Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 15:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi í borginni Eskisehir á föstudagskvöldið en með sex stigum í næstu tveimur leikjum á móti Tyrkjum og Kósóvó eru strákarnir okkar öruggir með sæti í umspili um farseðil á HM 2018. „Auðvitað er þetta þægileg pæling en öll liðin eru jöfn. Ef við misstígum okkur getum við dottið niður en við erum góðir undir pressu og erum tilbúnir í slaginn. Við erum bestir undir pressu eins og sást á móti Króatíu. Þar vildum við vinna og það gerðist,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska liðsins. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Króatíu sem vannst, 1-0, en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Eftir það tók hann stöðuna af Ara Frey Skúlasyni. „Gæðin eru mikil í landsliðinu og leikmennirnir orðnir miklu betri þannig það er erfitt að komast í landsliðið og krefjast þess að fá að spila. Þegar að maður fær tækifærið reynir maður að nýta það eins vel og maður getur,“ segir hann. „Ég hef reynt að nýta mín tækifæri hingað til og vonandi heldur það bara áfram. Auðvitað er leiðinlegt fyrir aðra leikmenn sem þurfa að sitja á bekknum. Þeir eru samt alltaf tilbúnir að koma inn á þegar að kallið kemur. Það er ekki hægt að kvarta yfir liðsheildinni hérna. Það hjálpast allir að.“ Þrátt fyrir að vera byrjunarliðsmaður í landsliði sem spilaði á EM 2016 og gæti verið á leið á HM 2018 fær hann lítið sem ekkert að spila hjá B-deildarliðinu Bristol City á Englandi. „Ég er orðinn vel pirraður að innan en ég læt ekki neinn sjá það á mér. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þjálfaranum eða öðrum í teyminu. Auðvitað á ég að fá einhverja leiki þarna. Ég fæ bikarleiki sem er ekki nóg því ég verð að spila meira. Ég er ekki sáttur með þetta,“ segir Hörður Björgvin. „Ég er ánægður með að fá kallið í landsliðið en það gefur mér ekkert hjá Bristol. Það er mjög skrítið að spila vel með landsliðinu á móti góðum leikmönnum en fá ekkert fyrir það hjá félagsliðinu mínu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi í borginni Eskisehir á föstudagskvöldið en með sex stigum í næstu tveimur leikjum á móti Tyrkjum og Kósóvó eru strákarnir okkar öruggir með sæti í umspili um farseðil á HM 2018. „Auðvitað er þetta þægileg pæling en öll liðin eru jöfn. Ef við misstígum okkur getum við dottið niður en við erum góðir undir pressu og erum tilbúnir í slaginn. Við erum bestir undir pressu eins og sást á móti Króatíu. Þar vildum við vinna og það gerðist,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska liðsins. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Króatíu sem vannst, 1-0, en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Eftir það tók hann stöðuna af Ara Frey Skúlasyni. „Gæðin eru mikil í landsliðinu og leikmennirnir orðnir miklu betri þannig það er erfitt að komast í landsliðið og krefjast þess að fá að spila. Þegar að maður fær tækifærið reynir maður að nýta það eins vel og maður getur,“ segir hann. „Ég hef reynt að nýta mín tækifæri hingað til og vonandi heldur það bara áfram. Auðvitað er leiðinlegt fyrir aðra leikmenn sem þurfa að sitja á bekknum. Þeir eru samt alltaf tilbúnir að koma inn á þegar að kallið kemur. Það er ekki hægt að kvarta yfir liðsheildinni hérna. Það hjálpast allir að.“ Þrátt fyrir að vera byrjunarliðsmaður í landsliði sem spilaði á EM 2016 og gæti verið á leið á HM 2018 fær hann lítið sem ekkert að spila hjá B-deildarliðinu Bristol City á Englandi. „Ég er orðinn vel pirraður að innan en ég læt ekki neinn sjá það á mér. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þjálfaranum eða öðrum í teyminu. Auðvitað á ég að fá einhverja leiki þarna. Ég fæ bikarleiki sem er ekki nóg því ég verð að spila meira. Ég er ekki sáttur með þetta,“ segir Hörður Björgvin. „Ég er ánægður með að fá kallið í landsliðið en það gefur mér ekkert hjá Bristol. Það er mjög skrítið að spila vel með landsliðinu á móti góðum leikmönnum en fá ekkert fyrir það hjá félagsliðinu mínu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó