Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 10:26 Aukinn kraftur virðist hafa færst í rannsókn Mueller undanfarnar vikur. Trump hefur lýst henni sem ofsóknum á hendur sér. Vísir/AFP Skjöl og tölvupóstar um brottrekstur forstjóra FBI eru á meðal þeirra gagna sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur krafið Hvíta húsið um.New York Times og Washington Post greindu frá því í gærkvöldi að Mueller hefði óskað eftir gögnum frá forsetatíð Donalds Trump. Þau varða að mikla leyti einstaka atburði sem vakið hafa mikla athygli eftir að Trump tók við embætti, að sögn Washington Post. Fyrir utan öll möguleg gögn sem varða þá ákvörðun forsetans að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og fund Trump yngri með rússneskum lögmanni í fyrra, er sérstaki rannsakandinn sagður á höttunum eftir skjölum sem tengjast brotthvarfi Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, úr Hvíta húsinu. Gögnin varða þrettán flokka sem rannsakendur á vegum Mueller hafa skilgreint og telja sérstaklega mikilvæga fyrir rannsóknina á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. New York Times segir að Mueller vilji gögn sem varða fund sem Trump átti með rússneskum erindrekum í Hvíta húsinu eftir að hann rak Comey. Þar lýsti hann Comey sem „klikkhaus“ og að brottrekstur hans hafi létt „miklum þrýstingi“ af forsetanum.Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Vísir/AFPAfhenda nokkur skjöl í þessari vikuRannsakendurnir hafa einnig óskað eftir gögnum sem tengjast Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump sem er til rannsóknar. Fyrr í vikunni var greint frá því að alríkislögreglan hefði hlerað hann fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember. Húsleit var gerð á heimili hans fyrr í sumar. New York Times hefur eftir Ty Cobb, lögmanni Trump, að hann muni afhenda hluta skjalanna í þessari viku. Hvorki talsmaður Mueller né Hvíta húsið vildi tjá sig um fréttirnar. Mueller tók við rannsókn á meintum tengslum Trump og félaga við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI í maí. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og „gervifréttum“. Stjórnvöld í Kreml hafa sömuleiðis gert lítið úr meintu samráði þeirra við framboð Trump, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Skjöl og tölvupóstar um brottrekstur forstjóra FBI eru á meðal þeirra gagna sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur krafið Hvíta húsið um.New York Times og Washington Post greindu frá því í gærkvöldi að Mueller hefði óskað eftir gögnum frá forsetatíð Donalds Trump. Þau varða að mikla leyti einstaka atburði sem vakið hafa mikla athygli eftir að Trump tók við embætti, að sögn Washington Post. Fyrir utan öll möguleg gögn sem varða þá ákvörðun forsetans að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og fund Trump yngri með rússneskum lögmanni í fyrra, er sérstaki rannsakandinn sagður á höttunum eftir skjölum sem tengjast brotthvarfi Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, úr Hvíta húsinu. Gögnin varða þrettán flokka sem rannsakendur á vegum Mueller hafa skilgreint og telja sérstaklega mikilvæga fyrir rannsóknina á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. New York Times segir að Mueller vilji gögn sem varða fund sem Trump átti með rússneskum erindrekum í Hvíta húsinu eftir að hann rak Comey. Þar lýsti hann Comey sem „klikkhaus“ og að brottrekstur hans hafi létt „miklum þrýstingi“ af forsetanum.Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Vísir/AFPAfhenda nokkur skjöl í þessari vikuRannsakendurnir hafa einnig óskað eftir gögnum sem tengjast Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump sem er til rannsóknar. Fyrr í vikunni var greint frá því að alríkislögreglan hefði hlerað hann fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember. Húsleit var gerð á heimili hans fyrr í sumar. New York Times hefur eftir Ty Cobb, lögmanni Trump, að hann muni afhenda hluta skjalanna í þessari viku. Hvorki talsmaður Mueller né Hvíta húsið vildi tjá sig um fréttirnar. Mueller tók við rannsókn á meintum tengslum Trump og félaga við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI í maí. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og „gervifréttum“. Stjórnvöld í Kreml hafa sömuleiðis gert lítið úr meintu samráði þeirra við framboð Trump, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent