Birgitta og Svandís segja fjárlagafrumvarpið stefnuyfirlýsingu fráfarandi ríkisstjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2017 21:00 Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sammæltust um það að líta bæri á fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar sem stefnuyfirlýsingu flokkanna. Svandís og Birgitta voru á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í stjórnmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Gestir þáttarins að sinni voru auk þess Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddný Mjöll Arnardóttir frá Samfylkingunni. Í þættinum var farið um víðan völl en helst var til umræðu framkvæmd mála um uppreist æru og nýbirtar skoðanakannanir. Birgitta tekur mið af skoðanakönnun Fréttablaðsins og segir að erfiðir tímar séu að fara í hönd. Hún segir að ef átta flokkar verði á þingi blasir við að raunverulegur möguleiki sé á langvarandi stjórnmálakreppu. Þá bendir hún auk þess á að kjarasamningar fari að losna.Birgitta færir talið að fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar.Vísir/Laufey„Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að það verði mjög erfitt, fyrir hvern þann sem verður í brúnni, að takast á við þau flóknu viðfangsefni sem eru að fara að koma fram og það verður að segjast eins og er og ég vona að fólk fyrirgefi mér að segja þetta en mikið rosalega var ég fegin að það var vinstri stjórn sem tók við hruninu og passaði upp á að það væri ekki skorið niður í langviðkvæmustu málaflokkunum. Þeim var hlíft meira en var krafa um frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum. Mér finnst ofsalega mikilvægt að við höfum það í huga að við erum með ofsalega viðkvæma innviði,“ segir Birgitta. Hún beinir sjónum jafnframt að viðkvæmri stöðu innviða í samfélaginu: „Við erum með ofsalega viðkvæma innviði. Það er ekki ennþá búið að jafna það sem var skorið niður í hruninu. Heilbrigðiskerfið er ennþá að reyna að komast upp á þann stað áður en niðurskurðurinn byrjaði. Tíu prósent í niðurskurði? Það er rosalega mikið,“ segir Birgitta sem gerir fjárlagafrumvarpið að umfjöllunarefni sínu. „Sú sveltistefna sem birtist í fjárlögum ríkisstjórnarinnar sem er að fara frá er áhyggjuefni.“Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna segist ekki ætla að auka skatta á venjulegt fólk.Svandís Svavarsdóttir tekur undir með Birgittu og segir. „Fjárlagafrumvarpið er náttúrulega stefnuyfirlýsing fráfarandi ríkisstjórnarflokka. Allra þriggja. Það er þeirra stefna í þessum málaflokkum sem þýðir áframhaldandi aðhald og áframhaldandi svelti gagnvart innviðunum.“ Svandís telur að þegar allt komi til alls snúist þetta um hverjir ætli að vera með, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, að hlúa að innviðum samfélagsins: „Það er að segja að koma okkur aftur af stað í það að vera samfélag sem er til fyrirmyndar á heimsvísu eftir allan niðurskurðinn eftir hrunið og það áfall sem þar varð. Það viljum við gera og Katrín er til í að leiða það,“ segir Svandís. Þáttastjórnandi Víglínunnar spyr Svandísi þá hvort Vinstri græn boði ekki aukna skatta og Svandís segir að skattkerfið sé í hugum Vinstri grænna tæki til að jafna kjör í landinu. „Þess vegna eigum við að vera hiklaus í því að sækja fjármagnið til þeirra sem það eiga. Það þýðir ekki skattheimta á venjulegt fólk. Við erum ekki að tala um aukna skatta á venjulegt fólk. Við erum að tala um aukna skatta á þá sem eru moldríkir í þessu samfélagi og hafa verið að maka krókinn, jafnvel með því að nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar,“ segir Svandís til útskýringar. Hægt er að horfa á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum efst í fréttinni. Fjárlagafrumvarp 2018 Víglínan Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sammæltust um það að líta bæri á fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar sem stefnuyfirlýsingu flokkanna. Svandís og Birgitta voru á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í stjórnmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Gestir þáttarins að sinni voru auk þess Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddný Mjöll Arnardóttir frá Samfylkingunni. Í þættinum var farið um víðan völl en helst var til umræðu framkvæmd mála um uppreist æru og nýbirtar skoðanakannanir. Birgitta tekur mið af skoðanakönnun Fréttablaðsins og segir að erfiðir tímar séu að fara í hönd. Hún segir að ef átta flokkar verði á þingi blasir við að raunverulegur möguleiki sé á langvarandi stjórnmálakreppu. Þá bendir hún auk þess á að kjarasamningar fari að losna.Birgitta færir talið að fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar.Vísir/Laufey„Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að það verði mjög erfitt, fyrir hvern þann sem verður í brúnni, að takast á við þau flóknu viðfangsefni sem eru að fara að koma fram og það verður að segjast eins og er og ég vona að fólk fyrirgefi mér að segja þetta en mikið rosalega var ég fegin að það var vinstri stjórn sem tók við hruninu og passaði upp á að það væri ekki skorið niður í langviðkvæmustu málaflokkunum. Þeim var hlíft meira en var krafa um frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum. Mér finnst ofsalega mikilvægt að við höfum það í huga að við erum með ofsalega viðkvæma innviði,“ segir Birgitta. Hún beinir sjónum jafnframt að viðkvæmri stöðu innviða í samfélaginu: „Við erum með ofsalega viðkvæma innviði. Það er ekki ennþá búið að jafna það sem var skorið niður í hruninu. Heilbrigðiskerfið er ennþá að reyna að komast upp á þann stað áður en niðurskurðurinn byrjaði. Tíu prósent í niðurskurði? Það er rosalega mikið,“ segir Birgitta sem gerir fjárlagafrumvarpið að umfjöllunarefni sínu. „Sú sveltistefna sem birtist í fjárlögum ríkisstjórnarinnar sem er að fara frá er áhyggjuefni.“Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna segist ekki ætla að auka skatta á venjulegt fólk.Svandís Svavarsdóttir tekur undir með Birgittu og segir. „Fjárlagafrumvarpið er náttúrulega stefnuyfirlýsing fráfarandi ríkisstjórnarflokka. Allra þriggja. Það er þeirra stefna í þessum málaflokkum sem þýðir áframhaldandi aðhald og áframhaldandi svelti gagnvart innviðunum.“ Svandís telur að þegar allt komi til alls snúist þetta um hverjir ætli að vera með, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, að hlúa að innviðum samfélagsins: „Það er að segja að koma okkur aftur af stað í það að vera samfélag sem er til fyrirmyndar á heimsvísu eftir allan niðurskurðinn eftir hrunið og það áfall sem þar varð. Það viljum við gera og Katrín er til í að leiða það,“ segir Svandís. Þáttastjórnandi Víglínunnar spyr Svandísi þá hvort Vinstri græn boði ekki aukna skatta og Svandís segir að skattkerfið sé í hugum Vinstri grænna tæki til að jafna kjör í landinu. „Þess vegna eigum við að vera hiklaus í því að sækja fjármagnið til þeirra sem það eiga. Það þýðir ekki skattheimta á venjulegt fólk. Við erum ekki að tala um aukna skatta á venjulegt fólk. Við erum að tala um aukna skatta á þá sem eru moldríkir í þessu samfélagi og hafa verið að maka krókinn, jafnvel með því að nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar,“ segir Svandís til útskýringar. Hægt er að horfa á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum efst í fréttinni.
Fjárlagafrumvarp 2018 Víglínan Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira