Sturgeon: Gætuð kennt okkur leiðina á HM í fótbolta Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. október 2017 06:00 Nicola Sturgeon bendir á að landfræðileg lega Skotlands sé þannig að norðurhluti landsins sé nær norðurslóðum en Lundúnum. Hún vill aukna samvinnu við ríkin sem tilheyra norðurslóðum. Vísir/Ernir Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, er önnur áhrifamesta kona Bretlands og ein af áhrifamestu konum heims, samkvæmt lista Forbes. Hún var stödd hér á landi í gær til þess að ávarpa Hringborð norðurslóða – Arctic Circle í annað sinn. Hún segir mikilvægt að Skotar dýpki samskiptin við Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og ríkin á Norðurslóðum almennt. „Ég er hérna að reyna að gera það.“ Þú ert hérna líka til að ræða viðskiptatækifæri milli Íslands og Skotlands. Hvar sérðu helstu tækifærin þar? „Ég held að það séu mörg tækifæri til þess að gera það. Margir Skotar heimsækja Ísland. Það er eitthvað sem menn höfðu ekki hugsað sér fyrir tíu árum. Eitt af þeim sviðum sem við höfum klárlega verið að horfa til að auka samstarf okkar á er ferðaþjónustan,“ segir Sturgeon. Hún bendir á að þegar hún kom hingað til lands í fyrra hafi skosk og íslensk ferðamálayfirvöld skrifað undir viljayfirlýsingu vegna ferðaþjónustunnar. „Við erum að fara að heimsækja flugfélagið WOW seinna í dag (í gær) og ræða við þá um hvernig þeir geti aukið ásýnd sína í Skotlandi. Matvæla- og drykkjarframleiðsla er mjög stór þáttur í okkar efnahagskerfi og ég held að það séu góð tækifæri þar til þess að styrkja tengslin milli ríkja okkar,“ segir Sturgeon og bætir við að samgönguþróunin hafi orðið til þess að Skotar og Íslendingar séu miklu nánari en ríkin hafa nokkurn tímann verið. Það skapi gríðarleg tækifæri. Sturgeon segir að áhuginn á Hringborði norðurslóða stafi að hluta til af landfræðilegri legu og bendir á að norðurhluti Skotlands sé nær norðurslóðum en Lundúnum. „Mörg af þeim málefnum sem hér eru rædd, loftslagsbreytingar svo augljóst dæmi sé tekið, eru málefni sem snerta Skota mjög mikið. Þannig að það er ýmislegt sem við getum lært hvert af öðru hérna.“ Sturgeon segir Skota að mörgu leyti vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Skotar hafi bæði sett stefnuna á að mæta þeim markmiðum sem sett hafi verið á alþjóðavettvangi og sett ný markmið sem séu á meðal þeirra framúrstefnulegustu í heiminum. „Það sem við erum að gera til að ná þessum markmiðum er mjög merkilegt. Skotland er leiðandi í heiminum í nýtingu endurnýjanlegrar orku. Helmingur raforkunnar sem við nýtum er endurnýtanleg orka,“ segir hún. Skotar séu með ýmis nýsköpunarverkefni í gangi til þess að auka endurnýjanlega orku og hafi mikið fram að færa. „En við getum líka lært mikið af ríkjum eins og Íslandi.“ Skotar efndu til þjóðaratkvæðagreiðslu um myndun sjálfstæðs ríkis hinn 19. september 2014. Því var hafnað með naumum meirihluta. Sturgeon hefur sagt að hún vilji láta fara fram aðra atkvæðagreiðslu þegar samningar hafa náðst um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Við einbeitum okkur núna að því að hafa eins mikil og góð áhrif á Brexit-viðræðurnar og við mögulega getum. Það er okkar afstaða, og ég held að það sé skynsamleg afstaða, að Brexit sé svo mikil grundvallarbreyting fyrir okkur að þegar við erum komin með skýrari mynd á það hvernig framtíðartengsl milli Bretlands og Evrópusambandsins verða, þá ættu Skotar að hafa tækifæri til þess að kjósa um hvort þeir vilji vera áfram hluti af Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Ákvörðun um nákvæmari tímasetningu um það verður tekin þegar við sjáum betur hvernig Brexit þróast.“ En þú talar samt fyrir því að Skotland verði áfram í Evrópusambandinu, hvers vegna? „Okkur dettur ekki í hug að Evrópusambandið sé fullkomið. Það er margt við Evrópusambandið sem mér gremst og mörgum gremst. En á heildina litið þá teljum við hag okkar betur borgið innan Evrópusambandsins, ekki bara í efnahagslegum skilningi heldur í víðtækari skilningi. Við teljum því framtíð okkar betur borgið innan Evrópusambandsins. Ef við metum aðstæður af einhverjum ástæðum þannig að við getum ekki verið í Evrópusambandinu þá myndum við samt vilja vera innan EES, og vera þá í svipuðum aðstæðum og Íslendingar. Vegna þess að mjög stór hluti af alþjóðlegum viðskiptum er innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þannig að það væri algjört lágmark.“ Hvað ráðleggur þú okkur Íslendingum að gera í þeirri stöðu sem við erum í? „Það er nú ekki mitt að ákveða. Ég á fullt í fangi með að horfa til framtíðar fyrir Skota. Eg held ég láti Íslendinga um að ákveða sína framtíð. En ég átti mörg samtöl um þessi mál þegar ég kom hingað á síðasta ári. Íslendingar sjá hag sínum greinilega betur borgið með því að vera í EES í stað þess að vera fullgildir aðilar að Evrópusambandinu,“ segir Sturgeon. Ólík ríki geti komist að ólíkri niðurstöðu en sá kostur sem Ísland valdi sé klárlega kostur sem Skotar myndu horfa til, ef þeir færu úr Evrópusambandinu. Gæti Ísland einhvern veginn hjálpað Skotum í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði? „Ég held að íslenskir stjórnmálamenn myndu líta svo á að það væri Skota að ákveða hvort ríkið verður sjálfstætt eða ekki. En að mörgu leyti, bæði á sviði efnahagsmála, tæknimála og félagslegra mála geta Skotar og Íslendingar unnið saman. Það er eitt og annað sem við getum lært af Íslendingum. Þið gætuð mögulega kennt okkur leiðina á HM í fótbolta,“ segir Sturgeon og hlær. Þú hittir Guðna forseta, hvað ætlið þið að ræða? „Ég ætla að ræða svipuð málefni og ég hef verið að ræða hérna í dag. Ég hitti forsetann þegar ég var hérna í fyrra og hlakka til að hitta hann aftur,“ segir Sturgeon. Þetta er í annað skipti sem hún kemur hingað til lands en í bæði skiptin hefur dagskráin verið þéttskipuð. Hún hefur áhuga á að koma aftur. „Ég myndi gjarnan vilja koma hingað aftur og fara í Bláa lónið. Ég hef ekki fengið tækifæri til þess.“ Birtist í Fréttablaðinu Hringborð norðurslóða Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, er önnur áhrifamesta kona Bretlands og ein af áhrifamestu konum heims, samkvæmt lista Forbes. Hún var stödd hér á landi í gær til þess að ávarpa Hringborð norðurslóða – Arctic Circle í annað sinn. Hún segir mikilvægt að Skotar dýpki samskiptin við Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin og ríkin á Norðurslóðum almennt. „Ég er hérna að reyna að gera það.“ Þú ert hérna líka til að ræða viðskiptatækifæri milli Íslands og Skotlands. Hvar sérðu helstu tækifærin þar? „Ég held að það séu mörg tækifæri til þess að gera það. Margir Skotar heimsækja Ísland. Það er eitthvað sem menn höfðu ekki hugsað sér fyrir tíu árum. Eitt af þeim sviðum sem við höfum klárlega verið að horfa til að auka samstarf okkar á er ferðaþjónustan,“ segir Sturgeon. Hún bendir á að þegar hún kom hingað til lands í fyrra hafi skosk og íslensk ferðamálayfirvöld skrifað undir viljayfirlýsingu vegna ferðaþjónustunnar. „Við erum að fara að heimsækja flugfélagið WOW seinna í dag (í gær) og ræða við þá um hvernig þeir geti aukið ásýnd sína í Skotlandi. Matvæla- og drykkjarframleiðsla er mjög stór þáttur í okkar efnahagskerfi og ég held að það séu góð tækifæri þar til þess að styrkja tengslin milli ríkja okkar,“ segir Sturgeon og bætir við að samgönguþróunin hafi orðið til þess að Skotar og Íslendingar séu miklu nánari en ríkin hafa nokkurn tímann verið. Það skapi gríðarleg tækifæri. Sturgeon segir að áhuginn á Hringborði norðurslóða stafi að hluta til af landfræðilegri legu og bendir á að norðurhluti Skotlands sé nær norðurslóðum en Lundúnum. „Mörg af þeim málefnum sem hér eru rædd, loftslagsbreytingar svo augljóst dæmi sé tekið, eru málefni sem snerta Skota mjög mikið. Þannig að það er ýmislegt sem við getum lært hvert af öðru hérna.“ Sturgeon segir Skota að mörgu leyti vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Skotar hafi bæði sett stefnuna á að mæta þeim markmiðum sem sett hafi verið á alþjóðavettvangi og sett ný markmið sem séu á meðal þeirra framúrstefnulegustu í heiminum. „Það sem við erum að gera til að ná þessum markmiðum er mjög merkilegt. Skotland er leiðandi í heiminum í nýtingu endurnýjanlegrar orku. Helmingur raforkunnar sem við nýtum er endurnýtanleg orka,“ segir hún. Skotar séu með ýmis nýsköpunarverkefni í gangi til þess að auka endurnýjanlega orku og hafi mikið fram að færa. „En við getum líka lært mikið af ríkjum eins og Íslandi.“ Skotar efndu til þjóðaratkvæðagreiðslu um myndun sjálfstæðs ríkis hinn 19. september 2014. Því var hafnað með naumum meirihluta. Sturgeon hefur sagt að hún vilji láta fara fram aðra atkvæðagreiðslu þegar samningar hafa náðst um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Við einbeitum okkur núna að því að hafa eins mikil og góð áhrif á Brexit-viðræðurnar og við mögulega getum. Það er okkar afstaða, og ég held að það sé skynsamleg afstaða, að Brexit sé svo mikil grundvallarbreyting fyrir okkur að þegar við erum komin með skýrari mynd á það hvernig framtíðartengsl milli Bretlands og Evrópusambandsins verða, þá ættu Skotar að hafa tækifæri til þess að kjósa um hvort þeir vilji vera áfram hluti af Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Ákvörðun um nákvæmari tímasetningu um það verður tekin þegar við sjáum betur hvernig Brexit þróast.“ En þú talar samt fyrir því að Skotland verði áfram í Evrópusambandinu, hvers vegna? „Okkur dettur ekki í hug að Evrópusambandið sé fullkomið. Það er margt við Evrópusambandið sem mér gremst og mörgum gremst. En á heildina litið þá teljum við hag okkar betur borgið innan Evrópusambandsins, ekki bara í efnahagslegum skilningi heldur í víðtækari skilningi. Við teljum því framtíð okkar betur borgið innan Evrópusambandsins. Ef við metum aðstæður af einhverjum ástæðum þannig að við getum ekki verið í Evrópusambandinu þá myndum við samt vilja vera innan EES, og vera þá í svipuðum aðstæðum og Íslendingar. Vegna þess að mjög stór hluti af alþjóðlegum viðskiptum er innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þannig að það væri algjört lágmark.“ Hvað ráðleggur þú okkur Íslendingum að gera í þeirri stöðu sem við erum í? „Það er nú ekki mitt að ákveða. Ég á fullt í fangi með að horfa til framtíðar fyrir Skota. Eg held ég láti Íslendinga um að ákveða sína framtíð. En ég átti mörg samtöl um þessi mál þegar ég kom hingað á síðasta ári. Íslendingar sjá hag sínum greinilega betur borgið með því að vera í EES í stað þess að vera fullgildir aðilar að Evrópusambandinu,“ segir Sturgeon. Ólík ríki geti komist að ólíkri niðurstöðu en sá kostur sem Ísland valdi sé klárlega kostur sem Skotar myndu horfa til, ef þeir færu úr Evrópusambandinu. Gæti Ísland einhvern veginn hjálpað Skotum í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði? „Ég held að íslenskir stjórnmálamenn myndu líta svo á að það væri Skota að ákveða hvort ríkið verður sjálfstætt eða ekki. En að mörgu leyti, bæði á sviði efnahagsmála, tæknimála og félagslegra mála geta Skotar og Íslendingar unnið saman. Það er eitt og annað sem við getum lært af Íslendingum. Þið gætuð mögulega kennt okkur leiðina á HM í fótbolta,“ segir Sturgeon og hlær. Þú hittir Guðna forseta, hvað ætlið þið að ræða? „Ég ætla að ræða svipuð málefni og ég hef verið að ræða hérna í dag. Ég hitti forsetann þegar ég var hérna í fyrra og hlakka til að hitta hann aftur,“ segir Sturgeon. Þetta er í annað skipti sem hún kemur hingað til lands en í bæði skiptin hefur dagskráin verið þéttskipuð. Hún hefur áhuga á að koma aftur. „Ég myndi gjarnan vilja koma hingað aftur og fara í Bláa lónið. Ég hef ekki fengið tækifæri til þess.“
Birtist í Fréttablaðinu Hringborð norðurslóða Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda