Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. september 2017 22:00 Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur. Teigsskógur Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. Í skýrslu KPMG kemur fram að bein og óbein störf gætu orðið rúmlega 400 þegar eldið hefur náð hámarki. Tæplega fimm hundruð manns mættu á borgarafund sveitarfélaga á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði í dag. Rætt var um raforku- og samgöngumál á svæðinu og áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi.Undir lok fundarins var samhljóða samþykkt ályktun þar sem settar voru fram þrjár kröfur. Ein þeirra var að ráðist verði strax í vegagerð um Teigskóg og ýtt var á að sett yrðu á sérlög um framkvæmdina. Pétur Markan, formaður fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að vel hafi verið tekið í kröfurnar. „Ég heyrði ekki á öðru en að stjórnmálamenn séu sammála þessum þremur ályktunum, þessari kröfugerð okkar. Við vorum líka svolítið að þjófstarta kosningabaráttunni og berum von um það að núna muni kosningabaráttan snúast um Vestfirði," segir Pétur. Fundargestir kröfðust þess einnig að laxeldi yrði áfram heimilað í Djúpinu og að stjórnvöld myndu fyrir árslok setja ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár gegn erfðablöndun.Á fundinum var kynnt ný skýrsla KPMG um hagræn áhrif fiskeldis á svæðinu en þar kemur fram að bein og óbein störf í tengslum við laxeldis gætu orðið rúmlega 400. Þá er einnig áætlað að laxeldið geti haft áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúpið. Fjórir ráðherrar sátu fyrir svörum á fundinum; forsætisráðherra, sveitastjórnar- og samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra. Voru þeir allir spurðir hvort þeir sæu fyrir sér laxeldi í Djúpinu og svöruðu þeir allir játandi. Pétur segir skýrsluna sýna að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum. „Stóru tíðindin eru að þær tölur sem við erum búin að halda fram um íbúaþróun og verðmætasköpun í kringum þessa atvinnugrein eru búnar að fá heilbrigðisvottotð. Nú erum við með vísindalega nálgun á þetta og þetta er satt og rétt. Nú getum við haldið áfram að tala um þessi mál í þessari stærðargráðu sem þetta verður," segir Pétur.
Teigsskógur Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira