Nauðsynlegt að breyta kosningalögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2017 06:00 Meðal þess sem nauðsynlegt er að laga er að framboð liggi fyrir þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst. vísir/ernir Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum að mati formanns landskjörstjórnar. Breytingatillögur starfshóps um efnið hafa legið óhreyfðar í rúmt ár. Um helgina dró Íslenska þjóðfylkingin fjóra framboðslista fyrir þingkosningarnar til baka eftir að í ljós kom að fólk á meðmælalistum flokksins kannaðist ekki við að hafa ritað nafn sitt á þá. Annmarkar voru á meðmælalistum hjá fleiri flokkum en þeim var gefinn kostur á að færa þá til betri vegar.Í ágúst í fyrra skilaði vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga drögum að nýju frumvarpi til kosningalaga auk skýrslu um tillögur og vinnu sína. Meðal þess sem lagt var til var að heimilt væri að safna meðmælendum rafrænt. „Þjóðskrá er nú með kerfi þannig að meðmælendur fá tilkynningu inn á Ísland.is um undirskrift sína. Það sem þetta strandar hins vegar á er að fresturinn er svo stuttur að það næst ekki að koma tilkynningunni til fólks áður en listarnir eru staðfestir af kjörstjórn,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Að mati Kristínar myndu breytingatillögurnar gera það að verkum að ólíklegt væri að tilvik, sambærileg þeim sem komu upp nú, gætu endurtekið sig. Þá segir hún algjöra nauðsyn að breytingar verði gerðar á lögunum og það sem fyrst. „Það sem ég teldi mikilvægast væru breytingar varðandi tímalínu í aðdraganda kosninga og ýmsa fresti. Þá sérstaklega varðandi framboðsfrest og kosningu utan kjörfundar.“ Nú er fyrirkomulagið svo að hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar átta vikum fyrir kjördag þótt framboðslistar liggi ekki fyrir fyrr en fimmtán dögum fyrir kjördag. Eins telur hún brýnt að kjörskrá verði gerð rafræn svo fólk geti kosið hvar sem er innan síns kjördæmis. „Það átti enginn von á því að kjörtímabilið yrði svona stutt núna og fólk er ekki að hugsa um þetta fyrr en líða fer að kosningum. En þetta eru orðnar afar brýnar breytingar,“ segir Kristín. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30 Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Nauðsynlegt er að breyta kosningalögum að mati formanns landskjörstjórnar. Breytingatillögur starfshóps um efnið hafa legið óhreyfðar í rúmt ár. Um helgina dró Íslenska þjóðfylkingin fjóra framboðslista fyrir þingkosningarnar til baka eftir að í ljós kom að fólk á meðmælalistum flokksins kannaðist ekki við að hafa ritað nafn sitt á þá. Annmarkar voru á meðmælalistum hjá fleiri flokkum en þeim var gefinn kostur á að færa þá til betri vegar.Í ágúst í fyrra skilaði vinnuhópur um endurskoðun kosningalaga drögum að nýju frumvarpi til kosningalaga auk skýrslu um tillögur og vinnu sína. Meðal þess sem lagt var til var að heimilt væri að safna meðmælendum rafrænt. „Þjóðskrá er nú með kerfi þannig að meðmælendur fá tilkynningu inn á Ísland.is um undirskrift sína. Það sem þetta strandar hins vegar á er að fresturinn er svo stuttur að það næst ekki að koma tilkynningunni til fólks áður en listarnir eru staðfestir af kjörstjórn,“ segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar. Að mati Kristínar myndu breytingatillögurnar gera það að verkum að ólíklegt væri að tilvik, sambærileg þeim sem komu upp nú, gætu endurtekið sig. Þá segir hún algjöra nauðsyn að breytingar verði gerðar á lögunum og það sem fyrst. „Það sem ég teldi mikilvægast væru breytingar varðandi tímalínu í aðdraganda kosninga og ýmsa fresti. Þá sérstaklega varðandi framboðsfrest og kosningu utan kjörfundar.“ Nú er fyrirkomulagið svo að hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar átta vikum fyrir kjördag þótt framboðslistar liggi ekki fyrir fyrr en fimmtán dögum fyrir kjördag. Eins telur hún brýnt að kjörskrá verði gerð rafræn svo fólk geti kosið hvar sem er innan síns kjördæmis. „Það átti enginn von á því að kjörtímabilið yrði svona stutt núna og fólk er ekki að hugsa um þetta fyrr en líða fer að kosningum. En þetta eru orðnar afar brýnar breytingar,“ segir Kristín.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30 Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. 14. október 2017 19:30
Þjóðfylkingin dregur alla lista til baka: Undirskriftir margar með sömu rithönd Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti yfirkjörstjórnum í morgun að flokkurinn hefur dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. 14. október 2017 11:22