Hjólabrettakappi fékk dæmdar bætur eftir furðulegt vespuslys Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 16:19 Slysið átti sér stað á Akureyri árið 2014. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands á helmingi þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann steig af hjólabretti á ferð eftir að hafa verið dreginn af vespu á töluverðri ferð á Akureyri. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði misst takið af bifhjólinu og dottið af brettinu. Í fallinu steig hann í hægri fótlegg sem bognaði í öfuga átt með þeim afleiðingum að hann hlaut rof á fremra krossbandi og einnig skemmdir í afturhluta innri liðþófa. Þetta átti sér stað í maí árið 2014 og sóttist maðurinn eftir bætum frá Vátryggingafélagi Íslands út frá ábyrgðartryggingu vespunnar. Vátryggingafélagið hafnaði þeirri kröfu á þeim grundvelli að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því væri ekki til staðar bótaskylda úr ábyrgðartrygging ökutækisins. 17. apríl árið 2015, lenti maðurinn í öðru slysi þegar hann ók snjósleða fram af hengju og fékk snúningsáverka á hægra hnéð þannig að það yfirréttist. Fann hann fyrir verkjum og bólgu í hné eftir það slys og viðurkenndi Vátryggingafélagið bótaskyldu vegna þess atviks. Sóst var eftir mati á áverkum mannsins en ljóst var að ekki væri mögulegt að meta líkamstjón mannsins án þess að lagt yrði mat á það líkamstjón sem hann varð fyrir árið 2014. Niðurstaða matsmanna var á þann veg að tjón mannsins væri að jöfnu, þannig var varanleg örorka í slysinu metin 4 prósent og sama vegna slyssins árið 2015. Fyrr í ár fór maðurinn fram á að Vátryggingafélagið myndi endurskoða afstöðu sína vegna slyssins í maí árið 2014 en félagið hafnaði því og var málið höfðað fyrir dómstólum í framhaldi af því. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að Vátryggingafélag Íslands bæri ábyrgð á helmingi þess tjóns sem maðurinn varð fyrir í slysinu 2014. Var maðurinn talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að grípa aftan í vespuna, en ökumaður vespunnar var einnig talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að aka henni á svo miklum hraða að maðurinn gat hlotið skaða af. Málskostnaður aðila var látinn niður falla og var það ákvörðun dómstólsins að gjafakostnaður mannsins, upp á 800 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands á helmingi þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann steig af hjólabretti á ferð eftir að hafa verið dreginn af vespu á töluverðri ferð á Akureyri. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði misst takið af bifhjólinu og dottið af brettinu. Í fallinu steig hann í hægri fótlegg sem bognaði í öfuga átt með þeim afleiðingum að hann hlaut rof á fremra krossbandi og einnig skemmdir í afturhluta innri liðþófa. Þetta átti sér stað í maí árið 2014 og sóttist maðurinn eftir bætum frá Vátryggingafélagi Íslands út frá ábyrgðartryggingu vespunnar. Vátryggingafélagið hafnaði þeirri kröfu á þeim grundvelli að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því væri ekki til staðar bótaskylda úr ábyrgðartrygging ökutækisins. 17. apríl árið 2015, lenti maðurinn í öðru slysi þegar hann ók snjósleða fram af hengju og fékk snúningsáverka á hægra hnéð þannig að það yfirréttist. Fann hann fyrir verkjum og bólgu í hné eftir það slys og viðurkenndi Vátryggingafélagið bótaskyldu vegna þess atviks. Sóst var eftir mati á áverkum mannsins en ljóst var að ekki væri mögulegt að meta líkamstjón mannsins án þess að lagt yrði mat á það líkamstjón sem hann varð fyrir árið 2014. Niðurstaða matsmanna var á þann veg að tjón mannsins væri að jöfnu, þannig var varanleg örorka í slysinu metin 4 prósent og sama vegna slyssins árið 2015. Fyrr í ár fór maðurinn fram á að Vátryggingafélagið myndi endurskoða afstöðu sína vegna slyssins í maí árið 2014 en félagið hafnaði því og var málið höfðað fyrir dómstólum í framhaldi af því. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að Vátryggingafélag Íslands bæri ábyrgð á helmingi þess tjóns sem maðurinn varð fyrir í slysinu 2014. Var maðurinn talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að grípa aftan í vespuna, en ökumaður vespunnar var einnig talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að aka henni á svo miklum hraða að maðurinn gat hlotið skaða af. Málskostnaður aðila var látinn niður falla og var það ákvörðun dómstólsins að gjafakostnaður mannsins, upp á 800 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira