Í Teignum í kvöld var skemmtileg umræðu um Steven Lennon og Allan Borgvardt. Tveir af betri leikmönnum FH á þessari öld.
Gummi Ben er á því að Borgvardt sé sá besti sem hefur spilað fyrir FH en honum finnst Lennon vera farinn að minna sig á Danann.
„Þeir eru með svo margt í sínum leik. Þeir fara með varnarmenn á staði sem þeir vilja ekki vera á,“ segir Reynir Leósson um FH-ingana sem hann er hrifinn af.
„Mér fannst Borgvardt erfiðari að eiga við. Skýldi boltanum betur en Lennon er betri skotmaður,“ bætti Sigurbjörn Hreiðarsson við.
Sjá má þessa skemmtilegu umræðu hér að ofan.
Teigurinn: Er Lennon jafn góður og Borgvardt?
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið




Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Enski boltinn



Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn

„Við þurfum annan titil“
Enski boltinn

