Danir komnir í umspilið eftir jafntefli Dagur Lárusson skrifar 8. október 2017 15:30 Christian Eriksen hefur skorað grimmt í síðustu landsleikjum. vísir/getty Í E-riðli undankeppni HM 2018 tóku Danir á móti Rúmenum en Dönum dugði jafntefli til þess að komast í umspilið. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og vörðust bæði vel og því var markalaust í leikhlé. Í seinni hálfleiknum sóttu Danir í sig veðrið og uppskáru þeir á 60. mínútu þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu. Á punktinn steig leikmaður Tottenham, Christan Eriksen, og hann skoraði og kom sínum mönnum yfir 1-0. Stuttu eftir mark Dana fékk Christan Ganea að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og því léku Rúmenar einum færri þar sem eftir lifði leiks. Allt stefndi í sigur Dana en þá steig fram Ciprian Ioan Deac og hann skoraði jöfnunamark Rúmena á 88. mínútu og gerði hann lokamínúturnar æsispennandi. En 1-1 reyndust hinsvegar lokatölur leiksins og því enduðu Danir í 2.sæti riðilsins með 20 stig á meðan Rúmenar enduðu í 4.sæti með 13 stig á Danir því á leiðinni í umspilið. HM 2018 í Rússlandi
Í E-riðli undankeppni HM 2018 tóku Danir á móti Rúmenum en Dönum dugði jafntefli til þess að komast í umspilið. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum og vörðust bæði vel og því var markalaust í leikhlé. Í seinni hálfleiknum sóttu Danir í sig veðrið og uppskáru þeir á 60. mínútu þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu. Á punktinn steig leikmaður Tottenham, Christan Eriksen, og hann skoraði og kom sínum mönnum yfir 1-0. Stuttu eftir mark Dana fékk Christan Ganea að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og því léku Rúmenar einum færri þar sem eftir lifði leiks. Allt stefndi í sigur Dana en þá steig fram Ciprian Ioan Deac og hann skoraði jöfnunamark Rúmena á 88. mínútu og gerði hann lokamínúturnar æsispennandi. En 1-1 reyndust hinsvegar lokatölur leiksins og því enduðu Danir í 2.sæti riðilsins með 20 stig á meðan Rúmenar enduðu í 4.sæti með 13 stig á Danir því á leiðinni í umspilið.