Domino´s Körfuboltakvöld: Elín Sóley best og þessar eru líka í liði 2. umferðar hjá stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 15:34 Þriðja umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en önnur umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að þriðja umferðin fer fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Það komu tvær til greina sem leikmenn umferðarinnar að þessu sinni og þær eru að sjálfsögðu báðar í úrvalsliðnu. Valur og Snæfell unnu bæði frábæra sigra á erfiðum útivöllum í 2. umferðinni og þar fóru þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir hjá Val og Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli á kostum.Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var frábær í 93-85 sigri Vals á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Þessi nítján ára miðherji skilaði 41 framlagsstigi í hús en hún var með 27 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolar og 2 varin skot. Valsliðið vann þær 30 mínútur sem hún spilaði með 22 stigum. Elín Sóley hitti úr 60 prósent skota utan af velli (9 af 15) og 90 prósent skota sinna af vítalínunni (9 af 10).Kristen Denise McCarthy eða Kristen Gunnarsdóttir eins og hún vill láta kalla sig núna átti einnig magnaðan leik þegar Snæfell vann 84-73 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Kristen skilaði 52 framlagsstigum í hús en hún var með 53 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Kristen hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Elín Sóley fær útnefninguna sem besti leikmaður 2. umferðar Domino´s deildar kvenna að mati Domino´s Körfuboltakvöldi.Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, er besti þjálfari annarrar umferðar en hann var líka valinn sá besti í fyrstu umferðinni. Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiðabliki og Rebekka Rán Karlsdóttir í Snæfelli.Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri Snæfells í Borgarnesi.Sóllilja Bjarnadóttir var með 22 stig og 67 prósent skotnýtingu fyrir nýliða Breiðabliks á móti Stjörnunni.Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot í sigri Hauka á Njarðvík. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Þriðja umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en önnur umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að þriðja umferðin fer fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Það komu tvær til greina sem leikmenn umferðarinnar að þessu sinni og þær eru að sjálfsögðu báðar í úrvalsliðnu. Valur og Snæfell unnu bæði frábæra sigra á erfiðum útivöllum í 2. umferðinni og þar fóru þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir hjá Val og Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli á kostum.Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var frábær í 93-85 sigri Vals á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Þessi nítján ára miðherji skilaði 41 framlagsstigi í hús en hún var með 27 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolar og 2 varin skot. Valsliðið vann þær 30 mínútur sem hún spilaði með 22 stigum. Elín Sóley hitti úr 60 prósent skota utan af velli (9 af 15) og 90 prósent skota sinna af vítalínunni (9 af 10).Kristen Denise McCarthy eða Kristen Gunnarsdóttir eins og hún vill láta kalla sig núna átti einnig magnaðan leik þegar Snæfell vann 84-73 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Kristen skilaði 52 framlagsstigum í hús en hún var með 53 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Kristen hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Elín Sóley fær útnefninguna sem besti leikmaður 2. umferðar Domino´s deildar kvenna að mati Domino´s Körfuboltakvöldi.Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, er besti þjálfari annarrar umferðar en hann var líka valinn sá besti í fyrstu umferðinni. Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiðabliki og Rebekka Rán Karlsdóttir í Snæfelli.Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri Snæfells í Borgarnesi.Sóllilja Bjarnadóttir var með 22 stig og 67 prósent skotnýtingu fyrir nýliða Breiðabliks á móti Stjörnunni.Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot í sigri Hauka á Njarðvík.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira