Framleiðslu Golf hætt í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 14:18 Volkswagen Golf hefur verið ein mest selda bílgerð heims í langan tíma. Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó. Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent
Volkswagen ætlar að hætta framleiðslu á Golf fólksbílnum í Mexíkó og flytja framleiðslu Golf algerlega til Evrópu. Í verksmiðjunni í Mexíkó verður í staðinn hafin framleiðsla á Volkswagen Tiguan í bæði 5 og 7 sæta útgáfum, sem og framleiðslu Jetta, en ný kynslóð hans verður kynnt til sögunnar á næsta ári. Sala Golf hefur minnkað til muna á síðustu árum í bæði S-Ameríku og N-Ameríku og er það líklega helsta ástæðan fyrir því að framleiðslunni þar verður hætt. En góð sala jepplinga á þessum markaðssvæðum, sem og í heiminum öllum, á örugglega líka þátt í þessum umskiptum í framleiðslunni í Puebla verksmiðju Volkswagen í Mexíkó.
Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent