Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 09:00 Dómararnir voru einu þátttakendurnir í leiknum sem hlustuðu á þjóðsöngvana inn á leikvanginum. Vísir/Getty Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. Trump taldi rétt að leikmenn sem notuðu bandaríska þjóðsönginn, til að mótmæla ástandinu í bandarísku þjóðfélagi, yrðu reknir úr sínum liðum. Þjóðsöngurinn er alltaf spilaður fyrir hvern leik og þó nokkrir leikmenn hafa neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður og tengjast þessi mótmæli þeirra undantekningarlaust kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og harkalegum lögregluaðgerðum gagnvart blökkumönnum. Það voru allskonar útgáfur af þjóðsöngvunum fyrir leiki gærdagsins í NFL-deildinni en sú óvenjulegasta var án vafa í leik Tennessee Titans og Seattle Seahawks á Nissan leikvanginum í Nashville í Tennessee-fylki.Both the Titans Seahawks remained in their locker rooms during the national anthem while the singer took a knee during her performance. pic.twitter.com/uN3ACIMsL5 — FOX Sports (@FOXSports) September 24, 2017 Leikmenn liða Tennessee Titans og Seattle Seahawks voru nefnilega hvergi sjáanlegir þegar bandaríski þjóðsöngurinn því þeir voru allir ennþá inn í búningsklefa. Það eru yfir 50 leikmenn í hverju liði í hverjum leik. Bæði liðin sendu frá sér yfirlýsingu það sem kom fram að allir leikmenn liðanna væru á því að þetta væri besta leiðin til að sýna ást sína á Bandaríkjunum og tala á móti því óréttlæti sem blökkumenn hafa orðið fyrir í landinu. Þar kom líka fram að fólk mætti alls ekki líta á fjarveru leikmannanna sem skort á föðurlandsástNo players on the field. @meghanlinsey takes a knee after singing national anthem in Nashville. #Titans#Seahawkshttps://t.co/Kvb7rdd6NFpic.twitter.com/3TQH8N5sZB — Jason Wolf (@JasonWolf) September 24, 2017 Það var því heldur tómlegt á hliðarlínunni þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður á Nissan leikvanginum í Nashville í gær. Sjónvarpsvélararnar mynduðu bara yfirgefna hjálpa á varamannabekknum og dyrnar á búningsklefanum á meðan þjóðsöngurinn var sunginn. Leikurinn var síðan hin besta skemmtun en hann endaði með 33-27 sigri heimamanna í Tennessee Titans. NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira
Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. Trump taldi rétt að leikmenn sem notuðu bandaríska þjóðsönginn, til að mótmæla ástandinu í bandarísku þjóðfélagi, yrðu reknir úr sínum liðum. Þjóðsöngurinn er alltaf spilaður fyrir hvern leik og þó nokkrir leikmenn hafa neitað að standa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður og tengjast þessi mótmæli þeirra undantekningarlaust kynþáttafordómum í Bandaríkjunum og harkalegum lögregluaðgerðum gagnvart blökkumönnum. Það voru allskonar útgáfur af þjóðsöngvunum fyrir leiki gærdagsins í NFL-deildinni en sú óvenjulegasta var án vafa í leik Tennessee Titans og Seattle Seahawks á Nissan leikvanginum í Nashville í Tennessee-fylki.Both the Titans Seahawks remained in their locker rooms during the national anthem while the singer took a knee during her performance. pic.twitter.com/uN3ACIMsL5 — FOX Sports (@FOXSports) September 24, 2017 Leikmenn liða Tennessee Titans og Seattle Seahawks voru nefnilega hvergi sjáanlegir þegar bandaríski þjóðsöngurinn því þeir voru allir ennþá inn í búningsklefa. Það eru yfir 50 leikmenn í hverju liði í hverjum leik. Bæði liðin sendu frá sér yfirlýsingu það sem kom fram að allir leikmenn liðanna væru á því að þetta væri besta leiðin til að sýna ást sína á Bandaríkjunum og tala á móti því óréttlæti sem blökkumenn hafa orðið fyrir í landinu. Þar kom líka fram að fólk mætti alls ekki líta á fjarveru leikmannanna sem skort á föðurlandsástNo players on the field. @meghanlinsey takes a knee after singing national anthem in Nashville. #Titans#Seahawkshttps://t.co/Kvb7rdd6NFpic.twitter.com/3TQH8N5sZB — Jason Wolf (@JasonWolf) September 24, 2017 Það var því heldur tómlegt á hliðarlínunni þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður á Nissan leikvanginum í Nashville í gær. Sjónvarpsvélararnar mynduðu bara yfirgefna hjálpa á varamannabekknum og dyrnar á búningsklefanum á meðan þjóðsöngurinn var sunginn. Leikurinn var síðan hin besta skemmtun en hann endaði með 33-27 sigri heimamanna í Tennessee Titans.
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira