Þýskaland með fullt hús stiga I Noregur með sigur á N-Írlandi Dagur Lárusson skrifar 8. október 2017 20:45 Joshua Kimmich hefur verið einn besti leikmaður Þýskalands í undankeppninni. vísir/getty Lokaumerðinni í C-riðli undankepnni HM var rétt í þessu að ljúka en heimsmeistarar Þjóðverja tóku á móti Aserbaídsjan. Fyrir leikinn var Þýskaland með fullt hús stiga og því búið að tryggja sér farseðilinn til Rússlands næsta sumar. Það var Leon Goretzka sem skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld en það gerði hann á 9. mínútu. Aserar sóttu í sig veðrir eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og náðu að jafna leikinn fyrir hlé og því var staðan 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum tóku Þjóðverjar öll völd á vellinum og komust þeir yfir á 54. mínútu og var þar að verki Sandro Wagner. Tíu mínútum seinna skoraði Antonio Ruediger, leikmaður Chelsea, þriðja mark Þjóðverja. Leon Goretzka skoraði sitt annað mark á 66. mínútu áður en Emre Can lauk markaveislunni með marki á 81. mínútu. Þjóðverjar því með fullt hús stiga í undankeppninnni en Lars Lagerback og lærisveinar hans báru einnig sigurorð á N-Írlandi í sama riðli á meðan Tékkland var ekki í vandræðum með San Marínó og unnu þá 5-0. HM 2018 í Rússlandi
Lokaumerðinni í C-riðli undankepnni HM var rétt í þessu að ljúka en heimsmeistarar Þjóðverja tóku á móti Aserbaídsjan. Fyrir leikinn var Þýskaland með fullt hús stiga og því búið að tryggja sér farseðilinn til Rússlands næsta sumar. Það var Leon Goretzka sem skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld en það gerði hann á 9. mínútu. Aserar sóttu í sig veðrir eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og náðu að jafna leikinn fyrir hlé og því var staðan 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum tóku Þjóðverjar öll völd á vellinum og komust þeir yfir á 54. mínútu og var þar að verki Sandro Wagner. Tíu mínútum seinna skoraði Antonio Ruediger, leikmaður Chelsea, þriðja mark Þjóðverja. Leon Goretzka skoraði sitt annað mark á 66. mínútu áður en Emre Can lauk markaveislunni með marki á 81. mínútu. Þjóðverjar því með fullt hús stiga í undankeppninnni en Lars Lagerback og lærisveinar hans báru einnig sigurorð á N-Írlandi í sama riðli á meðan Tékkland var ekki í vandræðum með San Marínó og unnu þá 5-0.