Sigrún Sjöfn: Skutum okkur í fótinn með því að byrja seint Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. október 2017 22:42 Sigrún skoraði 18 stig í leiknum í kvöld vísir/eyþór Svekkelsi skein af Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur eftir tap Skallagríms gegn Val í Valshöllinni í kvöld. „Við getum sjálfum okkur um kennt að leikurinn hafi þurft að vera svona jafn. Við byrjum hann alveg hræðilega, eins og flesta okkar leiki, þannig að niðurstaðan var eitt skot sem þær hittu úr og unnu okkur með þremur stigum.“Þristur undir lok leiks frá Guðbjörgu Sverrisdóttur skilaði Val 70-67 sigri, eftir að heimakonur voru 25-11 yfir eftir fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að aðeins sex leikmenn spili meira en tíu mínútur í leiknum vildi Sigrún ekki meina að þreyta skipti sköpum í spilamennsku liðsins. „Þreytan spilar alveg inn í, en maður er ekkert að hugsa um hvað maður er þreyttur í miðjum leik, maður er að reyna að hugsa um hvernig maður kemur helvítis tuðrunni ofan í körfuna og hvernig maður getur stoppað þær.“ „Maður getur eiginlega ekki leitt hugann að þreytu, þó að jú vissulega taki þetta á og á milli leikja er maður alveg uppgefinn. Eftir þrjá, fjóra, fimm, sex leiki í viðbót ætti maður að vera kominn í ágætis stand og geta spilað þetta.“ Hvað fannst Sigrúnu það helsta sem vantaði hjá sínu liði í dag? „Við byrjum leikinn bara skelfilega. Það er erfitt að greina leikinn svona stuttu eftir, en mér finnst upphafið á leikjunum alltaf skila sér í lokinn. Við byrjum skelfilega illa og þær komast í 12-1 eða eitthvað. Það er erfitt að vera alltaf að elta, svo loksins þegar við náum þeim þá fá þær eitt skot í lokin sem þær setja.“ „Við förum bara fullt á að laga þetta og skoða hluti sem við getum lagað. Eins og allir vita, og fólk er að skjóta á okkur fyrir, þá byrjuðum við seint og ætli við séum ekki bara að skjóta okkur í fótinn með það núna að vera ekki tilbúnar og ekki á þeim stað sem við viljum vera á á þessum tímapunkti.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Svekkelsi skein af Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur eftir tap Skallagríms gegn Val í Valshöllinni í kvöld. „Við getum sjálfum okkur um kennt að leikurinn hafi þurft að vera svona jafn. Við byrjum hann alveg hræðilega, eins og flesta okkar leiki, þannig að niðurstaðan var eitt skot sem þær hittu úr og unnu okkur með þremur stigum.“Þristur undir lok leiks frá Guðbjörgu Sverrisdóttur skilaði Val 70-67 sigri, eftir að heimakonur voru 25-11 yfir eftir fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að aðeins sex leikmenn spili meira en tíu mínútur í leiknum vildi Sigrún ekki meina að þreyta skipti sköpum í spilamennsku liðsins. „Þreytan spilar alveg inn í, en maður er ekkert að hugsa um hvað maður er þreyttur í miðjum leik, maður er að reyna að hugsa um hvernig maður kemur helvítis tuðrunni ofan í körfuna og hvernig maður getur stoppað þær.“ „Maður getur eiginlega ekki leitt hugann að þreytu, þó að jú vissulega taki þetta á og á milli leikja er maður alveg uppgefinn. Eftir þrjá, fjóra, fimm, sex leiki í viðbót ætti maður að vera kominn í ágætis stand og geta spilað þetta.“ Hvað fannst Sigrúnu það helsta sem vantaði hjá sínu liði í dag? „Við byrjum leikinn bara skelfilega. Það er erfitt að greina leikinn svona stuttu eftir, en mér finnst upphafið á leikjunum alltaf skila sér í lokinn. Við byrjum skelfilega illa og þær komast í 12-1 eða eitthvað. Það er erfitt að vera alltaf að elta, svo loksins þegar við náum þeim þá fá þær eitt skot í lokin sem þær setja.“ „Við förum bara fullt á að laga þetta og skoða hluti sem við getum lagað. Eins og allir vita, og fólk er að skjóta á okkur fyrir, þá byrjuðum við seint og ætli við séum ekki bara að skjóta okkur í fótinn með það núna að vera ekki tilbúnar og ekki á þeim stað sem við viljum vera á á þessum tímapunkti.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira