Lést eftir að hafa kastað sér úr leigubíl á ferð Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2017 14:30 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir Kínverskur karlmaður lést af áverkum sínum eftir að hafa farið út úr leigubifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi 28. ágúst síðastliðins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést þriðja september síðastliðinn á Landspítalanum. „Hann virðist hafa kastað sér út úr bílnum og ferð og skollið svona illa í götuna,“ segir Jóhannes Jensson hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins. Jóhannes segir manninn hafa hlotið mikla höfuðáverka þegar hann skall í götunni. Hann segir ekki grun um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Haft var samband við aðstandendur mannsins sem komu til hingað til lands vegna málsins. Rannsókn málsins sé á lokastigi en ekki hafi fengist almennileg skýring á því hvers vegna maðurinn kaus að fara úr bílnum á ferð. Búið sé að yfirheyra leigubílstjórann og vegfarendur sem komu að manninum eftir að hann hafði skollið í götunni. Jóhannes segir kínverska ferðamanninn hafa verið á leiðinni á Ásbrú. Þegar þangað var komið virkaði greiðslukort hans ekki og því tókst honum ekki að greiða fyrir farið. „Leigubílstjórinn ákvað að reyna einhverjar aðrar leiðir til að láta þetta ganga. En við erum ekki með neinar upplýsingar frá þeim slasaða hvers vegna nákvæmlega þetta gerist,“ segir Jóhannes. Leigubílstjórinn hafi því ekið af stað með kínverska ferðamanninn enn í bílnum. Þegar leigubílstjórinn hafði ekið skamma vegalengd hafi farþeginn farið úr bílnum á ferð með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hafi komið upp ágreiningur á milli mannanna að sögn Jóhannesar. Jóhannes segir bílinn ekki hafa verið á miklum hraða, á bilinu 40 til 50 kílómetra hraða á klukkustund á götu í íbúðarhverfi. Hann segir að kínverski ferðamaðurinn hafi ekki dvalið lengi hér á landi áður en þetta átti sér stað. „Og hann var á leið aftur frá landinu.“ Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
Kínverskur karlmaður lést af áverkum sínum eftir að hafa farið út úr leigubifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ að kvöldi 28. ágúst síðastliðins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann lést þriðja september síðastliðinn á Landspítalanum. „Hann virðist hafa kastað sér út úr bílnum og ferð og skollið svona illa í götuna,“ segir Jóhannes Jensson hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins. Jóhannes segir manninn hafa hlotið mikla höfuðáverka þegar hann skall í götunni. Hann segir ekki grun um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Haft var samband við aðstandendur mannsins sem komu til hingað til lands vegna málsins. Rannsókn málsins sé á lokastigi en ekki hafi fengist almennileg skýring á því hvers vegna maðurinn kaus að fara úr bílnum á ferð. Búið sé að yfirheyra leigubílstjórann og vegfarendur sem komu að manninum eftir að hann hafði skollið í götunni. Jóhannes segir kínverska ferðamanninn hafa verið á leiðinni á Ásbrú. Þegar þangað var komið virkaði greiðslukort hans ekki og því tókst honum ekki að greiða fyrir farið. „Leigubílstjórinn ákvað að reyna einhverjar aðrar leiðir til að láta þetta ganga. En við erum ekki með neinar upplýsingar frá þeim slasaða hvers vegna nákvæmlega þetta gerist,“ segir Jóhannes. Leigubílstjórinn hafi því ekið af stað með kínverska ferðamanninn enn í bílnum. Þegar leigubílstjórinn hafði ekið skamma vegalengd hafi farþeginn farið úr bílnum á ferð með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hafi komið upp ágreiningur á milli mannanna að sögn Jóhannesar. Jóhannes segir bílinn ekki hafa verið á miklum hraða, á bilinu 40 til 50 kílómetra hraða á klukkustund á götu í íbúðarhverfi. Hann segir að kínverski ferðamaðurinn hafi ekki dvalið lengi hér á landi áður en þetta átti sér stað. „Og hann var á leið aftur frá landinu.“
Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa fallið út úr leigubíl á ferð í Reykjanesbæ Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum. 1. september 2017 12:20