Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2017 04:00 Sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. vísir/eyþór Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jóhannsson í Grensáskirkju í Reykjavík og fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Ólafur var sendur í leyfi í sumar til að einbeita sér að betrun hjá sálfræðingi. Sr. Ólafur hefur áður komið við sögu fagráðs þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og hefur Fréttablaðið fengið staðfest að mál gegn honum hafi einnig verið rekið fyrir fagráðinu árið 2010. „Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. „Ég beitti þeim úrræðum sem lög og reglur segja til um, og eitt af því var að senda hann í leyfi. Ég veitti honum tiltal og sendi hann í meðferð hjá sálfræðingi.“ Leyfið var til 15. ágúst síðastliðins og eftir það gekk hann aftur til starfa í Grensáskirkju. Agnes segist síðan hafa heyrt af hinum tveimur málunum í gær og því gripið strax til ráðstafana vegna þeirra. „Eftir þá meðferð var það mat sálfræðings að hann væri reiðubúinn til að koma aftur til þjónustu í kirkjunni. Ég hef í dag [í gær] fengið þær upplýsingar að fleiri mál hafi komið til úrskurðarnefndarinnar og hefur hann farið í leyfi á meðan úrskurðarnefndin er að vinna í málinu,“ segir Agnes. Fyrsta málið á þessu ári kom inn á borð fagráðs síðastliðið vor. Brotaþoli, sem ekki vill koma fram undir nafni, staðfestir að hafa á þeim tíma sent málið til fagráðs þar sem meintur gerandi er sr. Ólafur. Í síðustu viku hafi málið síðan verið áframsent til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Fyrsti fundur úrskurðarnefndarinnar um málið er á dagskrá í dag.Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslandsvísir/vilhelmNeitar ásökunum alfarið Ólafur neitar því staðfastlega að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða í því máli. „Þar á í hlut kona sem ég hef talið til kunningja í ákveðnu samhengi. Ég tók utan um hana og kyssti hana á kinnina. Það er atvikið. Ég hélt það væri óhætt en það var greinilega ekki. Algjörlega fráleitt að kalla það kynferðislega áreitni að mínu mati, [þetta] var saklaus koss á kinn,“ segir Ólafur. Hann lýsir því að hann sé mjög hryggur yfir því að málið sé komið á þennan stað. „Auðvitað var það rangt af mér að gera þetta ef það var óþægilegt fyrir hana. Það er engin spurning. En það var ekki kynferðisleg áreitni og tengdist engu slíku.“ Árið 2010 var einnig lögð fram kvörtun til fagráðs vegna sama prests. Ólafur játar því og segist hafa heyrt af því máli en mjög óformlega. Hann segist hafa hitt sálfræðing eftir það mál sem hafi snúist um að læra að setja sér mörk í samskiptum sínum við hitt kynið. „Ég hef alltaf hitt sálfræðing öðru hverju. En í mínum skilningi og skilningi íslenskra laga snýst það ekki um kynferðislega áreitni,“ segir Ólafur. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins, segir fagráðið taka á móti brotaþolum og veita þeim aðstoð. Trúnaður sé við brotaþola og markmið fagráðs sé að hlusta á alla og taka þeim vel. Niðurstaða í málinu í mars hafi verið að senda málið til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. „Úrskurðarnefnd fer svo yfir málið og kallar til viðeigandi aðila að borðinu og úrskurðar í málinu,“ segir Elína. Brotaþolinn í málinu vildi ekki kæra til lögreglu heldur vildi að málið fengi efnislega meðferð innan kirkjunnar. Fagráðið, sem er sjálfstæð eining, vinnur í samvinnu við brotaþola og aðstoðar þá við að senda málið þangað sem brotaþolar sjálfir vilja. Fagráðið stýrir því ekki í hvaða farveg málin fara. Aðstoð og hlustun á brotaþola er meginstefið í vinnu ráðsins. Í ráðinu sitja reyndir aðilar á sviði sálgæslu. Dögg Pálsdóttir er formaður úrskurðarnefndarinnar. Verkefni nefndarinnar er að taka til meðferðar ágreining á kirkjulegum vettvangi og um hana er fjallað í þjóðkirkjulögum. Hún staðfestir að þrjú mál séu nú til meðferðar hjá úrskurðarnefnd sem komið hafa frá fagráðinu þar sem sr. Ólafur er meintur gerandi. Bárust þau úrskurðarnefndinni í síðustu viku. Fyrsti fundur úrskurðarnefndarinnar um málið er á dagskrá í dag. „Við erum eins og hver önnur stjórnsýslunefnd, að sjálfsögðu hvílir á okkur rannsóknarskylda þar sem við gefum málsaðilum kost á að skila gögnum og köllum eftir gögnum ef þörf er á,“ segir Dögg. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota neitar að svara Fréttablaðinu efnislega um þau 27 mál sem komið hafa á borð ráðsins síðustu tíu ár. Ber fyrir sig að verið sé að verja trúnað og persónuvernd brotaþola. 18. september 2017 05:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn, sr. Ólafur Jóhannsson í Grensáskirkju í Reykjavík og fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Ólafur var sendur í leyfi í sumar til að einbeita sér að betrun hjá sálfræðingi. Sr. Ólafur hefur áður komið við sögu fagráðs þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og hefur Fréttablaðið fengið staðfest að mál gegn honum hafi einnig verið rekið fyrir fagráðinu árið 2010. „Ég sendi sr. Ólaf í leyfi í sumar því ég líð ekki svona mál á minni vakt,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. „Ég beitti þeim úrræðum sem lög og reglur segja til um, og eitt af því var að senda hann í leyfi. Ég veitti honum tiltal og sendi hann í meðferð hjá sálfræðingi.“ Leyfið var til 15. ágúst síðastliðins og eftir það gekk hann aftur til starfa í Grensáskirkju. Agnes segist síðan hafa heyrt af hinum tveimur málunum í gær og því gripið strax til ráðstafana vegna þeirra. „Eftir þá meðferð var það mat sálfræðings að hann væri reiðubúinn til að koma aftur til þjónustu í kirkjunni. Ég hef í dag [í gær] fengið þær upplýsingar að fleiri mál hafi komið til úrskurðarnefndarinnar og hefur hann farið í leyfi á meðan úrskurðarnefndin er að vinna í málinu,“ segir Agnes. Fyrsta málið á þessu ári kom inn á borð fagráðs síðastliðið vor. Brotaþoli, sem ekki vill koma fram undir nafni, staðfestir að hafa á þeim tíma sent málið til fagráðs þar sem meintur gerandi er sr. Ólafur. Í síðustu viku hafi málið síðan verið áframsent til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Fyrsti fundur úrskurðarnefndarinnar um málið er á dagskrá í dag.Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslandsvísir/vilhelmNeitar ásökunum alfarið Ólafur neitar því staðfastlega að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða í því máli. „Þar á í hlut kona sem ég hef talið til kunningja í ákveðnu samhengi. Ég tók utan um hana og kyssti hana á kinnina. Það er atvikið. Ég hélt það væri óhætt en það var greinilega ekki. Algjörlega fráleitt að kalla það kynferðislega áreitni að mínu mati, [þetta] var saklaus koss á kinn,“ segir Ólafur. Hann lýsir því að hann sé mjög hryggur yfir því að málið sé komið á þennan stað. „Auðvitað var það rangt af mér að gera þetta ef það var óþægilegt fyrir hana. Það er engin spurning. En það var ekki kynferðisleg áreitni og tengdist engu slíku.“ Árið 2010 var einnig lögð fram kvörtun til fagráðs vegna sama prests. Ólafur játar því og segist hafa heyrt af því máli en mjög óformlega. Hann segist hafa hitt sálfræðing eftir það mál sem hafi snúist um að læra að setja sér mörk í samskiptum sínum við hitt kynið. „Ég hef alltaf hitt sálfræðing öðru hverju. En í mínum skilningi og skilningi íslenskra laga snýst það ekki um kynferðislega áreitni,“ segir Ólafur. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins, segir fagráðið taka á móti brotaþolum og veita þeim aðstoð. Trúnaður sé við brotaþola og markmið fagráðs sé að hlusta á alla og taka þeim vel. Niðurstaða í málinu í mars hafi verið að senda málið til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. „Úrskurðarnefnd fer svo yfir málið og kallar til viðeigandi aðila að borðinu og úrskurðar í málinu,“ segir Elína. Brotaþolinn í málinu vildi ekki kæra til lögreglu heldur vildi að málið fengi efnislega meðferð innan kirkjunnar. Fagráðið, sem er sjálfstæð eining, vinnur í samvinnu við brotaþola og aðstoðar þá við að senda málið þangað sem brotaþolar sjálfir vilja. Fagráðið stýrir því ekki í hvaða farveg málin fara. Aðstoð og hlustun á brotaþola er meginstefið í vinnu ráðsins. Í ráðinu sitja reyndir aðilar á sviði sálgæslu. Dögg Pálsdóttir er formaður úrskurðarnefndarinnar. Verkefni nefndarinnar er að taka til meðferðar ágreining á kirkjulegum vettvangi og um hana er fjallað í þjóðkirkjulögum. Hún staðfestir að þrjú mál séu nú til meðferðar hjá úrskurðarnefnd sem komið hafa frá fagráðinu þar sem sr. Ólafur er meintur gerandi. Bárust þau úrskurðarnefndinni í síðustu viku. Fyrsti fundur úrskurðarnefndarinnar um málið er á dagskrá í dag. „Við erum eins og hver önnur stjórnsýslunefnd, að sjálfsögðu hvílir á okkur rannsóknarskylda þar sem við gefum málsaðilum kost á að skila gögnum og köllum eftir gögnum ef þörf er á,“ segir Dögg.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota neitar að svara Fréttablaðinu efnislega um þau 27 mál sem komið hafa á borð ráðsins síðustu tíu ár. Ber fyrir sig að verið sé að verja trúnað og persónuvernd brotaþola. 18. september 2017 05:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota neitar að svara Fréttablaðinu efnislega um þau 27 mál sem komið hafa á borð ráðsins síðustu tíu ár. Ber fyrir sig að verið sé að verja trúnað og persónuvernd brotaþola. 18. september 2017 05:00