Var ætlað að læra íslensku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 10:45 "Það sem mér finnst best við að vera á Íslandi er að heimamenn tala þetta tungumál sem ber heitið íslenska og ég hef svo mikinn áhuga á,“ segir Halldór. Vísir/Anton Brink Það var fyrir hálfgerða tilviljun að ég byrjaði að læra íslensku í Peking árið 2013 og hugsa að mér hafi verið ætlað það hlutskipti. Hafði ætlað í sænskunám en það var ekki aðgengilegt þá stundina,“ segir Halldór Xinyu Zhang, 23 ára Kínverji sem býr á Íslandi nú og hóf nýlega meistaranám í íslenskum bókmenntum við HÍ. Svo er hann líka þýðandi íslenskra bóka yfir á kínversku. Það á vel við að hitta Halldór í Veröld, alþjóðlegri miðstöð tungumála og menningar, þar sem hann situr þýðendaþing og kveðst þakklátur fyrir að eiga þess kost. Ég byrja á að spyrja hann út í Halldórsnafnið. „Eins og flestir vita getur verið erfitt fyrir Íslendinga að bera fram kínversku. Eiríkur Sturla Ólafsson, íslenski sendikennarinn í Peking, gaf okkur nemendum sínum því íslensk nöfn og af því að síðasta orðið í kínverska nafninu mínu þýðir bókmenntahæfi þá datt honum strax í hug Halldór Laxness. Svo ég tók Halldórsnafnið upp. Það er ekki alþjóðlegt en mjög íslenskt.“ Fyrsta bók í þýðingu Halldórs, Hundadagar eftir Einar Má Guðmundsson, kom út í Kína í fyrra og fékk kínversku bókmenntaverðlaunin sem besta erlenda skáldsaga 21. aldar. „Við Einar fórum til Kína í apríl í vor í tilefni afhendingar verðlaunanna,“ upplýsir Halldór brosandi. Nú kveðst hann vera með aðrar tvær skáldsögur í takinu, Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og Riddara hringstigans eftir Einar Má – með meistaranáminu. „Ég vinn dálítið mikið. Það er nokkurs konar lífsmáti. Þýðing einnar skáldsögu á ári fyllir líf mitt að vissu leyti, því sögurnar verða hluti af mér.“ Það er ótrúlegt að Halldór hafi kynnst íslenskunni fyrst fyrir fjórum árum, svo gott vald sem hann hefur á henni. Hann kveðst hafa kom hingað til lands árið 2015 með styrk Árnastofnunar og tekið BA-gráðu með íslensku sem annað mál, við Háskóla Íslands. „Það var í júlí síðastliðnum sem ég lauk því,“ útskýrir hann. „Kínverskan er auðvitað móðurmálið mitt en annað málið mitt er íslenska, því nú einbeiti ég mér bara að henni, svo tala ég líka ensku.“ BA-verkefnið í íslensku kveðst Halldór hafa leyst undir handarjaðri Jóns Karls Helgasonar bókmenntafræðings og skrifað um Hundadaga á bókmenntafræðilegan hátt. „Ég skilgreini bókina sem sagnritunarsjálfsögu. Það er merkilegt hugtak sem kanadíski bókmennafræðingurinn Linda Hutcheon hélt fram fyrst manna á níunda áratugnum en fáir íslenskir fræðimenn hafa skrifað um. Sjálfum finnst mér það afar gagnlegt og áhugavert.“ Hann segir Jón Karl og Dagnýju Kristjánsdóttur hafa hjálpað sér að velja verk til þýðingar. En hafa Kínverjar áhuga á íslenskum bókum? „Já. Halldór Kiljan var auðvitað þýddur á kínversku á sínum tíma og hann heimsótti Kína nokkrum sinnum. Snemma á 9. áratugnum var búið að þýða íslenskar smásögur yfir á kínversku eftir Svövu Jakobsdóttur, Jakobínu Sigurðardóttur, Hermann Stefánsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Svo var ágætur þýðendahópur sem þýddi Íslendingasögurnar yfir á kínversku úr dönsku, sænsku og ensku. Sérstaklega finnst mér þýðingin á Egils sögu góð,“ segir Halldór og kveðst hafa lesið Íslendingasögurnar, Engla alheimsins og tvær glæpasögur eftir Arnald Indriðason, Grafarþögn og Mýrina, áður en hann kom til Íslands. „Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman kom út í Kína fyrir tveimur mánuðum, snúin úr ensku, hún er mjög vinsæl. Allar þessar bækur sýna Kínverjum hlið sem þeir þekkja ekki, til dæmis kulda og hreinleika. Við Kínverjar segjum að Ísland sé á heimsenda – ekki þó í neikvæðri merkingu heldur finnst okkur það fallegt og framandi. Kínverjar hafa áhuga á erlendum bókmenntum og menningu og lesa þýddar bækur til jafns við frumsamdar kínverskar bækur.“ En hvernig finnst honum að búa á Íslandi? Hann verður hugsi og horfir út um gluggann. „Skiptir máli hvar maður býr? Mér finnst það ekki skipta mestu máli. Svæði heimsins eru ólík hvert öðru en öll eiga þau eitthvað sameiginlegt. Þetta er einn heimur. Ég fór síðast heim til Kína sumarið 2016 en fannst of heitt, um 40 gráður, þannig að það var gott að koma hingað aftur. Það sem mér finnst best við að vera á Íslandi er að heimamenn tala þetta tungumál sem ber heitið íslenska og ég hef svo mikinn áhuga á.“ Bækur kvenna sýna dálítið öðruvísi mynd af mannlífinu en bækur karla, að mati Halldórs. Því eru nokkrar slíkar á óskalista hans sem þýðingarverkefni. „Uppáhaldsbókin mín er Ástir fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur og ég vona að ég fái að þýða hana. Mig langar líka að þýða Svövu Jakobs, sérstaklega Gunnlaðar sögu. Svo finnst mér Vigdís Gríms flott og núna er það Fríða sem ég er að glíma við. Við verðum að viðurkenna sérstöðu kvenna í því að bregðast við ýmsum aðstæðum í þessum heimi. Vissulega eru til karlkyns rithöfundar sem kunna að miðla viðkvæmum tilfinningum en þó ekki eins og konur gera.“ Bókmenntir Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það var fyrir hálfgerða tilviljun að ég byrjaði að læra íslensku í Peking árið 2013 og hugsa að mér hafi verið ætlað það hlutskipti. Hafði ætlað í sænskunám en það var ekki aðgengilegt þá stundina,“ segir Halldór Xinyu Zhang, 23 ára Kínverji sem býr á Íslandi nú og hóf nýlega meistaranám í íslenskum bókmenntum við HÍ. Svo er hann líka þýðandi íslenskra bóka yfir á kínversku. Það á vel við að hitta Halldór í Veröld, alþjóðlegri miðstöð tungumála og menningar, þar sem hann situr þýðendaþing og kveðst þakklátur fyrir að eiga þess kost. Ég byrja á að spyrja hann út í Halldórsnafnið. „Eins og flestir vita getur verið erfitt fyrir Íslendinga að bera fram kínversku. Eiríkur Sturla Ólafsson, íslenski sendikennarinn í Peking, gaf okkur nemendum sínum því íslensk nöfn og af því að síðasta orðið í kínverska nafninu mínu þýðir bókmenntahæfi þá datt honum strax í hug Halldór Laxness. Svo ég tók Halldórsnafnið upp. Það er ekki alþjóðlegt en mjög íslenskt.“ Fyrsta bók í þýðingu Halldórs, Hundadagar eftir Einar Má Guðmundsson, kom út í Kína í fyrra og fékk kínversku bókmenntaverðlaunin sem besta erlenda skáldsaga 21. aldar. „Við Einar fórum til Kína í apríl í vor í tilefni afhendingar verðlaunanna,“ upplýsir Halldór brosandi. Nú kveðst hann vera með aðrar tvær skáldsögur í takinu, Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og Riddara hringstigans eftir Einar Má – með meistaranáminu. „Ég vinn dálítið mikið. Það er nokkurs konar lífsmáti. Þýðing einnar skáldsögu á ári fyllir líf mitt að vissu leyti, því sögurnar verða hluti af mér.“ Það er ótrúlegt að Halldór hafi kynnst íslenskunni fyrst fyrir fjórum árum, svo gott vald sem hann hefur á henni. Hann kveðst hafa kom hingað til lands árið 2015 með styrk Árnastofnunar og tekið BA-gráðu með íslensku sem annað mál, við Háskóla Íslands. „Það var í júlí síðastliðnum sem ég lauk því,“ útskýrir hann. „Kínverskan er auðvitað móðurmálið mitt en annað málið mitt er íslenska, því nú einbeiti ég mér bara að henni, svo tala ég líka ensku.“ BA-verkefnið í íslensku kveðst Halldór hafa leyst undir handarjaðri Jóns Karls Helgasonar bókmenntafræðings og skrifað um Hundadaga á bókmenntafræðilegan hátt. „Ég skilgreini bókina sem sagnritunarsjálfsögu. Það er merkilegt hugtak sem kanadíski bókmennafræðingurinn Linda Hutcheon hélt fram fyrst manna á níunda áratugnum en fáir íslenskir fræðimenn hafa skrifað um. Sjálfum finnst mér það afar gagnlegt og áhugavert.“ Hann segir Jón Karl og Dagnýju Kristjánsdóttur hafa hjálpað sér að velja verk til þýðingar. En hafa Kínverjar áhuga á íslenskum bókum? „Já. Halldór Kiljan var auðvitað þýddur á kínversku á sínum tíma og hann heimsótti Kína nokkrum sinnum. Snemma á 9. áratugnum var búið að þýða íslenskar smásögur yfir á kínversku eftir Svövu Jakobsdóttur, Jakobínu Sigurðardóttur, Hermann Stefánsson og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Svo var ágætur þýðendahópur sem þýddi Íslendingasögurnar yfir á kínversku úr dönsku, sænsku og ensku. Sérstaklega finnst mér þýðingin á Egils sögu góð,“ segir Halldór og kveðst hafa lesið Íslendingasögurnar, Engla alheimsins og tvær glæpasögur eftir Arnald Indriðason, Grafarþögn og Mýrina, áður en hann kom til Íslands. „Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman kom út í Kína fyrir tveimur mánuðum, snúin úr ensku, hún er mjög vinsæl. Allar þessar bækur sýna Kínverjum hlið sem þeir þekkja ekki, til dæmis kulda og hreinleika. Við Kínverjar segjum að Ísland sé á heimsenda – ekki þó í neikvæðri merkingu heldur finnst okkur það fallegt og framandi. Kínverjar hafa áhuga á erlendum bókmenntum og menningu og lesa þýddar bækur til jafns við frumsamdar kínverskar bækur.“ En hvernig finnst honum að búa á Íslandi? Hann verður hugsi og horfir út um gluggann. „Skiptir máli hvar maður býr? Mér finnst það ekki skipta mestu máli. Svæði heimsins eru ólík hvert öðru en öll eiga þau eitthvað sameiginlegt. Þetta er einn heimur. Ég fór síðast heim til Kína sumarið 2016 en fannst of heitt, um 40 gráður, þannig að það var gott að koma hingað aftur. Það sem mér finnst best við að vera á Íslandi er að heimamenn tala þetta tungumál sem ber heitið íslenska og ég hef svo mikinn áhuga á.“ Bækur kvenna sýna dálítið öðruvísi mynd af mannlífinu en bækur karla, að mati Halldórs. Því eru nokkrar slíkar á óskalista hans sem þýðingarverkefni. „Uppáhaldsbókin mín er Ástir fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur og ég vona að ég fái að þýða hana. Mig langar líka að þýða Svövu Jakobs, sérstaklega Gunnlaðar sögu. Svo finnst mér Vigdís Gríms flott og núna er það Fríða sem ég er að glíma við. Við verðum að viðurkenna sérstöðu kvenna í því að bregðast við ýmsum aðstæðum í þessum heimi. Vissulega eru til karlkyns rithöfundar sem kunna að miðla viðkvæmum tilfinningum en þó ekki eins og konur gera.“
Bókmenntir Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira