Aldarfjórðungur frá því að Kári seldi frjálst lambakjöt í Kolaportinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2017 07:30 Fyrirsagnir frétta af málinu voru á ýmsan veg. Flestir voru þó í liði með Kára. Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, bauð óríkisstyrkt lambakjöt til sölu í Kolaportinu. Örtröð var við bás Kára sem segist standa í þakkarskuld við íslenskan almenning vegna viðbragða hans. Kári segir aðdragandann hafa verið langan. Fyrsta vísi að kvótakerfi hafi verið komið á árið 1979 og var það þá hugsað til þess að draga úr framleiðslu á kjöti. Það ástand hafði ríkt í áratugi að lambakjöt naut ótakmarkaðrar verðábyrgðar íslenska ríkisins. Þeim sem höndluðu með búafurðir lá oft lítið á að selja vöruna enda borgaði ríkið yfirleitt best að lokum auk þess að borga geymslugjald. „Svo varð Jón Helgason landbúnaðarráðherra og bjó hann til nýjan kvóta sem var öllu verri. Með þeim kvótum voru búin fryst í þeirri stöðu sem þau höfðu verið í. Þú gast hætt eða minnkað en það var ómögulegt að breyta úr kjöti í mjólk eða stækka við sig,“ segir Kári. Hann fleytti sér áfram með leigukvótum en í landbúnaðarráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar var leigukvóti afnuminn. Samhliða var hins vegar opnað á það að ef menn tækju ekki við beingreiðslum gætu menn framleitt að vild. „Ástandið í landbúnaði á þessum tíma hafði verið slæmt og í raun ótrúlega merkilegt að hann hafi lifað af. Það datt engum í hug að nokkur maður myndi nýta sér þessa heimild. Ég hafði í raun ekki miklu að tapa og þarna opnaðist í fyrsta skipti frá 1984 færi á að auka framleiðslu,“ segir Kári. Það varð úr að hann nýtti sér þessa glufu. Kjötið var tekið beint úr sláturhúsi, sagað niður, fryst og boðið til sölu í Kolaportinu sem þá var lítið annað en bílakjallari undir Seðlabankanum. Ekkert var til sem hét „Beint frá býli“ og í raun þótti fráleitt að bændur seldu eitthvað af sínum afurðum sjálfir. Til að gera langa sögu stutta þá rauk kjötið út. „Ég hef alltaf staðið í þakkarskuld við íslensku þjóðina eftir þennan dag í Kolaportinu. Ég vil meina að við höfum í sameiningu greitt bændamafíunni, og þessu kerfi, eitt þyngsta högg sem lent hefur á því. Kannski er það einmitt grunnurinn að því að farið var að vinna sig út úr þessu kvótaöngstræti sem menn voru komnir í,“ segir Kári.Vandamálið afurðastöðvunum að kenna Kári hætti sauðfjárbúskap árið 2005 og hefur síðan þá einblínt á mjólkur- og nautakjötsframleiðslu. Sú staða sem uppi er í lambakjötsframleiðslu nú kemur því ekki niður á honum. Að mati Kára liggur vandinn ekki hjá sauðfjárbændum. „Sauðfjárbændur eru að vinna sína vinnu. Það er ekkert til sem heitir vandi sauðfjárbænda. Vandinn liggur hjá sláturhúsum og kjötvinnslum sem eru ekki borgunarmenn fyrir hráefninu sínu,“ segir Kári. „Þau eru að misnota sauðfjárbændur til að sækja fé úr ríkissjóði til að dæla inn í úrvinnslugeira þar sem mönnum virðist ekki hugnast að mæta eðlilegum hagkvæmnikröfum. Mér þykir gott hjá landbúnaðarráðherra að láta ekki misnota bændur í þessum tilgangi.“ Fyrirkomulagið í mjólkurframleiðslu er einnig með ýmsa vankanta að mati Kára. Þar séu bændur í raun gerðir ábyrgir fyrir mjólkuriðnaði. Hann bendir á að norskur kornbóndi leggi allt sitt korn í samlag en það samlag sé ekki að brugga bjór og ekki heldur að baka brauð. „Hér á landi erum við með þetta óféti, Mjólkursamsöluna, sem er í alls konar vöruframleiðslu. Síðan verður allt það sem úrskeiðis fer á endanum sótt í vasa kúabænda. Það gengur ekki upp,“ segir Kári. „Í gegnum tíðina hefur verið undirliggjandi óánægja íslensks almennings með landbúnaðarmálin. Hún er réttmæt og ranglát eftir atvikum. Fyrst og fremst er skaðlegt fyrir bændur að vera í ósátt við almenning í landinu. Ég var og er þeirrar skoðunar að það sé ákaflega nauðsynlegt, og ætti að vera sjálfsagt baráttumál, fyrir bændur að vera lausir við ríkisstyrki. Stjórnvöld halda alltaf að þau geti ráðskast með þá sem þiggja stuðnings- og bótagreiðslur. Það er ótrúlegt að bændur, fullvinnandi menn, þurfi að vera á einhvers konar bótum. Fyrir hvern andskotann eru menn að fá bætur?“ segir Kári. „Það kom glöggt í ljós, þegar bóndi gerði uppreisn gegn þessu kerfi, þá stóð almenningur með íslenskum landbúnaði. En það má ekki standa með honum í hverju sem er. Landbúnaður má aldrei vera hafinn yfir gagnrýna sýn.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira
Aldarfjórðungur er í dag liðinn frá því að Kári Þorgrímsson, bóndi í Garði í Mývatnssveit, bauð óríkisstyrkt lambakjöt til sölu í Kolaportinu. Örtröð var við bás Kára sem segist standa í þakkarskuld við íslenskan almenning vegna viðbragða hans. Kári segir aðdragandann hafa verið langan. Fyrsta vísi að kvótakerfi hafi verið komið á árið 1979 og var það þá hugsað til þess að draga úr framleiðslu á kjöti. Það ástand hafði ríkt í áratugi að lambakjöt naut ótakmarkaðrar verðábyrgðar íslenska ríkisins. Þeim sem höndluðu með búafurðir lá oft lítið á að selja vöruna enda borgaði ríkið yfirleitt best að lokum auk þess að borga geymslugjald. „Svo varð Jón Helgason landbúnaðarráðherra og bjó hann til nýjan kvóta sem var öllu verri. Með þeim kvótum voru búin fryst í þeirri stöðu sem þau höfðu verið í. Þú gast hætt eða minnkað en það var ómögulegt að breyta úr kjöti í mjólk eða stækka við sig,“ segir Kári. Hann fleytti sér áfram með leigukvótum en í landbúnaðarráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar var leigukvóti afnuminn. Samhliða var hins vegar opnað á það að ef menn tækju ekki við beingreiðslum gætu menn framleitt að vild. „Ástandið í landbúnaði á þessum tíma hafði verið slæmt og í raun ótrúlega merkilegt að hann hafi lifað af. Það datt engum í hug að nokkur maður myndi nýta sér þessa heimild. Ég hafði í raun ekki miklu að tapa og þarna opnaðist í fyrsta skipti frá 1984 færi á að auka framleiðslu,“ segir Kári. Það varð úr að hann nýtti sér þessa glufu. Kjötið var tekið beint úr sláturhúsi, sagað niður, fryst og boðið til sölu í Kolaportinu sem þá var lítið annað en bílakjallari undir Seðlabankanum. Ekkert var til sem hét „Beint frá býli“ og í raun þótti fráleitt að bændur seldu eitthvað af sínum afurðum sjálfir. Til að gera langa sögu stutta þá rauk kjötið út. „Ég hef alltaf staðið í þakkarskuld við íslensku þjóðina eftir þennan dag í Kolaportinu. Ég vil meina að við höfum í sameiningu greitt bændamafíunni, og þessu kerfi, eitt þyngsta högg sem lent hefur á því. Kannski er það einmitt grunnurinn að því að farið var að vinna sig út úr þessu kvótaöngstræti sem menn voru komnir í,“ segir Kári.Vandamálið afurðastöðvunum að kenna Kári hætti sauðfjárbúskap árið 2005 og hefur síðan þá einblínt á mjólkur- og nautakjötsframleiðslu. Sú staða sem uppi er í lambakjötsframleiðslu nú kemur því ekki niður á honum. Að mati Kára liggur vandinn ekki hjá sauðfjárbændum. „Sauðfjárbændur eru að vinna sína vinnu. Það er ekkert til sem heitir vandi sauðfjárbænda. Vandinn liggur hjá sláturhúsum og kjötvinnslum sem eru ekki borgunarmenn fyrir hráefninu sínu,“ segir Kári. „Þau eru að misnota sauðfjárbændur til að sækja fé úr ríkissjóði til að dæla inn í úrvinnslugeira þar sem mönnum virðist ekki hugnast að mæta eðlilegum hagkvæmnikröfum. Mér þykir gott hjá landbúnaðarráðherra að láta ekki misnota bændur í þessum tilgangi.“ Fyrirkomulagið í mjólkurframleiðslu er einnig með ýmsa vankanta að mati Kára. Þar séu bændur í raun gerðir ábyrgir fyrir mjólkuriðnaði. Hann bendir á að norskur kornbóndi leggi allt sitt korn í samlag en það samlag sé ekki að brugga bjór og ekki heldur að baka brauð. „Hér á landi erum við með þetta óféti, Mjólkursamsöluna, sem er í alls konar vöruframleiðslu. Síðan verður allt það sem úrskeiðis fer á endanum sótt í vasa kúabænda. Það gengur ekki upp,“ segir Kári. „Í gegnum tíðina hefur verið undirliggjandi óánægja íslensks almennings með landbúnaðarmálin. Hún er réttmæt og ranglát eftir atvikum. Fyrst og fremst er skaðlegt fyrir bændur að vera í ósátt við almenning í landinu. Ég var og er þeirrar skoðunar að það sé ákaflega nauðsynlegt, og ætti að vera sjálfsagt baráttumál, fyrir bændur að vera lausir við ríkisstyrki. Stjórnvöld halda alltaf að þau geti ráðskast með þá sem þiggja stuðnings- og bótagreiðslur. Það er ótrúlegt að bændur, fullvinnandi menn, þurfi að vera á einhvers konar bótum. Fyrir hvern andskotann eru menn að fá bætur?“ segir Kári. „Það kom glöggt í ljós, þegar bóndi gerði uppreisn gegn þessu kerfi, þá stóð almenningur með íslenskum landbúnaði. En það má ekki standa með honum í hverju sem er. Landbúnaður má aldrei vera hafinn yfir gagnrýna sýn.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira