Sport

Sharapova í úrslit í fyrsta skipti síðan 2015

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Maria Sharapova.
Maria Sharapova. Vísir/Getty
Maria Sharapova, fyrrum efsta kona heimslistans í tennis, komst í úrslit á tennismóti í fyrsta skipti í tvö ár.

Sharapova sigraði Peng Shuai í undanúrslitum Opna Tianjin mótsins sem fram fer í Kína.

Hún hefur ekki tapað einu setti í vikunni og mætir hinni 19 ára Aryna Sabalenka frá Hvíta-Rússlandi í úrslitunum.

Sharapova snéri aftur til keppni í tennis á árinu, en árið 2015 var hún dæmd í keppnisbann vegna neyslu ólöglegra lyfja.

Hún komst í 16-manna úrslit á Opna bandaríska risamótinu í september, en Sharapova hefur ekki komist í úrslit síðan í maí 2015 þegar hún vann Opna ítalska mótið.


Tengdar fréttir

Sharapova úr leik á Opna bandaríska

Maria Sharapova er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis. Sharapova tapaði fyrir hinni lettnesku Anastasija Sevastova í fjórðu umferð mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×