Laugardalur til lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fimm heimaleikjum Íslands. vísir/ernir Á Ísland besta heimavöll í heimi? Tölurnar á síðustu mánuðum koma Laugardalnum örugglega inn í þá umræðu enda hefur ekki eitt einasta stig tapast í Laugardal síðustu misseri. Körfuboltalandsliðið komst inn á Eurobasket í Helsinki í haust, handboltalandsliðið er komið inn á EM í Króatíu í janúar og fótboltalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn á mánudagskvöldið. Öll liðin voru þarna að tryggja sig inn á sitt annað stórmót í röð.grafík/fréttablaðiðLykillinn hjá öllum þessum þremur landsliðum var óaðfinnanlegur árangur á heimavelli í undankeppninni. Eitt misstig í heimaleik hefði nægt hjá öllum liðunum þremur til að koma í veg fyrir að þau kæmust inn á fyrrnefnd stórmót. Það eru hinsvegar engin víxlspor eða fótaskortur hjá strákunum okkar þegar þeir spila í Laugardalnum þessa dagana. Íslensku landsliðin þrjú hafa nú unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða alla leiki síðan að handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá þeim tíma hefur fótboltalandsliðið unnið fimm leiki, handboltalandsliðið fjóra leiki og körfuboltalandsliðið þrjá leiki.grafík/fréttablaðiðÍslensku liðin hafa ekki tapað heimaleik í undankeppni stórmóts síðan körfuboltalandsliðið tapaði fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst 2014 en svo skemmtilega vill til að strákarnir fögnuð eftir þann leik. Íslenska liðið tryggði sér nefnilega sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með því að ná „góðum“ úrslitum. Eftir þennan undarlega leik í Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014 hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu leiki í röð í undankeppnum stórmóta án þess að tapa. Liðin hafa unnið 18 af leikjunum 20 eða alla nema tvo jafnteflisleiki fótboltalandsliðsins haustið 2015 þegar sæti á EM í Frakklandi var tryggt.grafík/fréttablaðiðFótboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli síðan í júní 2013 og handboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni síðan í júní 2006 Það er mikil þörf fyrir betri aðstöðu fyrir landsliðin okkar í Laugardalnum og margir sjá nýja fjölnota íþróttahöll í hillingum. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að lukkan er með landsliðunum þessi misserin bæði á Laugardalsvelli sem og í Laugardalshöllinni.grafík/fréttablaðið EM 2017 í Finnlandi EM 2018 í handbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Á Ísland besta heimavöll í heimi? Tölurnar á síðustu mánuðum koma Laugardalnum örugglega inn í þá umræðu enda hefur ekki eitt einasta stig tapast í Laugardal síðustu misseri. Körfuboltalandsliðið komst inn á Eurobasket í Helsinki í haust, handboltalandsliðið er komið inn á EM í Króatíu í janúar og fótboltalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn á mánudagskvöldið. Öll liðin voru þarna að tryggja sig inn á sitt annað stórmót í röð.grafík/fréttablaðiðLykillinn hjá öllum þessum þremur landsliðum var óaðfinnanlegur árangur á heimavelli í undankeppninni. Eitt misstig í heimaleik hefði nægt hjá öllum liðunum þremur til að koma í veg fyrir að þau kæmust inn á fyrrnefnd stórmót. Það eru hinsvegar engin víxlspor eða fótaskortur hjá strákunum okkar þegar þeir spila í Laugardalnum þessa dagana. Íslensku landsliðin þrjú hafa nú unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða alla leiki síðan að handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá þeim tíma hefur fótboltalandsliðið unnið fimm leiki, handboltalandsliðið fjóra leiki og körfuboltalandsliðið þrjá leiki.grafík/fréttablaðiðÍslensku liðin hafa ekki tapað heimaleik í undankeppni stórmóts síðan körfuboltalandsliðið tapaði fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst 2014 en svo skemmtilega vill til að strákarnir fögnuð eftir þann leik. Íslenska liðið tryggði sér nefnilega sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með því að ná „góðum“ úrslitum. Eftir þennan undarlega leik í Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014 hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu leiki í röð í undankeppnum stórmóta án þess að tapa. Liðin hafa unnið 18 af leikjunum 20 eða alla nema tvo jafnteflisleiki fótboltalandsliðsins haustið 2015 þegar sæti á EM í Frakklandi var tryggt.grafík/fréttablaðiðFótboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli síðan í júní 2013 og handboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni síðan í júní 2006 Það er mikil þörf fyrir betri aðstöðu fyrir landsliðin okkar í Laugardalnum og margir sjá nýja fjölnota íþróttahöll í hillingum. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að lukkan er með landsliðunum þessi misserin bæði á Laugardalsvelli sem og í Laugardalshöllinni.grafík/fréttablaðið
EM 2017 í Finnlandi EM 2018 í handbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira