Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2017 12:19 Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann en á netinu logar allt stafna á milli vegna lögbanns sem gert var á fréttaflutning Stundarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir nú í allan morgun til að ná í Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Þórólf Halldórsson sýslumann á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbannskröfu á fréttaflutning Stundarinnar, en án árangurs. Sýslumaður féllst á lögbannskröfu Glitnis HoldCo við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. Víða er látið að því liggja að Þórólfur sé þar að ganga erinda Sjálfstæðisflokksins.Samfélagsmiðlarnir loga Vísir greindi frá málinu seinni partinn í gær og í framhaldinu var meðal annars rætt við Sigríði Rut Júlíusdóttur, annan lögmanna Stundarinnar, sem efast um að krafan standist lög. Stundin lýsir því sjálf þegar fulltrúar sýslumanns komu til að framfylgja kröfunni en Kjarninn birti lögbannsbeiðina í heild sinni í gær.Samfélagsmiðlar loguðu, og loga, vegna málsins, eins og til að mynda dv.is hefur rakið. En, þar leyfir ekki af því að hreinlega sé fullyrt að Þórólfur hafi verið að ganga erinda Bjarna og Sjálfstæðisflokksins nú í aðdraganda kosninga, með því að skrúfa fyrir fréttaflutninginn með svo afgerandi hætti. En, Stundin hefur einkum beint sjónum að viðskiptum Bjarna, fréttir sem fjölmiðillinn hefur byggt á gögnunum frá Glitni.Gegnheill Sjálfstæðismaður Bent hefur verið á að Þórólfur sé gegnheill Sjálfstæðismaður, en hann hefur verið í framboði fyrir flokkinn, verið formaður kjördæmaráðs og starfaði innan SUS. Kvennablaðið hefur birt einskonar nærmynd af Þórólfi þar sem ferill hans er rakinn undir yfirskriftinni „Frá SUS til sýslumannaembættis“.Þessi frétt DV frá því júní 1998 gengur nú um samfélagsmiðla og er hún höfð til marks um flokkshollustu sýslumanns.Þar kemur fram að Þórólfur var skipaður sýslumaður á Patreksfirði 1994 í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, þaðan fór hann í embætti sýslumanns í Keflavík 2008 en þá var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og árið 2014 skipaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Þórólf sýslumann höfuðborgarsvæðisins.Flokkshollustan hleypur með Þórólf í gönur Á Facebook er víða í dreifingu frétt DV frá árinu 1998 sem höfð er til marks um flokkshollustu Þórólfs. Reyndar má segja að hann hafi farið offari. Þar er greint frá því að Þórólfur hafi verið grunaður um að hafa staðið að kosningasvindli. Hann var þá varaformaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði og kjörstjóri utankjörfundarkosningar. Þórólfur var meðal annars sakaður um að bera kjörkassa í heimahús og á sjúkrahús Patreksfjarðar og láta sjúklinga og eldra fólk kjósa. Málið kom til kasta nefndar félagsmálaráðuneytisins sem sagði vinnubrögð sýslumannsins ámælisverð. En ekki er að sjá að þessi framganga hafi haft neina eftirmála í för með sér eða verið steinn í götu Þórólfs sé litið til framabrautarinnar, sem nú er sýslumaður yfir stærsta sýslumannsembætti landsins. Fyrir dyrum stendur fundur hjá stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. Er það samkvæmt óskum Pírata og Vg. RÚV greinir frá því að sá fundur fari líkast til fram á fimmtudaginn. Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir nú í allan morgun til að ná í Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Þórólf Halldórsson sýslumann á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbannskröfu á fréttaflutning Stundarinnar, en án árangurs. Sýslumaður féllst á lögbannskröfu Glitnis HoldCo við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttaflutningi byggðum á gögnum frá Glitni. Víða er látið að því liggja að Þórólfur sé þar að ganga erinda Sjálfstæðisflokksins.Samfélagsmiðlarnir loga Vísir greindi frá málinu seinni partinn í gær og í framhaldinu var meðal annars rætt við Sigríði Rut Júlíusdóttur, annan lögmanna Stundarinnar, sem efast um að krafan standist lög. Stundin lýsir því sjálf þegar fulltrúar sýslumanns komu til að framfylgja kröfunni en Kjarninn birti lögbannsbeiðina í heild sinni í gær.Samfélagsmiðlar loguðu, og loga, vegna málsins, eins og til að mynda dv.is hefur rakið. En, þar leyfir ekki af því að hreinlega sé fullyrt að Þórólfur hafi verið að ganga erinda Bjarna og Sjálfstæðisflokksins nú í aðdraganda kosninga, með því að skrúfa fyrir fréttaflutninginn með svo afgerandi hætti. En, Stundin hefur einkum beint sjónum að viðskiptum Bjarna, fréttir sem fjölmiðillinn hefur byggt á gögnunum frá Glitni.Gegnheill Sjálfstæðismaður Bent hefur verið á að Þórólfur sé gegnheill Sjálfstæðismaður, en hann hefur verið í framboði fyrir flokkinn, verið formaður kjördæmaráðs og starfaði innan SUS. Kvennablaðið hefur birt einskonar nærmynd af Þórólfi þar sem ferill hans er rakinn undir yfirskriftinni „Frá SUS til sýslumannaembættis“.Þessi frétt DV frá því júní 1998 gengur nú um samfélagsmiðla og er hún höfð til marks um flokkshollustu sýslumanns.Þar kemur fram að Þórólfur var skipaður sýslumaður á Patreksfirði 1994 í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, þaðan fór hann í embætti sýslumanns í Keflavík 2008 en þá var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og árið 2014 skipaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Þórólf sýslumann höfuðborgarsvæðisins.Flokkshollustan hleypur með Þórólf í gönur Á Facebook er víða í dreifingu frétt DV frá árinu 1998 sem höfð er til marks um flokkshollustu Þórólfs. Reyndar má segja að hann hafi farið offari. Þar er greint frá því að Þórólfur hafi verið grunaður um að hafa staðið að kosningasvindli. Hann var þá varaformaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði og kjörstjóri utankjörfundarkosningar. Þórólfur var meðal annars sakaður um að bera kjörkassa í heimahús og á sjúkrahús Patreksfjarðar og láta sjúklinga og eldra fólk kjósa. Málið kom til kasta nefndar félagsmálaráðuneytisins sem sagði vinnubrögð sýslumannsins ámælisverð. En ekki er að sjá að þessi framganga hafi haft neina eftirmála í för með sér eða verið steinn í götu Þórólfs sé litið til framabrautarinnar, sem nú er sýslumaður yfir stærsta sýslumannsembætti landsins. Fyrir dyrum stendur fundur hjá stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. Er það samkvæmt óskum Pírata og Vg. RÚV greinir frá því að sá fundur fari líkast til fram á fimmtudaginn.
Tengdar fréttir Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Fara fram á lögbann á fréttir Stundarinnar úr gögnum frá Glitni Glitnir HoldCo hefur farið fram á að lögbann verði lagt við Birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum úr Glitni. 16. október 2017 16:29
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. 17. október 2017 08:52
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03