Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Haraldur Guðmundsson skrifar 18. október 2017 06:00 Sveitarfélagið Dalabyggð og eigendur einkahlutafélagsins Storm Orku hafa undirritað viljayfirlýsingu um vindorkugarð með allt að 40 vindmyllum. Eigendur félagsins keyptu í byrjun ágúst jörðina Hróðnýjarstaði, skammt frá Búðardal, og stefna að íbúafundi í nóvember þar sem áformin verða kynnt. „Viljayfirlýsingin var undirrituð í september en hún er almenns eðlis og snýst aðallega um skipulagsmál. Samhliða var ákveðið að halda íbúafund þar sem þetta fyrirtæki myndi kynna sín áform,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Storm Orka er í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fyrirtækinu America Renewables. Magnús og fjölskylda hans eiga Hróðnýjarstaði en um er að ræða 26 hektara jörð af ræktuðu landi ásamt fjárstofni, um 1.000 fjár. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarfélagið hefur gæti fullkláraður vindorkugarðurinn framleitt allt að 160 megavött af raforku. „Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Þeim er reyndar alveg ljóst að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Á svona frumstigi liggur ekki fyrir mikið af gögnum en engu að síður liggja fyrir upplýsingar um áformað afl og fjölda vindmylla. Viljayfirlýsingin snýr að því að við ætlum að vinna skipulagsvinnuna með eðlilegum hætti og tíma. Öll gögn varðandi umhverfismat og fleira því um líkt kemur á síðari stigum,“ segir Sveinn. Magnús vildi ekki tjá sig um áform Storm Orku þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Félagið hét þangað til í mars síðastliðnum MJDB ehf. Fréttablaðið greindi í ársbyrjun frá tilraunum þess til að kaupa Hellisheiðarvirkjun af Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu þá einnig tilboð í eignarhluti sína í virkjuninni. Magnús vildi þá ekki tjá sig um tilboðið, sem var síðar hafnað, eða þá hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar hefðu komið að því. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Sveitarfélagið Dalabyggð og eigendur einkahlutafélagsins Storm Orku hafa undirritað viljayfirlýsingu um vindorkugarð með allt að 40 vindmyllum. Eigendur félagsins keyptu í byrjun ágúst jörðina Hróðnýjarstaði, skammt frá Búðardal, og stefna að íbúafundi í nóvember þar sem áformin verða kynnt. „Viljayfirlýsingin var undirrituð í september en hún er almenns eðlis og snýst aðallega um skipulagsmál. Samhliða var ákveðið að halda íbúafund þar sem þetta fyrirtæki myndi kynna sín áform,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Storm Orka er í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fyrirtækinu America Renewables. Magnús og fjölskylda hans eiga Hróðnýjarstaði en um er að ræða 26 hektara jörð af ræktuðu landi ásamt fjárstofni, um 1.000 fjár. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarfélagið hefur gæti fullkláraður vindorkugarðurinn framleitt allt að 160 megavött af raforku. „Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Þeim er reyndar alveg ljóst að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Á svona frumstigi liggur ekki fyrir mikið af gögnum en engu að síður liggja fyrir upplýsingar um áformað afl og fjölda vindmylla. Viljayfirlýsingin snýr að því að við ætlum að vinna skipulagsvinnuna með eðlilegum hætti og tíma. Öll gögn varðandi umhverfismat og fleira því um líkt kemur á síðari stigum,“ segir Sveinn. Magnús vildi ekki tjá sig um áform Storm Orku þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Félagið hét þangað til í mars síðastliðnum MJDB ehf. Fréttablaðið greindi í ársbyrjun frá tilraunum þess til að kaupa Hellisheiðarvirkjun af Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu þá einnig tilboð í eignarhluti sína í virkjuninni. Magnús vildi þá ekki tjá sig um tilboðið, sem var síðar hafnað, eða þá hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar hefðu komið að því.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira