Laugardalur til lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fimm heimaleikjum Íslands. vísir/ernir Á Ísland besta heimavöll í heimi? Tölurnar á síðustu mánuðum koma Laugardalnum örugglega inn í þá umræðu enda hefur ekki eitt einasta stig tapast í Laugardal síðustu misseri. Körfuboltalandsliðið komst inn á Eurobasket í Helsinki í haust, handboltalandsliðið er komið inn á EM í Króatíu í janúar og fótboltalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn á mánudagskvöldið. Öll liðin voru þarna að tryggja sig inn á sitt annað stórmót í röð.grafík/fréttablaðiðLykillinn hjá öllum þessum þremur landsliðum var óaðfinnanlegur árangur á heimavelli í undankeppninni. Eitt misstig í heimaleik hefði nægt hjá öllum liðunum þremur til að koma í veg fyrir að þau kæmust inn á fyrrnefnd stórmót. Það eru hinsvegar engin víxlspor eða fótaskortur hjá strákunum okkar þegar þeir spila í Laugardalnum þessa dagana. Íslensku landsliðin þrjú hafa nú unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða alla leiki síðan að handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá þeim tíma hefur fótboltalandsliðið unnið fimm leiki, handboltalandsliðið fjóra leiki og körfuboltalandsliðið þrjá leiki.grafík/fréttablaðiðÍslensku liðin hafa ekki tapað heimaleik í undankeppni stórmóts síðan körfuboltalandsliðið tapaði fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst 2014 en svo skemmtilega vill til að strákarnir fögnuð eftir þann leik. Íslenska liðið tryggði sér nefnilega sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með því að ná „góðum“ úrslitum. Eftir þennan undarlega leik í Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014 hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu leiki í röð í undankeppnum stórmóta án þess að tapa. Liðin hafa unnið 18 af leikjunum 20 eða alla nema tvo jafnteflisleiki fótboltalandsliðsins haustið 2015 þegar sæti á EM í Frakklandi var tryggt.grafík/fréttablaðiðFótboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli síðan í júní 2013 og handboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni síðan í júní 2006 Það er mikil þörf fyrir betri aðstöðu fyrir landsliðin okkar í Laugardalnum og margir sjá nýja fjölnota íþróttahöll í hillingum. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að lukkan er með landsliðunum þessi misserin bæði á Laugardalsvelli sem og í Laugardalshöllinni.grafík/fréttablaðið EM 2017 í Finnlandi EM 2018 í handbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
Á Ísland besta heimavöll í heimi? Tölurnar á síðustu mánuðum koma Laugardalnum örugglega inn í þá umræðu enda hefur ekki eitt einasta stig tapast í Laugardal síðustu misseri. Körfuboltalandsliðið komst inn á Eurobasket í Helsinki í haust, handboltalandsliðið er komið inn á EM í Króatíu í janúar og fótboltalandsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn á mánudagskvöldið. Öll liðin voru þarna að tryggja sig inn á sitt annað stórmót í röð.grafík/fréttablaðiðLykillinn hjá öllum þessum þremur landsliðum var óaðfinnanlegur árangur á heimavelli í undankeppninni. Eitt misstig í heimaleik hefði nægt hjá öllum liðunum þremur til að koma í veg fyrir að þau kæmust inn á fyrrnefnd stórmót. Það eru hinsvegar engin víxlspor eða fótaskortur hjá strákunum okkar þegar þeir spila í Laugardalnum þessa dagana. Íslensku landsliðin þrjú hafa nú unnið tólf leiki í röð í Dalnum eða alla leiki síðan að handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Portúgal í umspili um sæti á HM í Frakklandi í júnímánuði 2016. Frá þeim tíma hefur fótboltalandsliðið unnið fimm leiki, handboltalandsliðið fjóra leiki og körfuboltalandsliðið þrjá leiki.grafík/fréttablaðiðÍslensku liðin hafa ekki tapað heimaleik í undankeppni stórmóts síðan körfuboltalandsliðið tapaði fyrir Bosníu-Hersegóvínu í lok ágúst 2014 en svo skemmtilega vill til að strákarnir fögnuð eftir þann leik. Íslenska liðið tryggði sér nefnilega sæti á Eurobasket í fyrsta sinn með því að ná „góðum“ úrslitum. Eftir þennan undarlega leik í Laugardalshöllinni 27. ágúst 2014 hafa landsliðin þrjú leikið tuttugu leiki í röð í undankeppnum stórmóta án þess að tapa. Liðin hafa unnið 18 af leikjunum 20 eða alla nema tvo jafnteflisleiki fótboltalandsliðsins haustið 2015 þegar sæti á EM í Frakklandi var tryggt.grafík/fréttablaðiðFótboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik á Laugardalsvelli síðan í júní 2013 og handboltalandsliðið hefur ekki tapað keppnisleik í Höllinni síðan í júní 2006 Það er mikil þörf fyrir betri aðstöðu fyrir landsliðin okkar í Laugardalnum og margir sjá nýja fjölnota íþróttahöll í hillingum. Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að lukkan er með landsliðunum þessi misserin bæði á Laugardalsvelli sem og í Laugardalshöllinni.grafík/fréttablaðið
EM 2017 í Finnlandi EM 2018 í handbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira