„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 14:29 Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag þar sem hann var spurður út í það hvað honum fyndist um lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum frá Glitni. Umfjöllun Stundarinnar hefur að mestu snúist um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og fjölskyldu hans. Hafa ýmsir ýjað að því á samfélagsmiðlum að Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi verið að ganga erinda flokksins þar sem embættið féllst á lögbannskröfuna. Guðlaugur segir þetta af og frá. Þannig tengist slitastjórn Glitnis, sem krafðist lögbannsins, ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. „Þegar það kemur á lögbann á umfjöllun um ráðamenn og forystumenn í stjórnmálum þá er ég einfaldlega á móti því. Það er eðilegt í opnu lýðræðisþjóðfélagi að fjölmiðlar bendi á einhverja hluti ef þeir telja að það sé maðkur í mysunni, eitthvað sem misfarið er. Þessi slitastjórn Glitnis tengist okkur ekki með neinum hætti, þetta er í eigu erlendra kröfuhafa, og mér finnst svolítið sérstakt að þeir komi núna með þetta, tíu dögum eftir að þessi umfjöllun fór af stað. Eitt er alveg víst að það er að við höfum ekki með neinum hætti reynt að fara fram á lögbann við umfjöllun sem hefur snúið að okkur eða okkar forystumönnum,“ sagði Guðlaugur Þór. Aðspurður hvort hann teldi það eðlilegt í lýðræðissamfélagi að aðilar geti fengið lögbann á umfjöllun sem getur talist óþægileg fyrir forsætisráðherra stuttu fyrir kosningar sagði hann: „Ég held að ég hafi svarað þessu mjög skýrt. Ég er algjörlega á móti þessu lögbanni. Það skiptir engu máli hvort að það sé fólk í mínum flokki eða ekki. Við sem erum í stjórnmálum verðum að þola það og eigum að þola það og vitum af því að um okkur sé fjallað. Það gildir allt öðru máli um forystumenn í stjórnmálum, fyrirtækjum, embættismenn og annað heldur en um almenning.“Þannig að þér finnst þetta lögbann ekki eiga rétt á sér?„Ég er bara algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. Það skiptir engu máli hvort að þeir forystumenn eru í mínum flokki eða einhverjum öðrum.“Sjá má Kosningaspjall Vísis við Guðlaug Þór í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39