„Vitleysa“ að stilla öldruðum og öryrkjum upp á móti innflytjendum Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 14:57 „Það var skemmtilegt að vera í Kolaportinu um daginn með tengdadóttur minni, sem er indversk og þeldökk. Þar komu fjórir einstaklingar og sögðust ekki skrifa upp á meðmælalista fyrir þennan rasistaflokk. Þá sagði hún: Mamma mín, what are they saying? (Hvað eru þau að segja?) –The usual thing, the racist thing about me. (Þetta venjulega, rasistatal um mig). Þá sagði hún: „What do they mean? Are they colourblind? (Hvað meina þau? Eru þau litblind).“ Þetta sagði Inga Sæland í Víglínunni í dag. Hún og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Víglundsson mættu í Víglínuna í dag og ræddu komandi kosningar. Inga sagði Flokk fólksins aldrei hafa haldið því fram að ekki ætti að taka utan um fólk hér í neyð. „Nú?“ mátti þá heyra Rósu segja áður en Inga hélt áfram: „Við höfum aldrei sagt að við ættum ekki að hjálpa fólki sem hefur það erfitt. Aldrei nokkurn tímann. Við höfum líka aldrei sagt að við værum ekki ríkari að eiga hér hátt í þrjátíu þúsund innflytjendur sem hafa byggt landið okkar í áratugi með okkur.“ Þá sagði Rósa það ekki alveg rétt. „Hún hefur margoft lýst því yfir að hún trúi því ekki að Reykjavíkurborg taki hælisleitendur fram yfir fjölskyldur. Hún segir að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara og svo framvegis. Þetta hefur hún sagt nokkrum sinnum á þessu ári bara;“ sagði Rósa. „Ég trúi því ekki að eldri fólk og öryrkjar á Íslandi vilji láta stilla sér upp með þessum hætti sem að flokkur fólksins hefur gert. Það er að segja að þetta séu andstæðir hópar, í staðinn fyrir, eins og við í Vinstri grænum og aðrir í samfélaginu höfum verið að benda á, að við þurfum að leita raunverulegra leiða til að hjálpa þessum hópum og öðrum til.“ Þorsteinn tók undir með Rósu og sagði málflutning Flokks fólksins ekki boðlegan. „Þetta eru ekki andstæðir hópar. Þvert á móti. Við erum að reisa velferð okkar á, meðal annars, þeim krafti sem við fáum frá innflytjendum inn í hagkerfið okkar. Við hefðum aldrei ráðið við þessa hagsveiflu öðruvísi. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá innflytjendum. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá flóttamönnum. Það er bara algjör vitleysa að halda því fram að þessi hópur sé einhverskonar byrði á velferðarkerfinu. Hvort sem það eru hælisleitendur sem fá hér landvistarleyfi, flóttamenn sem við bjóðum hér velkomna eða innflytjendur sem koma hér af því að þeim er það fullfrjálst frá öðrum Evrópuríkjum. Þetta fólk er allt saman að leggja alveg gríðarlegt framlagt til samfélagsins. Það er að borga miklu meira til þess heldur en það tekur nokkurn tímann frá því.“ Hægt er að horfa á þáttinn allan hér að ofan en umræðan sem vísað er til hefst eftir um 38 mínútur. Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
„Það var skemmtilegt að vera í Kolaportinu um daginn með tengdadóttur minni, sem er indversk og þeldökk. Þar komu fjórir einstaklingar og sögðust ekki skrifa upp á meðmælalista fyrir þennan rasistaflokk. Þá sagði hún: Mamma mín, what are they saying? (Hvað eru þau að segja?) –The usual thing, the racist thing about me. (Þetta venjulega, rasistatal um mig). Þá sagði hún: „What do they mean? Are they colourblind? (Hvað meina þau? Eru þau litblind).“ Þetta sagði Inga Sæland í Víglínunni í dag. Hún og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þorsteinn Víglundsson mættu í Víglínuna í dag og ræddu komandi kosningar. Inga sagði Flokk fólksins aldrei hafa haldið því fram að ekki ætti að taka utan um fólk hér í neyð. „Nú?“ mátti þá heyra Rósu segja áður en Inga hélt áfram: „Við höfum aldrei sagt að við ættum ekki að hjálpa fólki sem hefur það erfitt. Aldrei nokkurn tímann. Við höfum líka aldrei sagt að við værum ekki ríkari að eiga hér hátt í þrjátíu þúsund innflytjendur sem hafa byggt landið okkar í áratugi með okkur.“ Þá sagði Rósa það ekki alveg rétt. „Hún hefur margoft lýst því yfir að hún trúi því ekki að Reykjavíkurborg taki hælisleitendur fram yfir fjölskyldur. Hún segir að hælisleitendum væri mismunað á kostnað eldri borgara og svo framvegis. Þetta hefur hún sagt nokkrum sinnum á þessu ári bara;“ sagði Rósa. „Ég trúi því ekki að eldri fólk og öryrkjar á Íslandi vilji láta stilla sér upp með þessum hætti sem að flokkur fólksins hefur gert. Það er að segja að þetta séu andstæðir hópar, í staðinn fyrir, eins og við í Vinstri grænum og aðrir í samfélaginu höfum verið að benda á, að við þurfum að leita raunverulegra leiða til að hjálpa þessum hópum og öðrum til.“ Þorsteinn tók undir með Rósu og sagði málflutning Flokks fólksins ekki boðlegan. „Þetta eru ekki andstæðir hópar. Þvert á móti. Við erum að reisa velferð okkar á, meðal annars, þeim krafti sem við fáum frá innflytjendum inn í hagkerfið okkar. Við hefðum aldrei ráðið við þessa hagsveiflu öðruvísi. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá innflytjendum. Við erum með háa atvinnuþátttöku hjá flóttamönnum. Það er bara algjör vitleysa að halda því fram að þessi hópur sé einhverskonar byrði á velferðarkerfinu. Hvort sem það eru hælisleitendur sem fá hér landvistarleyfi, flóttamenn sem við bjóðum hér velkomna eða innflytjendur sem koma hér af því að þeim er það fullfrjálst frá öðrum Evrópuríkjum. Þetta fólk er allt saman að leggja alveg gríðarlegt framlagt til samfélagsins. Það er að borga miklu meira til þess heldur en það tekur nokkurn tímann frá því.“ Hægt er að horfa á þáttinn allan hér að ofan en umræðan sem vísað er til hefst eftir um 38 mínútur.
Kosningar 2017 Víglínan Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira