Harry Kane tryggði Englandi sigur Dagur Lárusson skrifar 8. október 2017 15:30 Harry Kane skoraði sigurmark Englands. vísir/getty Englendingar fóru í heimsókn til Litháen í síðustu umferð F-riðils í undankeppni HM 2018 en Englendingar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Rússlandi næsta sumar. Þessi leikur var ekki uppá marga fiska en það dróg ekki til tíðinda fyrr en á 27. mínútu leiksins þegar brotið var á Dele Alli í teig Litháen. Á punktinn steig Harry Kane og skoraði hann af öryggi. Í seinni hálfleiknum voru Englendingar með boltann nánast allan tímann en sköpuðu sér ekki nægilega góð færi og skoruðu því ekki fleiri mörk og lokastaðan var því 0-1. Englendingar sigra því riðilinn taplausir og með tryggt sæti á HM næsta sumar. HM 2018 í Rússlandi
Englendingar fóru í heimsókn til Litháen í síðustu umferð F-riðils í undankeppni HM 2018 en Englendingar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Rússlandi næsta sumar. Þessi leikur var ekki uppá marga fiska en það dróg ekki til tíðinda fyrr en á 27. mínútu leiksins þegar brotið var á Dele Alli í teig Litháen. Á punktinn steig Harry Kane og skoraði hann af öryggi. Í seinni hálfleiknum voru Englendingar með boltann nánast allan tímann en sköpuðu sér ekki nægilega góð færi og skoruðu því ekki fleiri mörk og lokastaðan var því 0-1. Englendingar sigra því riðilinn taplausir og með tryggt sæti á HM næsta sumar.