Hæstiréttur ómerkir sýknudóm í CLN-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2017 16:06 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2015. vísir/stefán Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars síðastliðnum um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank í sitthvoru lagi en samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögrelgan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms þar sem ekki lægi fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagn Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Málið þarf því aftur að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Spyr hvers vegna ekki var sýknað í Hæstarétti „Það kemur fram í þessum dómi Hæstaréttar að vegna þess samkomulags sem gert var á milli Deutsche Bank og Kaupþings liggi ekki fyrir hvort að huglægar forsendur þess að hægt sé að refsa fyrir umboðssvik séu fyrir hendi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það leiðir ekki til sýknu í málinu,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, í samtali við Vísi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar. Hann segir það ósannað fyrir Hæstarétti að mönnum hafi gengið það til sem þarf að vera til að hægt sé að refsa þeim. Því spyrji hann sig hvers vegna Hæstiréttur sýkni ekki í málinu í stað þess að senda það aftur heim í hérað til að rannsaka hluti upp á nýtt, átta árum eftir að þeir gerðust. Fréttin hefur verið uppfærð. CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu CLN-máli. Í málinu voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþing, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik en héraðsdómur sýknaði þá alla af ákærunni í janúar 2016. Ákæruvaldið vildi meina að þremenningarnir hefðu misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra og voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf af þýska bankanum Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingarálagi Kaupþings. Markmið kaupanna var að lækka skuldatryggingarálagið. Þá voru lánin einnig notuð til að leggja fram viðbótarframlag ef skuldatryggingarálag Kaupþings fór yfir ákveðin mörk. Samkomulag upp á tugi milljarða króna Fyrir Hæstarétti fóru þremenningarnir fram á frávísun málsins vegna upplýsinga sem komu fram í umfjöllun RÚV í mars síðastliðnum um samkomulag um greiðslur sem Deutsche Bank innti af hendi til Kaupþings ehf. og eignarhaldsfélaganna tveggja, Chesterfield United og Partridge Management Group, í desember síðastliðnum. Greiðslurnar vörðuðu uppgjör vegna viðskiptanna sem þau lán sem ákært var fyrir höfðu verið veitt til. Með samkomulagi um greiðslur til Kaupþings annars vegar og eignarhaldsfélaganna hins vegar var hætt við dómsmál sem Kaupþing og eignarhaldsfélögin höfðu höfðað gegn Deutsche Bank í sitthvoru lagi en samkomulagið hljóðaði upp á 425 milljónir evra eða tugi milljarða króna. Af þessari upphæð myndu 400 milljónir evra renna til Kaupþings. Hæstiréttur féllst ekki á frávísun málsins sem þremenningarnir kröfðust á grundvelli þess að lögrelgan hefði ekki rannsakað ástæður þess að Deutsche Bank greiddi framangreinda upphæð. Rannsókn á ákveðnum atriðum geti haft þýðingu fyrir málið Hins vegar ómerkti Hæstiréttur dóm héraðsdóms þar sem ekki lægi fyrir hvers vegna þýski bankinn hefði innt umræddar greiðslur af hendi né með hvaða rökum eða á grundvelli hvaða gagn Kaupþing ehf. og eignarhaldsfélögin tvö reistu málssóknir sínar á hendur bankanum um greiðslurnar. „Þá lægi ekki fyrir hvers eðlis greiðslurnar væru. Taldi Hæstiréttur að rannsókn á þessum atriðum gæti haft þýðingu við mat á því hvort skilyrðum umboðssvika hefði verið fullnægt og við ákvörðun um refsihæð ef skilyrði sakfellingar yrðu talin fyrir hendi. Samkvæmt því voru hinn áfrýjaði dómur og meðferð málsins í héraði frá upphafi aðalmeðferðar ómerkt og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar,“ segir í reifun Hæstaréttar. Málið þarf því aftur að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Spyr hvers vegna ekki var sýknað í Hæstarétti „Það kemur fram í þessum dómi Hæstaréttar að vegna þess samkomulags sem gert var á milli Deutsche Bank og Kaupþings liggi ekki fyrir hvort að huglægar forsendur þess að hægt sé að refsa fyrir umboðssvik séu fyrir hendi. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það leiðir ekki til sýknu í málinu,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, í samtali við Vísi þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar. Hann segir það ósannað fyrir Hæstarétti að mönnum hafi gengið það til sem þarf að vera til að hægt sé að refsa þeim. Því spyrji hann sig hvers vegna Hæstiréttur sýkni ekki í málinu í stað þess að senda það aftur heim í hérað til að rannsaka hluti upp á nýtt, átta árum eftir að þeir gerðust. Fréttin hefur verið uppfærð.
CLN-málið Tengdar fréttir Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Margt líkt með Al Thani-málinu og CLN-málinu að mati saksóknara Sýknudómur yfir þeim Hreiðar Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni kemur Birni Þorvaldssyni, saksóknara á óvart. 26. janúar 2016 13:12
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
CLN-málið: Málsgögn bendi til að aðrir en Hreiðar Már hafi látið greiða út lán framhjá lánanefnd Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurð Einarsson af ákæru um umboðssvik. 26. janúar 2016 12:15