Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni.
Þennan hæfileika hennar hefur Mark Parsons, þjálfari Portland Thorns, nýtt sér til hins ýtrasta.
„Ég var að spila í dag sem vængbakvörður,“ sagði Dagný um hennar hlutverk eftir að hún kom inn á í úrslitaleiknum um helgina þar sem Portland Thorns liðið tryggði sér bandaríska meistaratitilinn.
„Ég er búin að spila í öllum stöðum nema í marki. Ég grínaðist með það á æfingu í fyrradag og spurði þjálfarann hvort að ég væri ekki örugglega þriðji markvörður,“ sagði Dagný hlæjandi en bætti svo við:
„Þjálfaranum fannst það ekki mjög fyndið en liðsfélögunum mínum fannst það fyndið,“ sagði Dagný.
Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
