Frelsi til að vera ósammála Logi Bergmann skrifar 30. september 2017 07:00 Stundum velti ég fyrir mér hvernig okkur tókst að móðgast fyrir tíma samfélagsmiðla. Getur verið að allir hafi bara verið meira og minna sammála og í mesta lagi hafi einn eða tveir rokið í fússi úr heita pottinum eða fermingarveislunni? Við verðum nefnilega svo reið. Svo rosalega reið og stundum ósanngjörn. Við vitum alltaf hvað einhver annar var í raun að segja og við finnum hjá okkur ríka þörf til að ráðast á hann og benda viðkomandi á það hvað hann sé rosalega mikill fáviti með svakalega rangar skoðanir. Það sem er verra, er að þetta er orðið eðlilegt. Það var ekki þannig. Mamma hefur oft sagt mér söguna af gömlum vini hennar sem henti í hana penna, rauk út og sagði að það væri ekki hægt að tala við hana af því að maðurinn hennar (pabbi minn) væri svo mikill kommúnisti. Yfirfært á samfélagsmiðla telst þetta bara eðlileg hegðun í dag. Hvað er það sem dregur fram í okkur þörfina til að trúa á það versta í fólki? Sú vissa að andstæðingar okkar eða sá sem er ekki sammála okkur, sé það vegna þess að hann sé vond manneskja? Þegar maður hugsar út í það, er þá ekki ólíklegt að vonda fólkið raðist alltaf á hinn enda pólitíska kvarðans?Fjögurra vikna frekjukast Þetta eru örugglega soltið barnalegar spurningar en ég held að við höfum gott af því að velta þeim fyrir okkur. Við erum nefnilega að fara í kosningar eftir nákvæmlega fjórar vikur. Og ímyndið ykkur hvernig ástandið verður þegar við tökum hefðbundna hálfs árs kosningabaráttu og pökkum henni inn í 28 daga æðiskast á samfélagsmiðlum. Nú er ég enginn sérstakur spámaður en ég held að ég geti lofað ykkur því að það verður ekki skemmtilegt, í það minnsta ef síðustu dagar gefa einhvern forsmekk af því sem koma skal. Gífuryrði og yfirlýsingar um að þessir ætli ekki að leika við þennan og það komi ekki til greina að þessir tveir vinni saman. Andrúmsloftið er eins og eftir þrotað rifrildi og kjósandinn ráfar um eins og ráðvillt skilnaðarbarn. En þetta getur ekki gengið svona. Það segir sig sjálft. Stjórnmál snúast nefnilega um málamiðlanir. Innan skynsamlegra marka er ekkert til sem heitir rangar skoðanir og réttar. Maður getur verið sammála eða ósammála. Á því er töluverður munur. Í því felst frelsið. Já, og lýðræðið. Því þegar kemur að því að ná niðurstöðu þá verður hún til með því að ná sátt um leiðir með fólki sem er ekki sömu skoðunar.Ekki tapa gleðinni Ég veit ekki um aðra, en ég hef í það minnsta ekki gaman af þessu. Mín pólitíska sannfæring er til dæmis ekki nógu sterk til að blokka einhvern á Facebook. Ef ég hef gert það þá er það frekar vegna þess að viðkomandi er bara svo sjúklega leiðinlegur. Ég held að það sé gott að hafa í huga að við þurfum ekki á því að halda að það sé talað niður til okkar og við skömmuð fyrir að hafa rangar skoðanir. Við munum taka ákvarðanir sjálf um hvað við ætlum að kjósa og þær verða líklega byggðar á því hvernig við metum þá sem bjóða sig fram. Sem gæti verið hræðilegur misskilningur en það verður þá bara að hafa það. Miðað við síðustu misseri þá líður ekki á löngu áður en við fáum tækifæri til að skipta um skoðun. Þangað til – ekki tapa gleðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Logi Bergmann Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Stundum velti ég fyrir mér hvernig okkur tókst að móðgast fyrir tíma samfélagsmiðla. Getur verið að allir hafi bara verið meira og minna sammála og í mesta lagi hafi einn eða tveir rokið í fússi úr heita pottinum eða fermingarveislunni? Við verðum nefnilega svo reið. Svo rosalega reið og stundum ósanngjörn. Við vitum alltaf hvað einhver annar var í raun að segja og við finnum hjá okkur ríka þörf til að ráðast á hann og benda viðkomandi á það hvað hann sé rosalega mikill fáviti með svakalega rangar skoðanir. Það sem er verra, er að þetta er orðið eðlilegt. Það var ekki þannig. Mamma hefur oft sagt mér söguna af gömlum vini hennar sem henti í hana penna, rauk út og sagði að það væri ekki hægt að tala við hana af því að maðurinn hennar (pabbi minn) væri svo mikill kommúnisti. Yfirfært á samfélagsmiðla telst þetta bara eðlileg hegðun í dag. Hvað er það sem dregur fram í okkur þörfina til að trúa á það versta í fólki? Sú vissa að andstæðingar okkar eða sá sem er ekki sammála okkur, sé það vegna þess að hann sé vond manneskja? Þegar maður hugsar út í það, er þá ekki ólíklegt að vonda fólkið raðist alltaf á hinn enda pólitíska kvarðans?Fjögurra vikna frekjukast Þetta eru örugglega soltið barnalegar spurningar en ég held að við höfum gott af því að velta þeim fyrir okkur. Við erum nefnilega að fara í kosningar eftir nákvæmlega fjórar vikur. Og ímyndið ykkur hvernig ástandið verður þegar við tökum hefðbundna hálfs árs kosningabaráttu og pökkum henni inn í 28 daga æðiskast á samfélagsmiðlum. Nú er ég enginn sérstakur spámaður en ég held að ég geti lofað ykkur því að það verður ekki skemmtilegt, í það minnsta ef síðustu dagar gefa einhvern forsmekk af því sem koma skal. Gífuryrði og yfirlýsingar um að þessir ætli ekki að leika við þennan og það komi ekki til greina að þessir tveir vinni saman. Andrúmsloftið er eins og eftir þrotað rifrildi og kjósandinn ráfar um eins og ráðvillt skilnaðarbarn. En þetta getur ekki gengið svona. Það segir sig sjálft. Stjórnmál snúast nefnilega um málamiðlanir. Innan skynsamlegra marka er ekkert til sem heitir rangar skoðanir og réttar. Maður getur verið sammála eða ósammála. Á því er töluverður munur. Í því felst frelsið. Já, og lýðræðið. Því þegar kemur að því að ná niðurstöðu þá verður hún til með því að ná sátt um leiðir með fólki sem er ekki sömu skoðunar.Ekki tapa gleðinni Ég veit ekki um aðra, en ég hef í það minnsta ekki gaman af þessu. Mín pólitíska sannfæring er til dæmis ekki nógu sterk til að blokka einhvern á Facebook. Ef ég hef gert það þá er það frekar vegna þess að viðkomandi er bara svo sjúklega leiðinlegur. Ég held að það sé gott að hafa í huga að við þurfum ekki á því að halda að það sé talað niður til okkar og við skömmuð fyrir að hafa rangar skoðanir. Við munum taka ákvarðanir sjálf um hvað við ætlum að kjósa og þær verða líklega byggðar á því hvernig við metum þá sem bjóða sig fram. Sem gæti verið hræðilegur misskilningur en það verður þá bara að hafa það. Miðað við síðustu misseri þá líður ekki á löngu áður en við fáum tækifæri til að skipta um skoðun. Þangað til – ekki tapa gleðinni.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun