Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2017 08:15 Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. Vísir „Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri. Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
„Ísland nötrar eftir að Guðni Th. Jóhannesson hefur opinberað leyniuppskrift sína sem hinn venjulegi Íslendingur er að nota til að þéna pening heima frá.“ Svona hefst frétt sem látin er líta út fyrir fyrir að hafa verið birt á viðskiptavef CNN í gær. Þegar betur að er gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk. Slóðin á fréttina sjálfa er allt önnur en hefðbundin slóð á viðskiptavef CNN og þá virðist greinarhöfundur ekki gera sér grein fyrir því að Guðni sé forseti Íslands. Auglýsingu með þar sem tengli á fréttina hefur verið dreift um netið en glöggur lesandi Vísis kom auga á auglýsinguna á vef Observer. Í falsfréttinni sem um ræðir er láti líta út fyrir að rætt hafi verið við Guðna þar sem hann opinberar hvernig meðaljónið geti hætt í vinnunni á 30 dögum og þénað allt að 350 dollara á dag að meðaltali með því að vinna heima frá sér. „Það er jafnvel hættulegt að tala um þetta vegna þess að hinn valdamikla elíta vill ekki að hinn venjulegi Íslendingur verði svona ríkur. Því ríkari sem almenningur er, þeim mun meira minnka völd þeirra. Þeir hata mig fyrir að deila þessu,“ er Guðni látinn segja. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er fréttin látin líta út fyrir að birtast á vef CNN Money og eru líkindin töluverð. Algjörlega óljóst er þó hver tilgangur falsfréttarinnar er þar sem að ef smellt er á myndbönd eða tengla þar sem boðað er að nánari upplýsingar um leyniaðferð Guðna megi finna, kemur villa upp.Fyrir áhugasama má sjá falsfréttina hér en líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða og eru lesendur því varaðir við að smella á tengilinn.Falsfréttin er til hægri, alvöru frétt á CNN til vinstri.
Forseti Íslands Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira