Annað jafntefli Liverpool Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. september 2017 20:45 Sadio Mane. Vísir/Getty Liverpool gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Spartak Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fernando skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu, en Philippe Coutinho jafnaði fyrir Liverpool á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Sadio Mane. Liverpool réði lögum og lofum á vellinum í kvöld, en náðu ekki að skora sigurmarkið. Mane var aftur í liði Liverpool eftir að hafa verið í leikbanni, en Jurgen Klopp stillti upp fjórum framherjum í leiknum, Mane, Coutinho, Roberto Firmino og Mohamed Salah. Liverpool hefur nú gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum og eru í öðru sæti E-riðils. Meistaradeild Evrópu
Liverpool gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Spartak Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fernando skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu á 23. mínútu, en Philippe Coutinho jafnaði fyrir Liverpool á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Sadio Mane. Liverpool réði lögum og lofum á vellinum í kvöld, en náðu ekki að skora sigurmarkið. Mane var aftur í liði Liverpool eftir að hafa verið í leikbanni, en Jurgen Klopp stillti upp fjórum framherjum í leiknum, Mane, Coutinho, Roberto Firmino og Mohamed Salah. Liverpool hefur nú gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum og eru í öðru sæti E-riðils.
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti