Varaforsetinn gekk út af fótboltaleik vegna mótmæla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. október 2017 22:38 Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Vísir/Getty Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, gekk út af leik í NFL deildinni í dag eftir að nokkrir leikmenn neituðu að standa upp þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Frá þessu greindi Pence á Twitter síðu sinni í dag. Um var að ræða leik í heimaríki hans, Indiana og léku Indianapolis Colts á móti San Francisco 49ers. Donald Trump bandaríkjaforseti sagði sjálfur á Twitter að hann hefði beðið varaforsetann að fara ef leikmenn neituðu að standa upp í þjóðsöngnum og sagðist vera stoltur af Pence. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst ekki til of mikils ætlast að NFL leikmenn beri virðingu fyrir fánanum,“ skrifaði Pence.I stand with @POTUS Trump, I stand with our soldiers, and I will always stand for our Flag and our National Anthem. pic.twitter.com/B0zP5M41MQ— Vice President Pence (@VP) October 8, 2017 I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Leikmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur margir hverjir neitað að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans. Tengdar fréttir Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45 Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, gekk út af leik í NFL deildinni í dag eftir að nokkrir leikmenn neituðu að standa upp þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Frá þessu greindi Pence á Twitter síðu sinni í dag. Um var að ræða leik í heimaríki hans, Indiana og léku Indianapolis Colts á móti San Francisco 49ers. Donald Trump bandaríkjaforseti sagði sjálfur á Twitter að hann hefði beðið varaforsetann að fara ef leikmenn neituðu að standa upp í þjóðsöngnum og sagðist vera stoltur af Pence. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst ekki til of mikils ætlast að NFL leikmenn beri virðingu fyrir fánanum,“ skrifaði Pence.I stand with @POTUS Trump, I stand with our soldiers, and I will always stand for our Flag and our National Anthem. pic.twitter.com/B0zP5M41MQ— Vice President Pence (@VP) October 8, 2017 I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Leikmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur margir hverjir neitað að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans.
Tengdar fréttir Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45 Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45
Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21
Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30