagerðin hins vegar byrjað að miðað við hundrað ára flóð. Ekki er óalgengt að hundrað ára flóð séu um 10% stærri en flóð með 50 ára endurkomutíma. Það þýðir í reynd að brýrnar þurfi að flytja um 10% meira vatn og þar með þurfa þær að vera lengri en áður.Flóðin fyrir austan í síðasta mánuði voru stærri en svonefnd 50 ára flóð. Vegagerðin er farin að miða við 100 ára flóð við hönnun brúa á landinu.Íris Ragnarsdóttir PedersenEkki byrjað að hafa spár til hliðsjónarErlendis hefur verið rætt um að ekki stoði lengur að miða við söguleg gögn um veðurfar og náttúruhamfarir þegar mannvirki eru hönnuð heldur þurfi að líta til loftslagslíkana um hvaða aðstæður verði ríkjandi í framtíðinni. Útreikningar Vegagerðarinnar á endurkomutíma flóðanna byggjast hins vegar á sögulegum gögnum en ekki spám um úrkomu í framtíðinni. Guðmundur Valur bendir aftur á móti á að endurkomutímar flóða séu reglulega reiknaðir út upp á nýtt. Þeir útreikningar endurspegli þróunina enda séu þeir uppfærðir með nýjum gögnum. „Eftir því sem fleiri punktar koma inn í mæliröðina eins og úrkomutopparnir núna verða tímaraðirnar metnar upp á nýtt sem gefur nýtt mat á endurkomutíma flóða. Til dæmis ef mörg hágildi myndu mælast undanfarin fimm ár mun það koma inn á nýtt mat á fimmtíu ára flóðinu“ segir hann. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Aflýsa almannavarnaástandi á Austurlandi Dregið hefur úr vatnavöxtum og almenn skriðuhætta er talin liðin hjá, að mati almannavarna. 2. október 2017 18:02 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Tjón af völdum flóða á austanverðu landinu síðustu mánuði nema á þriðja hundrað milljóna króna. Loftslagslíkön benda til þess að úrkoma eflist eftir því sem líður á öldina, ekki síst á svæðum sem eru úrkomusöm fyrir. Vegagerðin hefur undanfarin ár byrjað að hanna umferðarmannvirki fyrir stærri flóð en áður. Mikil úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum í seinni hluta september olli flóðum og aurskriðum sem urðu meðal annars til þess að fé drukknaði á túnum og kaffærðist í aur. Mesta tjónið varð hins vegar þegar brúin yfir Steinavötn í Suðursveit skemmdist verulega í vatnavöxtunum svo reisa þurfti nýja bráðabirgðabrú. Samkvæmt upplýsingum Viðlagatryggingar Íslands er áætlað að tjónið sem þær muni bæta nemi um 200 milljónum króna, fyrst og fremst vegna brúarinnar. Ekki verður þú fullljóst hversu tjónið er mikið fyrr en lokið verður við að reka fé af fjöllum. Fyrr í sumar varð um þrjátíu milljón króna tjón á Seyðisfirði og Eskifirði í vatnavöxtum í úrhellisrigningu þar.Rignir meira þegar á annað borð rignir Þó að úrkoman fyrir austan hafi verið veruleg var hún ekki sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Vísbendingar eru aftur á móti til um að úrkomuákafinn muni fara vaxandi eftir því sem líður á öldina. Ein afleiðing hnattrænnar hlýnunar er aukin úrkoma, bæði í heildina og í einstökum úrkomuatburðum. Þessi forspá byggist á þeirri einföldu eðlisfræði að hlýtt loft getur tekið í sig meiri raka en svalara og uppgufun úr höfunum eykst eftir því sem þau hlýna. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi frá 2008 kom þannig fram að gert séð ráð fyrir 0,4-0,8% aukningu í úrkomu á áratug. Spáð sé 2-3% aukningu úrkomu fyrir hverja gráðu sem hiti hækkar.Hlíðarendaá á Eskifirði breyttist í brúnleitt stórfljót í rigningum þar í júní.Snorri AðalsteinssonÚrkomunni gæti hins vegar verið misskipt. Þannig gera líkön ráð fyrir að þurr svæði gætu orðið enn skorpnari en blaut svæði enn votviðrasamari. „Almennt má segja að þau svæði þar sem rignir mikið, þá getur rignt meira. Það er í raun og veru aðalatriðið í þessu. Almennt hafa menn áhyggjur af því að samfara loftslagsbreytingum muni rigna meira á þeim svæðum þar sem þegar rignir mikið og að það verði aukin tíðni atburða með aftakaúrkomu,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna Veðurstofunnar, tekur í sama streng. Á breiddargráðum Íslands sé því spáð að í flestum úrkomuflokkum rigni meira í framtíðinni, jafnvel þó að þurrkadögum geti fjölgað á sama tíma. „Það sem gerist þá er að þegar rignir á annað borð rignir meira,“ segir hann.Vísbendingar frá Noregi geta haft gildi á Íslandi Veruleg óvissa leikur hins vegar á hvernig þróunin verður nákvæmlega hér á landi næstu áratugina og út öldina. Vísbendingarnar fram að þessu eru ekki afgerandi. Þannig segir Halldór að þó að úrkomuákefð hafi þokast upp á við á Íslandi sé aukningin varla marktæk. Lega Íslands í norðanverðu Atlantshafi nærri meginskilum heits lofts í suðri og svalara í norðri þar sem lægðir myndast á færibandi þýðir að mikla sveiflur geta verið í úrkomu hér sem gerir erfiðara að greina leitni í henni. Þó að óvissan sé mikil bendir Einar á rannsóknir sem Norðmenn hafa gert á þróun úrkomu í Vestur-Noregi. Niðurstöður þeirra voru að heildarúrkoma muni aukast töluvert og að auknar líkur séu á aftakaúrkomuatburðum. Einar segir að úrkoma í Vestur-Noregi og suðaustan – og austanverðu Íslandi fylgist að. Þannig gætu niðurstöður Norðmanna haft gildi fyrir spár um þróun hér á landi.Suðausturland er eitt úrkomusamasta svæði landsins enda liggur það í vegi helstu úrkomuátta á Íslandi. Loftslagslíkön benda til að úrkoma aukist á votviðrasömum svæðum á þessari öld.LoftmyndirSmíða brýr fyrir stærri flóð en áður Þegar rætt er um Austur-Skaftafellssýslu og Suðausturland í þessu samhengi horfa menn frekar til stórra úrkomuatburða en aukningar ársúrkomu. Þrátt fyrir að merkin um aukna úrkomu á Íslandi fram að þessu séu ekki afgerandi hefur Vegagerðin þokast í átt að því að gera ráð fyrir kröftugari flóðum við hönnun á mannvirkjum eins og brúm. Þannig segir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, að stofnunin hafi notað svonefnd fimmtíu ára flóð sem viðmið fyrir hönnun brúa og hversu miklu vatni þær geta hleypt undir sig. Fimmtíu ára flóð þýðir að 2% líkur eru á að flóð af þeirri stærðargráðu verði á tilteknu ári. Undanfarin ári hafi Vegagerðin hins vegar byrjað að miðað við hundrað ára flóð. Ekki er óalgengt að hundrað ára flóð séu um 10% stærri en flóð með 50 ára endurkomutíma. Það þýðir í reynd að brýrnar þurfi að flytja um 10% meira vatn og þar með þurfa þær að vera lengri en áður.Flóðin fyrir austan í síðasta mánuði voru stærri en svonefnd 50 ára flóð. Vegagerðin er farin að miða við 100 ára flóð við hönnun brúa á landinu.Íris Ragnarsdóttir PedersenEkki byrjað að hafa spár til hliðsjónarErlendis hefur verið rætt um að ekki stoði lengur að miða við söguleg gögn um veðurfar og náttúruhamfarir þegar mannvirki eru hönnuð heldur þurfi að líta til loftslagslíkana um hvaða aðstæður verði ríkjandi í framtíðinni. Útreikningar Vegagerðarinnar á endurkomutíma flóðanna byggjast hins vegar á sögulegum gögnum en ekki spám um úrkomu í framtíðinni. Guðmundur Valur bendir aftur á móti á að endurkomutímar flóða séu reglulega reiknaðir út upp á nýtt. Þeir útreikningar endurspegli þróunina enda séu þeir uppfærðir með nýjum gögnum. „Eftir því sem fleiri punktar koma inn í mæliröðina eins og úrkomutopparnir núna verða tímaraðirnar metnar upp á nýtt sem gefur nýtt mat á endurkomutíma flóða. Til dæmis ef mörg hágildi myndu mælast undanfarin fimm ár mun það koma inn á nýtt mat á fimmtíu ára flóðinu“ segir hann.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Aflýsa almannavarnaástandi á Austurlandi Dregið hefur úr vatnavöxtum og almenn skriðuhætta er talin liðin hjá, að mati almannavarna. 2. október 2017 18:02 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú. 29. september 2017 09:57
Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40
Aflýsa almannavarnaástandi á Austurlandi Dregið hefur úr vatnavöxtum og almenn skriðuhætta er talin liðin hjá, að mati almannavarna. 2. október 2017 18:02
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent