Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. september 2017 06:00 Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar