Eigendur Strætó vilja vera sýnilegri í Leifsstöð 17. október 2017 06:00 Eigendum Strætó svíður að vera ekki listaðir sem möguleiki í Leifsstöð. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ítrekað farið þess á leit við Isavia að almenningssamgöngur verði gerðar sýnilegri valkostur í Leifsstöð. Erlendir ferðamenn geti ekki með góðu móti áttað sig á að hægt sé að taka strætó til Reykjavíkur miðað við ástandið í dag. Isavia telur sig gera Strætó góð skil en boðar að útimerkingar verði bættar. „Við höfum óskað eftir því að vera sýnileg því eins og staðan er núna erum við eitt best geymda leyndarmálið um að það séu almenningssamgöngur í boði við flugstöðina,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Almenningssamgöngur eru í dag ekki merktar sérstaklega sem valkostur á skiltum í Leifsstöð fyrir farþega og ferðamenn líkt og leigubílar, rútur og bílaleigur. Þá gagnrýnir sambandið, sem aðstandandi 55 hjá Strætó, aðstöðuleysið sömuleiðis.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Strætó getur í dag skilað farþegum af sér fyrir framan flugstöðina en til að taka á móti komufarþegum er vagninum úthlutað svæði um 200 metrum frá flugstöðinni hjá skammtímastæðunum. „Þar sem er engin lýsing og engar merkingar. Inni í flugstöðinni sjálfri er heldur ekki að finna neinar merkingar, þannig að þetta er mjög bagalegt ástand fyrir ferðamenn sem vilja nýta sér almenningssamgöngur en finna þær ekki með góðu móti,“ segir Berglind sem finnst að Strætó eigi að vera jafnsýnilegur og aðrir. Segir hún aðspurð að rekstur leiðarinnar hafi verið þungur og verið rekinn með halla. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, bendir á að nýlega hafi farið fram útboð á stæðunum í kringum flugstöðina þar sem tvö stóru rútufélögin greiði gjald fyrir góða staðsetningu. Skiljanlega væri erfitt að bjóða þeim sem ekki greiða fyrir stæði sömu staðsetningu og þeim sem geri það. Strætó hafi, líkt og aðrir sem ekki greiði fyrir aðstöðuna, stæði við skammtímastæðin. „Svo gerum við þeim góð skil á vefnum okkar, Kefairport.is og .com þar sem skráðar eru ferðir Strætó og hlekkir á vef þeirra og tímatöflur. Við teljum okkur vera að gera þessu góð skil. Við förum ákveðið langt í að kynna þau en svo eru fyrirtækin bara með sína eigin markaðssetningu á sinni vöru. Strætó er þannig að fá meira en önnur fyrirtæki sem ekki er sérstakur samningur við.“ Aðspurður segir Guðni að Strætó geti keypt auglýsingaskilti innanhúss ef áhugi er á. Isavia hyggist þó bæta merkinguna fyrir Strætó á útisvæðinu á næstunni. Strætó er ódýrari valkostur fyrir ferðamenn en leigubílar og heldur ódýrari en fargjöld rútufyrirtækjanna. Strætó með leið 55 frá Leifsstöð til Reykjavíkur kostar í dag 1.760 kr. og tekur ferðin rúman klukkutíma. Grayline Airport Express selur sömu ferð á 2.400 krónur og Reykjavík Excursions selur ferðina á 2.500 kr. Ferðir rútufyrirtækjanna taka á bilinu 35-45 mínútur. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ítrekað farið þess á leit við Isavia að almenningssamgöngur verði gerðar sýnilegri valkostur í Leifsstöð. Erlendir ferðamenn geti ekki með góðu móti áttað sig á að hægt sé að taka strætó til Reykjavíkur miðað við ástandið í dag. Isavia telur sig gera Strætó góð skil en boðar að útimerkingar verði bættar. „Við höfum óskað eftir því að vera sýnileg því eins og staðan er núna erum við eitt best geymda leyndarmálið um að það séu almenningssamgöngur í boði við flugstöðina,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Almenningssamgöngur eru í dag ekki merktar sérstaklega sem valkostur á skiltum í Leifsstöð fyrir farþega og ferðamenn líkt og leigubílar, rútur og bílaleigur. Þá gagnrýnir sambandið, sem aðstandandi 55 hjá Strætó, aðstöðuleysið sömuleiðis.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Strætó getur í dag skilað farþegum af sér fyrir framan flugstöðina en til að taka á móti komufarþegum er vagninum úthlutað svæði um 200 metrum frá flugstöðinni hjá skammtímastæðunum. „Þar sem er engin lýsing og engar merkingar. Inni í flugstöðinni sjálfri er heldur ekki að finna neinar merkingar, þannig að þetta er mjög bagalegt ástand fyrir ferðamenn sem vilja nýta sér almenningssamgöngur en finna þær ekki með góðu móti,“ segir Berglind sem finnst að Strætó eigi að vera jafnsýnilegur og aðrir. Segir hún aðspurð að rekstur leiðarinnar hafi verið þungur og verið rekinn með halla. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, bendir á að nýlega hafi farið fram útboð á stæðunum í kringum flugstöðina þar sem tvö stóru rútufélögin greiði gjald fyrir góða staðsetningu. Skiljanlega væri erfitt að bjóða þeim sem ekki greiða fyrir stæði sömu staðsetningu og þeim sem geri það. Strætó hafi, líkt og aðrir sem ekki greiði fyrir aðstöðuna, stæði við skammtímastæðin. „Svo gerum við þeim góð skil á vefnum okkar, Kefairport.is og .com þar sem skráðar eru ferðir Strætó og hlekkir á vef þeirra og tímatöflur. Við teljum okkur vera að gera þessu góð skil. Við förum ákveðið langt í að kynna þau en svo eru fyrirtækin bara með sína eigin markaðssetningu á sinni vöru. Strætó er þannig að fá meira en önnur fyrirtæki sem ekki er sérstakur samningur við.“ Aðspurður segir Guðni að Strætó geti keypt auglýsingaskilti innanhúss ef áhugi er á. Isavia hyggist þó bæta merkinguna fyrir Strætó á útisvæðinu á næstunni. Strætó er ódýrari valkostur fyrir ferðamenn en leigubílar og heldur ódýrari en fargjöld rútufyrirtækjanna. Strætó með leið 55 frá Leifsstöð til Reykjavíkur kostar í dag 1.760 kr. og tekur ferðin rúman klukkutíma. Grayline Airport Express selur sömu ferð á 2.400 krónur og Reykjavík Excursions selur ferðina á 2.500 kr. Ferðir rútufyrirtækjanna taka á bilinu 35-45 mínútur.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira