Frumsýna 150 ára sögu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. september 2017 09:45 Það er gaman að sýna að hugsjónirnar voru ekkert öðruvísi í upphafi en þær eru í dag, segir Elsa. Vísir/Hanna „Auðvitað er vandi að velja úr tímabili sem nær yfir 150 ár. Það var aftur á móti mikilvægt að draga fortíðina inn í nútíðina því um tíma var Reykjavík borg byggð að mestu af iðnaðarmönnum,“ segir Elsa Haraldsdóttir, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, um nýja heimildarmynd um félagið sem frumsýnd verður í Laugarásbíói í dag. Iðnaðarmannafélagið fagnaði 150 ára afmæli þann 3. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var ráðist í gerð heimildarmyndarinnar sem Halldór Árni Sveinsson hefur haft umsjón með. Þar er saga félagsins rakin í máli og myndum. „Við byrjuðum afmælisárið á að tendra lýsingu á styttu Ingólfs Arnarssonar á Arnarhóli, á sjálfan afmælisdaginn, sem var gjöf frá félaginu árið 1924. Í framhaldinu komu stjórnir norrænu systurfélaganna okkar hingað sem gestir á norrænum fundi. Síðan var haldin hátíð þar sem við veittum ungum nýsveinum viðurkenningar fyrir afburðagóð sveinspróf. Mér þykir óskaplega vænt um að við skyldum ráðast í þessa heimildamynd. Það er gaman að sýna að hugsjónirnar voru ekkert öðruvísi í upphafi en þær eru í dag. Þær voru að efla stéttarfélögin, byggja skóla, banka og fleira. Það erum að draga fram með þessari mynd.“ Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, leikur að sögn Elsu, mikilvægt hlutverk í myndinni sem sögumaður. Hann þekki Reykjavík út og inn og hafi því verið kjörinn til þess að leiða áhorfendur í gegnum sögu félagsins. Bíósýningin í dag er sú eina sem ákveðin hefur verið. „Þetta er 60 mínútna mynd en það er búið að taka upp mikið af efni sem hefði verið gaman að koma fyrir. Vinnslan var í höndum handritshöfundarins Halldórs Árna Sveinssonar. Við höfum mikinn áhuga á að koma myndinni inn í skólana og Ríkissjónvarpið og þá jafnvel í styttra formi. Frumsýningin er fyrir hollvini, félaga og aðra velunnara en aðrir sem hafa áhuga eru velkomnir.“ Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Auðvitað er vandi að velja úr tímabili sem nær yfir 150 ár. Það var aftur á móti mikilvægt að draga fortíðina inn í nútíðina því um tíma var Reykjavík borg byggð að mestu af iðnaðarmönnum,“ segir Elsa Haraldsdóttir, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, um nýja heimildarmynd um félagið sem frumsýnd verður í Laugarásbíói í dag. Iðnaðarmannafélagið fagnaði 150 ára afmæli þann 3. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var ráðist í gerð heimildarmyndarinnar sem Halldór Árni Sveinsson hefur haft umsjón með. Þar er saga félagsins rakin í máli og myndum. „Við byrjuðum afmælisárið á að tendra lýsingu á styttu Ingólfs Arnarssonar á Arnarhóli, á sjálfan afmælisdaginn, sem var gjöf frá félaginu árið 1924. Í framhaldinu komu stjórnir norrænu systurfélaganna okkar hingað sem gestir á norrænum fundi. Síðan var haldin hátíð þar sem við veittum ungum nýsveinum viðurkenningar fyrir afburðagóð sveinspróf. Mér þykir óskaplega vænt um að við skyldum ráðast í þessa heimildamynd. Það er gaman að sýna að hugsjónirnar voru ekkert öðruvísi í upphafi en þær eru í dag. Þær voru að efla stéttarfélögin, byggja skóla, banka og fleira. Það erum að draga fram með þessari mynd.“ Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, leikur að sögn Elsu, mikilvægt hlutverk í myndinni sem sögumaður. Hann þekki Reykjavík út og inn og hafi því verið kjörinn til þess að leiða áhorfendur í gegnum sögu félagsins. Bíósýningin í dag er sú eina sem ákveðin hefur verið. „Þetta er 60 mínútna mynd en það er búið að taka upp mikið af efni sem hefði verið gaman að koma fyrir. Vinnslan var í höndum handritshöfundarins Halldórs Árna Sveinssonar. Við höfum mikinn áhuga á að koma myndinni inn í skólana og Ríkissjónvarpið og þá jafnvel í styttra formi. Frumsýningin er fyrir hollvini, félaga og aðra velunnara en aðrir sem hafa áhuga eru velkomnir.“
Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira