Hafði alltaf dugað þar til núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 06:00 Guðjón Baldvinsson er með 12 mörk í 18 leikjum vísir/eyþór Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Mýtan um að þurfa að vera með tíu marka mann til að verða meistari er löngu dauð og nú er ekki lengur öruggt að verða meistari þótt þú sért með þrjá tíu marka menn innanborðs. Hilmar Árni Halldórsson varð á sunnudaginn þriðji leikmaður Stjörnunnar til að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Stjarnan varð þar með fyrsta liðið í átta ár og það fjórða í sögunni með þrjá tíu marka leikmenn. Þetta markaskor þeirra Hilmars Árna Halldórssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Hólmbert Arons Friðjónssonar er þó ekki að skila Stjörnumönnunum titlinum. Stjarnan er tólf stigum á eftir nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals þegar ein umferð er eftir af mótinu. Það hefur aldrei gerst áður að lið með þrjá tíu marka menn hafi ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn og tvö af hinum þremur liðunum unnu meira að segja tvöfalt það sumar.Hólmbert Aron Friðjónsson hefur skorað 11 mörk í 19 leikjumVísirFyrsta liðið sem var með þrjá tíu marka menn var Valsliðið sumarið 1976 en því náði Hlíðarendaliðið í aðeins 16 leikjum. Liðið átti þrjá markahæstu leikmenn deildarinnar þetta sumar, Ingi Björn Albertsson skoraði mest eða 16 mörk en liðsfélagar hans Hermann Gunnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson komu næstir með 11 mörk hvor. Við þurftum að bíða í sautján ár þar til annað lið náði þessu en þrír Skagamenn skoruðu saman 46 af 62 mörkum ÍA-liðsins sumarið 1993. Þórður Guðjónsson jafnaði markametið með því að skora 19 mörk, Haraldur Ingólfsson skoraði 14 mörk og Mihajlo Bibercic var með með 13 mörk. Þriðja liðið var síðan FH-liðið frá 2009 en það var annað tímabilið eftir að fjölgað var í tólf lið í deildinni. Atli Viðar Björnsson skoraði þá 14 mörk, Atli Guðnason var með 11 mörk og Matthías Vilhjálmsson skoraði 10 mörk auk þess að leggja upp önnur ellefu fyrir félaga sína. Atli Guðnason komst síðastur í hópinn í 21. og næstsíðustu umferð en hann skorað þrjú marka sinna í síðustu tveimur umferðunum.Hilmar Árni Halldórsson heufr skorað 10 mörk í 21 leikGuðjón Baldvinsson og Hólmbert Aron Friðjónsson komust báðir í tíu mörkin í 19. umferð og Hilmar Árni bættist síðan í hópinn í fyrradag. Það stefnir nú í það að þriðja árið í röð eigi Íslandsmeistaraliðið ekki tíu marka mann. FH-ingar áttu ekki tíu marka mann tvö síðustu ár því Steven Lennon skoraði 9 mörk 2015 og Atli Viðar Björnsson var markahæstur með 7 mörk í fyrra. Markahæstu leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals í ár eru þeir Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson sem báðir hafa skorað 7 mörk.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Laxdal bræður áfram hjá Stjörnunni Bræðurnir Daníel og Jóhann Laxdal hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna og eru nú bundnir félaginu til 2020. 25. september 2017 17:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-2 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Valsmenn unnu sigur í Garðabænum, en Stjarnan er þrátt fyrir það örugg í Evrópusæti þar sem KR mistókst að vinna Fjölni. 24. september 2017 16:30