Birgitta og Svandís segja fjárlagafrumvarpið stefnuyfirlýsingu fráfarandi ríkisstjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2017 21:00 Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sammæltust um það að líta bæri á fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar sem stefnuyfirlýsingu flokkanna. Svandís og Birgitta voru á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í stjórnmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Gestir þáttarins að sinni voru auk þess Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddný Mjöll Arnardóttir frá Samfylkingunni. Í þættinum var farið um víðan völl en helst var til umræðu framkvæmd mála um uppreist æru og nýbirtar skoðanakannanir. Birgitta tekur mið af skoðanakönnun Fréttablaðsins og segir að erfiðir tímar séu að fara í hönd. Hún segir að ef átta flokkar verði á þingi blasir við að raunverulegur möguleiki sé á langvarandi stjórnmálakreppu. Þá bendir hún auk þess á að kjarasamningar fari að losna.Birgitta færir talið að fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar.Vísir/Laufey„Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að það verði mjög erfitt, fyrir hvern þann sem verður í brúnni, að takast á við þau flóknu viðfangsefni sem eru að fara að koma fram og það verður að segjast eins og er og ég vona að fólk fyrirgefi mér að segja þetta en mikið rosalega var ég fegin að það var vinstri stjórn sem tók við hruninu og passaði upp á að það væri ekki skorið niður í langviðkvæmustu málaflokkunum. Þeim var hlíft meira en var krafa um frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum. Mér finnst ofsalega mikilvægt að við höfum það í huga að við erum með ofsalega viðkvæma innviði,“ segir Birgitta. Hún beinir sjónum jafnframt að viðkvæmri stöðu innviða í samfélaginu: „Við erum með ofsalega viðkvæma innviði. Það er ekki ennþá búið að jafna það sem var skorið niður í hruninu. Heilbrigðiskerfið er ennþá að reyna að komast upp á þann stað áður en niðurskurðurinn byrjaði. Tíu prósent í niðurskurði? Það er rosalega mikið,“ segir Birgitta sem gerir fjárlagafrumvarpið að umfjöllunarefni sínu. „Sú sveltistefna sem birtist í fjárlögum ríkisstjórnarinnar sem er að fara frá er áhyggjuefni.“Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna segist ekki ætla að auka skatta á venjulegt fólk.Svandís Svavarsdóttir tekur undir með Birgittu og segir. „Fjárlagafrumvarpið er náttúrulega stefnuyfirlýsing fráfarandi ríkisstjórnarflokka. Allra þriggja. Það er þeirra stefna í þessum málaflokkum sem þýðir áframhaldandi aðhald og áframhaldandi svelti gagnvart innviðunum.“ Svandís telur að þegar allt komi til alls snúist þetta um hverjir ætli að vera með, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, að hlúa að innviðum samfélagsins: „Það er að segja að koma okkur aftur af stað í það að vera samfélag sem er til fyrirmyndar á heimsvísu eftir allan niðurskurðinn eftir hrunið og það áfall sem þar varð. Það viljum við gera og Katrín er til í að leiða það,“ segir Svandís. Þáttastjórnandi Víglínunnar spyr Svandísi þá hvort Vinstri græn boði ekki aukna skatta og Svandís segir að skattkerfið sé í hugum Vinstri grænna tæki til að jafna kjör í landinu. „Þess vegna eigum við að vera hiklaus í því að sækja fjármagnið til þeirra sem það eiga. Það þýðir ekki skattheimta á venjulegt fólk. Við erum ekki að tala um aukna skatta á venjulegt fólk. Við erum að tala um aukna skatta á þá sem eru moldríkir í þessu samfélagi og hafa verið að maka krókinn, jafnvel með því að nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar,“ segir Svandís til útskýringar. Hægt er að horfa á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum efst í fréttinni. Fjárlagafrumvarp 2018 Víglínan Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sammæltust um það að líta bæri á fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar sem stefnuyfirlýsingu flokkanna. Svandís og Birgitta voru á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í stjórnmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Gestir þáttarins að sinni voru auk þess Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddný Mjöll Arnardóttir frá Samfylkingunni. Í þættinum var farið um víðan völl en helst var til umræðu framkvæmd mála um uppreist æru og nýbirtar skoðanakannanir. Birgitta tekur mið af skoðanakönnun Fréttablaðsins og segir að erfiðir tímar séu að fara í hönd. Hún segir að ef átta flokkar verði á þingi blasir við að raunverulegur möguleiki sé á langvarandi stjórnmálakreppu. Þá bendir hún auk þess á að kjarasamningar fari að losna.Birgitta færir talið að fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar.Vísir/Laufey„Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að það verði mjög erfitt, fyrir hvern þann sem verður í brúnni, að takast á við þau flóknu viðfangsefni sem eru að fara að koma fram og það verður að segjast eins og er og ég vona að fólk fyrirgefi mér að segja þetta en mikið rosalega var ég fegin að það var vinstri stjórn sem tók við hruninu og passaði upp á að það væri ekki skorið niður í langviðkvæmustu málaflokkunum. Þeim var hlíft meira en var krafa um frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum. Mér finnst ofsalega mikilvægt að við höfum það í huga að við erum með ofsalega viðkvæma innviði,“ segir Birgitta. Hún beinir sjónum jafnframt að viðkvæmri stöðu innviða í samfélaginu: „Við erum með ofsalega viðkvæma innviði. Það er ekki ennþá búið að jafna það sem var skorið niður í hruninu. Heilbrigðiskerfið er ennþá að reyna að komast upp á þann stað áður en niðurskurðurinn byrjaði. Tíu prósent í niðurskurði? Það er rosalega mikið,“ segir Birgitta sem gerir fjárlagafrumvarpið að umfjöllunarefni sínu. „Sú sveltistefna sem birtist í fjárlögum ríkisstjórnarinnar sem er að fara frá er áhyggjuefni.“Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna segist ekki ætla að auka skatta á venjulegt fólk.Svandís Svavarsdóttir tekur undir með Birgittu og segir. „Fjárlagafrumvarpið er náttúrulega stefnuyfirlýsing fráfarandi ríkisstjórnarflokka. Allra þriggja. Það er þeirra stefna í þessum málaflokkum sem þýðir áframhaldandi aðhald og áframhaldandi svelti gagnvart innviðunum.“ Svandís telur að þegar allt komi til alls snúist þetta um hverjir ætli að vera með, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, að hlúa að innviðum samfélagsins: „Það er að segja að koma okkur aftur af stað í það að vera samfélag sem er til fyrirmyndar á heimsvísu eftir allan niðurskurðinn eftir hrunið og það áfall sem þar varð. Það viljum við gera og Katrín er til í að leiða það,“ segir Svandís. Þáttastjórnandi Víglínunnar spyr Svandísi þá hvort Vinstri græn boði ekki aukna skatta og Svandís segir að skattkerfið sé í hugum Vinstri grænna tæki til að jafna kjör í landinu. „Þess vegna eigum við að vera hiklaus í því að sækja fjármagnið til þeirra sem það eiga. Það þýðir ekki skattheimta á venjulegt fólk. Við erum ekki að tala um aukna skatta á venjulegt fólk. Við erum að tala um aukna skatta á þá sem eru moldríkir í þessu samfélagi og hafa verið að maka krókinn, jafnvel með því að nýta sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar,“ segir Svandís til útskýringar. Hægt er að horfa á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum efst í fréttinni.
Fjárlagafrumvarp 2018 Víglínan Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira