Telja Fjölnismessu ekki fara gegn siðareglum ÍSÍ Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. október 2017 12:20 Fjölnismessa fer fram í Grafarvogskirkju á sunnudag. Vísir „Það kemur beiðni frá kirkjunni um þetta mál. Það er engum skylt að mæta,“ segir Jón Karl Ólafsson, formaður Ungmennafélags Fjölnis, í samtali við Vísi um svokallaða Fjölnismessu sem fer fram í Grafarvogskirkju á sunnudag klukkan 11. Jón Karl segir Grafarvogskirkju hafa átt hugmyndina að þessari Fjölnismessu og ekki í fyrsta sinn sem það hefur verið gert.Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis.Einhverjir hafa bent á að þessi Fjölnismessa fari gegn siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sem Fjölnir tilheyrir. Í fjórðu grein þeirrar reglna kveður á um að hlutleysi í samskiptum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök sem og önnur sambönd eða hópa í samræmi við grundvallar hugsjónir íþróttahreyfingarinnar. Í fimmtu greininni er kveðið á um að ekki skuli misbjóða virðingu einstaklinga eða hópi einstaklinga þegar kemur að kynferði, þjóðerni, kynþætti, litarhafti, menningu, tungumáli, trúarbrögðum, kynhneigð og stjórnmálaskoðunum. Jón Karl segir stjórn Fjölnis hafa einmitt haft siðareglur ÍSÍ til hliðsjónar við ákvörðunina um að taka þátt í Fjölnismessu Grafarvogskirkju. Niðurstaðan sé sú að svo lengi sem Fjölnir sé hlutlaus gagnvart öllum þá stangist þessi messa ekki á við siðareglurnar að þeirra mati. „Við erum ekki að velja einn umfram annan. Við viljum gjarnan vinna með flestum. Við lítum á þetta sem forvarnarstarf að stunda íþróttir og viljum gjarnan koma því á framfæri á sem flestum stöðum,“ segir Jón Karl. Ef önnur trúfélög muni hafa samband við Fjölni verði svarið það sama, Fjölnir starfi með öllum sem vinna með ungu fólki til að leggja áherslu á forvarnargildi íþrótta. „Við erum hverfisfélag og viljum koma því á framfæri sem víðast að börn stundi íþróttir. Þannig að við erum fyrst og fremst þar á þeirri forsendu,“ segir Jón Karl. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
„Það kemur beiðni frá kirkjunni um þetta mál. Það er engum skylt að mæta,“ segir Jón Karl Ólafsson, formaður Ungmennafélags Fjölnis, í samtali við Vísi um svokallaða Fjölnismessu sem fer fram í Grafarvogskirkju á sunnudag klukkan 11. Jón Karl segir Grafarvogskirkju hafa átt hugmyndina að þessari Fjölnismessu og ekki í fyrsta sinn sem það hefur verið gert.Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis.Einhverjir hafa bent á að þessi Fjölnismessa fari gegn siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sem Fjölnir tilheyrir. Í fjórðu grein þeirrar reglna kveður á um að hlutleysi í samskiptum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök sem og önnur sambönd eða hópa í samræmi við grundvallar hugsjónir íþróttahreyfingarinnar. Í fimmtu greininni er kveðið á um að ekki skuli misbjóða virðingu einstaklinga eða hópi einstaklinga þegar kemur að kynferði, þjóðerni, kynþætti, litarhafti, menningu, tungumáli, trúarbrögðum, kynhneigð og stjórnmálaskoðunum. Jón Karl segir stjórn Fjölnis hafa einmitt haft siðareglur ÍSÍ til hliðsjónar við ákvörðunina um að taka þátt í Fjölnismessu Grafarvogskirkju. Niðurstaðan sé sú að svo lengi sem Fjölnir sé hlutlaus gagnvart öllum þá stangist þessi messa ekki á við siðareglurnar að þeirra mati. „Við erum ekki að velja einn umfram annan. Við viljum gjarnan vinna með flestum. Við lítum á þetta sem forvarnarstarf að stunda íþróttir og viljum gjarnan koma því á framfæri á sem flestum stöðum,“ segir Jón Karl. Ef önnur trúfélög muni hafa samband við Fjölni verði svarið það sama, Fjölnir starfi með öllum sem vinna með ungu fólki til að leggja áherslu á forvarnargildi íþrótta. „Við erum hverfisfélag og viljum koma því á framfæri sem víðast að börn stundi íþróttir. Þannig að við erum fyrst og fremst þar á þeirri forsendu,“ segir Jón Karl.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira