Björt: Siðferðið sterkara í Bjartri Framtíð en Sjálfstæðisflokknum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2017 07:19 Björt Ólafsdóttir sendir Sjálfstæðisflokknum væna pillu með morgunkaffinu. Vísir/ANton Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag þegar þau leyndu samstarfsmenn sína upplýsingum er vörðuðu uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Þar með var traustið í ríkisstjórnarsamstarfinu farið og grunngildi Bjartrar framtíðar þverbrotin. Því hafi flokkurinn ákveðið að slíta samstarfinu að sögn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra.Í grein sem hún ritar í Fréttablaðið rekur hún hugmyndafræði flokks síns um leið og hún sendir Sjálfstæðisflokknum tóninn. Þar segir hún að eitt af grunngildum Bjartar framtíðar sé traust, enda sé það undirstaða góðs samstarfs og „hluti af því að vera lýðræðisafl að bera traust til annarra.“Sjá einnig: Pólitískur styrkurÞegar upp komst fyrir um sléttri viku að dómsmálaráðherra hafði tjáð forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt meðmæli við veitingu uppreistrar æru hafi steininn tekið úr stjórnarheimilinu.Björt ræddi við Reykjavík síðdegis í gær sem hlusta má á hér að neðan. „Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu tekið eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag. Siðferði og samskiptareglur manna á milli í trúnaðarstörfum fyrir heila þjóð snúast ekki um lögfræði eða þær reglur sem þar er að finna um trúnað,“ segir Björt.Siðferðið sterkara í Bjartri en Sjálfstæðisflokknum„Traust er tilfinning um að allt sé í lagi og óhætt sé að halda áfram. Það hvarf þegar við urðum þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gat stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls er kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ekki gott að halda áfram.“ Því hafi Björt framtíð ákveðið að axla ábyrgð og segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfinu. Það þurfi staðfestu og hugrekki til að ganga frá góðum verkefnum sem Björt segir að flokkurinn hefði helst af öllu viljað halda áfram með. „Gott siðferði þarf hins vegar að vera ofar öllu – þess vegna stendur Björt framtíð á styrkum stoðum. Okkar kjarni er styrkari en 100 ára gömul stjórnmálastofnun getur státað af.“Grein Bjartar má lesa með því að smella hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag þegar þau leyndu samstarfsmenn sína upplýsingum er vörðuðu uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Þar með var traustið í ríkisstjórnarsamstarfinu farið og grunngildi Bjartrar framtíðar þverbrotin. Því hafi flokkurinn ákveðið að slíta samstarfinu að sögn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra.Í grein sem hún ritar í Fréttablaðið rekur hún hugmyndafræði flokks síns um leið og hún sendir Sjálfstæðisflokknum tóninn. Þar segir hún að eitt af grunngildum Bjartar framtíðar sé traust, enda sé það undirstaða góðs samstarfs og „hluti af því að vera lýðræðisafl að bera traust til annarra.“Sjá einnig: Pólitískur styrkurÞegar upp komst fyrir um sléttri viku að dómsmálaráðherra hafði tjáð forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt meðmæli við veitingu uppreistrar æru hafi steininn tekið úr stjórnarheimilinu.Björt ræddi við Reykjavík síðdegis í gær sem hlusta má á hér að neðan. „Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins höfðu tekið eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag. Siðferði og samskiptareglur manna á milli í trúnaðarstörfum fyrir heila þjóð snúast ekki um lögfræði eða þær reglur sem þar er að finna um trúnað,“ segir Björt.Siðferðið sterkara í Bjartri en Sjálfstæðisflokknum„Traust er tilfinning um að allt sé í lagi og óhætt sé að halda áfram. Það hvarf þegar við urðum þess áskynja að neitun ráðuneytis um að veita lögbundna upplýsingagjöf til bæði fjölmiðla og fjölskyldu brotaþola í máli um uppreist æru gat stafað af leyndarhyggju vegna álíka máls er kom illa við Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ekki gott að halda áfram.“ Því hafi Björt framtíð ákveðið að axla ábyrgð og segja sig frá ríkisstjórnarsamstarfinu. Það þurfi staðfestu og hugrekki til að ganga frá góðum verkefnum sem Björt segir að flokkurinn hefði helst af öllu viljað halda áfram með. „Gott siðferði þarf hins vegar að vera ofar öllu – þess vegna stendur Björt framtíð á styrkum stoðum. Okkar kjarni er styrkari en 100 ára gömul stjórnmálastofnun getur státað af.“Grein Bjartar má lesa með því að smella hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00