Óli Kalli: Óli Jóh sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2017 19:15 Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Ólafur Karl Finsen skrifaði undir þriggja ára samning við Valsmenn seinni partinn en hann er ekki einu sinni búinn að lesa yfir samninginn sem hann skrifaði undir. „Tilfinningin er skrítin en líka mjög góð enda stór klúbbur. Ég er mjög ánægður að vera kominn í Val,“ sagði Ólafur Karl er hann var nýbúinn að fara í Valstreyjuna í fyrsta skipti. Það er óhætt að segja að aðdragandinn að þessum félagaskiptum hafi ekki verið langur. „Það var bara í morgun sem ég ákvað að koma í Val. Ég hafði heyrt út undan mér að þeir hefðu áhuga. Óli Jóh vakti mig síðan klukkan ellefu í morgun. Ég vissi að honum fyndist ég vera góður í fótbolta en þegar hann sagði að ég væri góður í fótbolta og snarklikkaður, það er góð blanda, þá var þetta eiginlega selt,“ segir Ólafur Karl og brosir er hann fer í gegnum þennan viðburðarríka dag. „Þetta var eiginlega bara setningin: He had me at hello.“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði á blaðamannafundinum að Valsmenn hefðu reynt að fá Ólaf til sín í sumar en það hefði ekki gengið þá. „Ég vissi af því en ég vissi ekki hversu mikil alvara var í því. Ég vissi ekkert hvað fór fram.“ Ólafur Karl er mikill Stjörnumaður og viðurkennir fúslega að það sé ekki auðvelt að yfirgefa uppeldisfélagið. „Auðvitað er sárt að fara frá Stjörnunni en svona er lífið. Stundum eru sambönd búin þó svo manni þyki vænt um hinn aðilann. Þá þarf það samt að enda. Stundum er það bara þannig. Svona er líka fótboltinn og þetta er ekkert persónulegt,“ segir þessi litríki leikmaður en er hann ósáttur við viðskilnaðinn við Stjörnuna? „Nei, í rauninni ekki. Ég er ánægður með minn tíma þar. Auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið öðruvísi. Það sem að misfórst get ég eiginlega tekið allt á mig. Ég hef ekkert slæmt að segja um neinn hjá Stjörnunni og maður lifir og lærir.“ Ólafur segist vera spenntur fyrir komandi tækifærum með Valsmönnum. Svo spenntur að hann skrifaði undir samninginn án þess að lesa hann yfir. „Ég er ekki búinn að lesa yfir samninginn en fótboltinn hérna heillar mig mikið. Ég á eftir að lesa í samningnum hvað hann er langur. Ef ég les hann þá yfir. Ég er mjög leslatur,“ sagði Ólafur léttur. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn