Svona lítur fallbaráttan í Pepsi-deildinni út: Ólsarar ískaldir en Eyjamenn á siglinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2017 23:30 FH getur haft mikil áhrif á fallbaráttuna en fyrrverandi meistararnir eiga eftir að mæta Fjölni, Ólsurum og Blikum. Vísir/Eyþór Þegar tvær umferðir (plús leikur Fjölnis og FH á morgun) eru eftir í Pepsi-deild karla í fótbolta eru fimm lið enn þá í fallhættu. Tölfræðilega má taka sjötta liðið, Víking Reykjavík, inn í dæmið en með sigri á Ólsurum á mánudaginn svo gott sem tryggði Fossvogsliðið sér sæti í deildinni þar sem sex stigum og 17 mörkum munar á Víkingsliðunum tveimur. Skagamenn lifa enn í voninni en þeir geta fallið í sófanum heima síðdegis á morgun takist Fjölni að hirða stig af FH á heimavelli sínum í Grafarvoginum. Skagamenn eru samt sem áður næst heitasta liðið í fallbaráttunni með sex stig í síðustu fimm leikjum en þar af hefur liðið ekki tapað í þremur leikjum í röð.Skaginn er sama og fallinn og Fjölnir eru í miklu basli.vísir/ernirFjölnir í vandræðum Fjölnismenn eru í miklum vandræðum en þeir eru búnir að safna fimm stigum í síðustu fimm leikjum og hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð. Þeir eiga óárennilegt prógram eftir en Fjölnismanna bíða leikir gegn FH, KR og Grindavík. Eyjamenn eru heitastir í fallbaráttunni en liðið er búið að vinna þrjá leiki af síðustu fimm, þar af tvo á útivelli og safna níu stigum af fimmtán mögulegum. Stigin 22 sem liðið er komið með dugar liðinu til að halda sæti sínu í deildinni tapi Ólsarar síðustu tveimur leikjum sínum. Ólafsvíkingar eru ansi líklegir til að kveðja deild þeirra bestu liðið en liðið er það ískaldasta í fallbaráttunni. Lærisveinar Ejubs Purisevic eru aðeins búnir að fá eitt stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum og er með markatöluna -13 á þeim tíma.Milos Milojevic er ekki sloppinn við fallið.vísir/antonBlikar ekki sloppnir Ólsarar eiga mjög erfiðan leik gegn FH næst og gætu fallið á sunnudaginn með tapi sigri Fjölnir annað hvort FH á morgun eða vængbrotið lið KR í 21. umferðinni. KR verður án Finns Orra Margeirssonar, Pálma Rafns Pálmasonar, Skúla Jóns Friðgeirssonar og André Bjerregaard. Óvæntasta liðið í fallbaráttunni er Breiðablik sem eru þó búið að safna sex stigum af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Það var gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar; ÍA og Ólafsvík, en Kópavogsliðið er nú búið að tapa þremur leikjum í röð. Blikar fá sjóðheita Eyjamenn í heimsókn á sunnudaginn og verða enn í fallbaráttu með tapi nái Ólsarar óvæntu stigi eða hvað þá öðrum sigri á móti FH. Strákarnir hans Milosar Milojevic halda sæti sínu í deildinni sama hvað tapi Ólsarar á móti FH.Stigasöfnun fallbaráttuliðanna í síðustu fimm leikjum:12. sæti: ÍA 5 stig af 15 mögulegum (Markatala -1) Ekki tapað í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: Víkingur R. (ú) Víkingur Ó. (h)11. sæti: Víkingur Ólafsvík 1 stig af 15 mögulegum (-13) Ekki unnið í fimm leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) ÍA (ú)10. sæti: Fjölnir 5 stig af 15 mögulegum (-4) Ekki unnið í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) KR (h) Grindavík (ú)9. sæti: ÍBV 9 stig af 15 mögulegum (+3) Unnið tvo útileiki í síðustu fimmLeikir sem liðið á eftir: Breiðablik (ú) KA (h)8. sæti: Breiðablik 6 stig af 15 mögulegum (+1) Tapað þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: ÍBV (h) FH (ú) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira
Þegar tvær umferðir (plús leikur Fjölnis og FH á morgun) eru eftir í Pepsi-deild karla í fótbolta eru fimm lið enn þá í fallhættu. Tölfræðilega má taka sjötta liðið, Víking Reykjavík, inn í dæmið en með sigri á Ólsurum á mánudaginn svo gott sem tryggði Fossvogsliðið sér sæti í deildinni þar sem sex stigum og 17 mörkum munar á Víkingsliðunum tveimur. Skagamenn lifa enn í voninni en þeir geta fallið í sófanum heima síðdegis á morgun takist Fjölni að hirða stig af FH á heimavelli sínum í Grafarvoginum. Skagamenn eru samt sem áður næst heitasta liðið í fallbaráttunni með sex stig í síðustu fimm leikjum en þar af hefur liðið ekki tapað í þremur leikjum í röð.Skaginn er sama og fallinn og Fjölnir eru í miklu basli.vísir/ernirFjölnir í vandræðum Fjölnismenn eru í miklum vandræðum en þeir eru búnir að safna fimm stigum í síðustu fimm leikjum og hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð. Þeir eiga óárennilegt prógram eftir en Fjölnismanna bíða leikir gegn FH, KR og Grindavík. Eyjamenn eru heitastir í fallbaráttunni en liðið er búið að vinna þrjá leiki af síðustu fimm, þar af tvo á útivelli og safna níu stigum af fimmtán mögulegum. Stigin 22 sem liðið er komið með dugar liðinu til að halda sæti sínu í deildinni tapi Ólsarar síðustu tveimur leikjum sínum. Ólafsvíkingar eru ansi líklegir til að kveðja deild þeirra bestu liðið en liðið er það ískaldasta í fallbaráttunni. Lærisveinar Ejubs Purisevic eru aðeins búnir að fá eitt stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum og er með markatöluna -13 á þeim tíma.Milos Milojevic er ekki sloppinn við fallið.vísir/antonBlikar ekki sloppnir Ólsarar eiga mjög erfiðan leik gegn FH næst og gætu fallið á sunnudaginn með tapi sigri Fjölnir annað hvort FH á morgun eða vængbrotið lið KR í 21. umferðinni. KR verður án Finns Orra Margeirssonar, Pálma Rafns Pálmasonar, Skúla Jóns Friðgeirssonar og André Bjerregaard. Óvæntasta liðið í fallbaráttunni er Breiðablik sem eru þó búið að safna sex stigum af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Það var gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar; ÍA og Ólafsvík, en Kópavogsliðið er nú búið að tapa þremur leikjum í röð. Blikar fá sjóðheita Eyjamenn í heimsókn á sunnudaginn og verða enn í fallbaráttu með tapi nái Ólsarar óvæntu stigi eða hvað þá öðrum sigri á móti FH. Strákarnir hans Milosar Milojevic halda sæti sínu í deildinni sama hvað tapi Ólsarar á móti FH.Stigasöfnun fallbaráttuliðanna í síðustu fimm leikjum:12. sæti: ÍA 5 stig af 15 mögulegum (Markatala -1) Ekki tapað í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: Víkingur R. (ú) Víkingur Ó. (h)11. sæti: Víkingur Ólafsvík 1 stig af 15 mögulegum (-13) Ekki unnið í fimm leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) ÍA (ú)10. sæti: Fjölnir 5 stig af 15 mögulegum (-4) Ekki unnið í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) KR (h) Grindavík (ú)9. sæti: ÍBV 9 stig af 15 mögulegum (+3) Unnið tvo útileiki í síðustu fimmLeikir sem liðið á eftir: Breiðablik (ú) KA (h)8. sæti: Breiðablik 6 stig af 15 mögulegum (+1) Tapað þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: ÍBV (h) FH (ú)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn