Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 22:00 Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur. Teigsskógur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur.
Teigsskógur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira