Trump virðist hafa meiri áhyggjur af NFL-deildinni en Norður Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 16:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. Raunin er önnur en Trump tókst um helgina að gera sig að óvini númer eitt hjá stærstu atvinnumannadeild bandarískra íþrótta sem er NFL-deildin. NFL-leikmenn og NFL-eigendur hafa fordæmt Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn. „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn í Alabama á föstudaginn. Eru þetta enn ein ummæli forsetans sem skapa sundrungu og ýta undir kynþóttafordóma í Bandaríkjunum. Öll lið NFL-deildarinnar stóðu saman í því að svara forsetanum og gagnrýni hans. Fyrir vikið hefur verið nóg að gera hjá Donald Trump á Twitter að reyna að réttlæta og svara fyrir ummæli sín. Í rauninni hefur verið lítill tími í annað hjá Bandaríkjaforseta. Darren Rovell tók það saman á Twitter hvað Donald Trump hefur verið að skrifa um á twitter á síðustu 36 klukkutímum. Þá samantekt má sjá hér fyrir neðan.President Trump Tweets, Last 36 Hours, By Topic pic.twitter.com/yrEo3J7nDK — Darren Rovell (@darrenrovell) September 25, 2017 Eins og sjá má þar þá hafa 10 af 36 twitter færslum forsetans snúist um NFL-deildina eða þjóðsönginn en aðeins tvisvar hefur honum þótt ástæða til að skrifa um Norður Kóreu eða heilbrigðismálin. NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. Raunin er önnur en Trump tókst um helgina að gera sig að óvini númer eitt hjá stærstu atvinnumannadeild bandarískra íþrótta sem er NFL-deildin. NFL-leikmenn og NFL-eigendur hafa fordæmt Bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. „Þætti ykkur ekki frábært að sjá einn af þessum NFL eigendum, þegar einhver sýnir fánanum okkar vanvirðingu, segja „Takið þennan tíkarson af vellinum núna strax, hann er rekinn. „Sá eigandi [sem rekur leikmann vegna þessa] mun verða vinsælasta manneskja landsins,“ sagði forsetinn í Alabama á föstudaginn. Eru þetta enn ein ummæli forsetans sem skapa sundrungu og ýta undir kynþóttafordóma í Bandaríkjunum. Öll lið NFL-deildarinnar stóðu saman í því að svara forsetanum og gagnrýni hans. Fyrir vikið hefur verið nóg að gera hjá Donald Trump á Twitter að reyna að réttlæta og svara fyrir ummæli sín. Í rauninni hefur verið lítill tími í annað hjá Bandaríkjaforseta. Darren Rovell tók það saman á Twitter hvað Donald Trump hefur verið að skrifa um á twitter á síðustu 36 klukkutímum. Þá samantekt má sjá hér fyrir neðan.President Trump Tweets, Last 36 Hours, By Topic pic.twitter.com/yrEo3J7nDK — Darren Rovell (@darrenrovell) September 25, 2017 Eins og sjá má þar þá hafa 10 af 36 twitter færslum forsetans snúist um NFL-deildina eða þjóðsönginn en aðeins tvisvar hefur honum þótt ástæða til að skrifa um Norður Kóreu eða heilbrigðismálin.
NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00