Lagerbäck segir engan vera betri en hefur samt aldrei valið hann í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 22:30 Martin Ödegaard hefur bara spilað með 21 árs landsliðinu að undanförnu. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hrósað norska undrabarninu Martin Ödegaard sem hefur verið að spila vel með hollenska liðinu Heerenveen í upphafi tímabilsins. Lagerbäck hefur stýrt norska landsliðinu í fimm leikjum en hann hefur þó enn ekki valið Ödegaard í landsliðshópinn sinn. Martin Ödegaard er fæddur í desember 1998 en hann var orðinn leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid aðeins sextán ára gamall. Ödegaard tókst hinsvegar að stand undir öllum væntingunum og var lánaður frá Real Madrid til Heerenveen í janúar síðastliðnum. Ödegaard er þegar búinn að spila níu A-landsleiki fyrir Noreg en hann hefur aldrei verið valinn eftir að Lars Lagerbäck tók við. Lagerbäck fylgist samt vel með honum en ætlar að fara farlega með efnilegast knattspyrnumanna Norðmanna. „Þegar kemur að tækninni þá er enginn leikmaður með norskt vegabréf betri en hann í dag. Hann hefur möguleika til að ná mjög langt,“ sagði Lars Lagerbäck í viðtali við norska sjónvarpið. Martin Ödegaard hefur spilað fimm leiki með Heerenveen í upphafi tímabilsins en liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki og er enn taplaust á leiktíðinni. „Það er sem er best í stöðunni er að hann er að spila alla leiki frá upphafi til enda. Það er það mikilvægasta í dag fyrir svona ungan leikmann,“ sagði Lars Lagerbäck. „Hann er mjög hæfileikaríkur og það er mjög jákvætt að hann sé að spila. Það er síðan bara undir honum sjálfum komið hversu langt hann nær,“ sagði Lagerbäck. Ödegaard var yngsti landsliðsmaður Norðmanna frá upphafi þegar hann lék sinn fyrsta landsleik 15 ára og 253 daga gamall. Margir eru á því að Norðmenn hafi tekið hann alltof fljótt inn í landsliðið. Framundan eru landsleikir við Aserbaídsjan og Þýskalands sem eru síðustu leikir Norðmanna í undankeppni HM en norska liðið á ekki lengur möguleika að komast upp úr riðlinum. „Það verða engar stórar breytingar á hópnum en það er alltaf einhver hreyfing á 23 manna hópnum. Hvaða breytingar eða hve margar gef ég ekki upp á þessum tímapunkti,“ sagði Lars Lagerbäck.Lars Lagerbäck þjálfari norska landsliðsins.Vísir/Getty Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hrósað norska undrabarninu Martin Ödegaard sem hefur verið að spila vel með hollenska liðinu Heerenveen í upphafi tímabilsins. Lagerbäck hefur stýrt norska landsliðinu í fimm leikjum en hann hefur þó enn ekki valið Ödegaard í landsliðshópinn sinn. Martin Ödegaard er fæddur í desember 1998 en hann var orðinn leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid aðeins sextán ára gamall. Ödegaard tókst hinsvegar að stand undir öllum væntingunum og var lánaður frá Real Madrid til Heerenveen í janúar síðastliðnum. Ödegaard er þegar búinn að spila níu A-landsleiki fyrir Noreg en hann hefur aldrei verið valinn eftir að Lars Lagerbäck tók við. Lagerbäck fylgist samt vel með honum en ætlar að fara farlega með efnilegast knattspyrnumanna Norðmanna. „Þegar kemur að tækninni þá er enginn leikmaður með norskt vegabréf betri en hann í dag. Hann hefur möguleika til að ná mjög langt,“ sagði Lars Lagerbäck í viðtali við norska sjónvarpið. Martin Ödegaard hefur spilað fimm leiki með Heerenveen í upphafi tímabilsins en liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki og er enn taplaust á leiktíðinni. „Það er sem er best í stöðunni er að hann er að spila alla leiki frá upphafi til enda. Það er það mikilvægasta í dag fyrir svona ungan leikmann,“ sagði Lars Lagerbäck. „Hann er mjög hæfileikaríkur og það er mjög jákvætt að hann sé að spila. Það er síðan bara undir honum sjálfum komið hversu langt hann nær,“ sagði Lagerbäck. Ödegaard var yngsti landsliðsmaður Norðmanna frá upphafi þegar hann lék sinn fyrsta landsleik 15 ára og 253 daga gamall. Margir eru á því að Norðmenn hafi tekið hann alltof fljótt inn í landsliðið. Framundan eru landsleikir við Aserbaídsjan og Þýskalands sem eru síðustu leikir Norðmanna í undankeppni HM en norska liðið á ekki lengur möguleika að komast upp úr riðlinum. „Það verða engar stórar breytingar á hópnum en það er alltaf einhver hreyfing á 23 manna hópnum. Hvaða breytingar eða hve margar gef ég ekki upp á þessum tímapunkti,“ sagði Lars Lagerbäck.Lars Lagerbäck þjálfari norska landsliðsins.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira