Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 10:26 Aukinn kraftur virðist hafa færst í rannsókn Mueller undanfarnar vikur. Trump hefur lýst henni sem ofsóknum á hendur sér. Vísir/AFP Skjöl og tölvupóstar um brottrekstur forstjóra FBI eru á meðal þeirra gagna sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur krafið Hvíta húsið um.New York Times og Washington Post greindu frá því í gærkvöldi að Mueller hefði óskað eftir gögnum frá forsetatíð Donalds Trump. Þau varða að mikla leyti einstaka atburði sem vakið hafa mikla athygli eftir að Trump tók við embætti, að sögn Washington Post. Fyrir utan öll möguleg gögn sem varða þá ákvörðun forsetans að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og fund Trump yngri með rússneskum lögmanni í fyrra, er sérstaki rannsakandinn sagður á höttunum eftir skjölum sem tengjast brotthvarfi Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, úr Hvíta húsinu. Gögnin varða þrettán flokka sem rannsakendur á vegum Mueller hafa skilgreint og telja sérstaklega mikilvæga fyrir rannsóknina á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. New York Times segir að Mueller vilji gögn sem varða fund sem Trump átti með rússneskum erindrekum í Hvíta húsinu eftir að hann rak Comey. Þar lýsti hann Comey sem „klikkhaus“ og að brottrekstur hans hafi létt „miklum þrýstingi“ af forsetanum.Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Vísir/AFPAfhenda nokkur skjöl í þessari vikuRannsakendurnir hafa einnig óskað eftir gögnum sem tengjast Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump sem er til rannsóknar. Fyrr í vikunni var greint frá því að alríkislögreglan hefði hlerað hann fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember. Húsleit var gerð á heimili hans fyrr í sumar. New York Times hefur eftir Ty Cobb, lögmanni Trump, að hann muni afhenda hluta skjalanna í þessari viku. Hvorki talsmaður Mueller né Hvíta húsið vildi tjá sig um fréttirnar. Mueller tók við rannsókn á meintum tengslum Trump og félaga við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI í maí. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og „gervifréttum“. Stjórnvöld í Kreml hafa sömuleiðis gert lítið úr meintu samráði þeirra við framboð Trump, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Skjöl og tölvupóstar um brottrekstur forstjóra FBI eru á meðal þeirra gagna sem Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hefur krafið Hvíta húsið um.New York Times og Washington Post greindu frá því í gærkvöldi að Mueller hefði óskað eftir gögnum frá forsetatíð Donalds Trump. Þau varða að mikla leyti einstaka atburði sem vakið hafa mikla athygli eftir að Trump tók við embætti, að sögn Washington Post. Fyrir utan öll möguleg gögn sem varða þá ákvörðun forsetans að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og fund Trump yngri með rússneskum lögmanni í fyrra, er sérstaki rannsakandinn sagður á höttunum eftir skjölum sem tengjast brotthvarfi Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Trump, úr Hvíta húsinu. Gögnin varða þrettán flokka sem rannsakendur á vegum Mueller hafa skilgreint og telja sérstaklega mikilvæga fyrir rannsóknina á því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. New York Times segir að Mueller vilji gögn sem varða fund sem Trump átti með rússneskum erindrekum í Hvíta húsinu eftir að hann rak Comey. Þar lýsti hann Comey sem „klikkhaus“ og að brottrekstur hans hafi létt „miklum þrýstingi“ af forsetanum.Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.Vísir/AFPAfhenda nokkur skjöl í þessari vikuRannsakendurnir hafa einnig óskað eftir gögnum sem tengjast Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump sem er til rannsóknar. Fyrr í vikunni var greint frá því að alríkislögreglan hefði hlerað hann fyrir og eftir forsetakosningarnar í nóvember. Húsleit var gerð á heimili hans fyrr í sumar. New York Times hefur eftir Ty Cobb, lögmanni Trump, að hann muni afhenda hluta skjalanna í þessari viku. Hvorki talsmaður Mueller né Hvíta húsið vildi tjá sig um fréttirnar. Mueller tók við rannsókn á meintum tengslum Trump og félaga við Rússa eftir að forsetinn rak Comey sem forstjóra FBI í maí. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“ og „gervifréttum“. Stjórnvöld í Kreml hafa sömuleiðis gert lítið úr meintu samráði þeirra við framboð Trump, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03