Stór hluti telur stöðu Bjarna hafa versnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2017 06:00 Þrír af hverjum fjórum telja að staða Bjarna Benediktssonar hafi versnað á síðustu dögum. visir/anton brink Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Um 75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja að pólitísk staða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé veikari eftir atburði síðustu daga. Tæp 11 prósent telja að staða hans sé sterkari en rúm 14 prósent telja að staðan sé óbreytt. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar slitnaði á fimmtudagskvöld eftir að upplýst var að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði veitt dæmdum barnaníðingi umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Stjórn Bjartrar framtíðar tók ákvörðun um að slíta samstarfinu á forsendum trúnaðarbrest sem hafi komið upp með því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafði veitt Bjarna upplýsingar um umsögnina, án þess að forystumenn hinna stjórnarflokkanna fengju sömu upplýsingar. Í könnuninni voru svarendur líka spurðir að því hverjum stjórnarflokkanna þeim þætti standa verst eftir atburði síðustu daga. Niðurstaðan var sú að 68,4 prósent sögðu Sjálfstæðisflokkinn standa verst eftir atburði síðustu daga, 25,9 prósent sögðu Bjarta framtíð standa verst, en 3,4 prósent nefndu Viðreisn. Þá sögðu 2,3 prósent að staða flokkanna væri óbreytt. Hringt var í 1.311 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 18. september. Svarhlutfallið var 61 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var annars vegar: Er pólitísk staða Bjarna Benediktssonar sterkari eða veikari eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 84,5 þeirra sem svöruðu afstöðu til þeirrar spurningar, 11 prósent voru óákveðnir en 4 prósent svöruðu ekki spurningunni. Hins vegar var spurt: Hver stjórnarflokkanna finnst þér standa verst eftir atburði síðustu daga? Alls tóku 71,4 prósent afstöðu til þeirrar spurningar, 21 prósent voru óákveðnir en 7 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00